Hátíð líffræðilegrar fjölbreytni Ragnhildur Guðmundsdóttir, Anna Katrín Guðmundsdóttir, Arndís Bergsdóttir, Ole Sandberg, Þorvarður Árnason, Sveinn Kári Valdimarsson og Ástrós Eva Ársælsdóttir skrifa 22. maí 2023 08:30 Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í dag, 22. maí, á alþjóðlegum degi líffræðilegrar fjölbreytni er við hæfi að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Líffræðileg fjölbreytni er ekkert minna en allt lífið á jörðinni. Hún tekur til fjölbreytni í vistkerfum, tegundum og fjölbreytni stofna og einstaklinga innan tegunda. Það er þessi fjölbreytni sem er undirstaða aðlögunarhæfni lífs á jörðinni. Ef lífríkið á að geta brugðist við breytingum er nauðsynlegt að efniviðurinn sé nægur; með öðrum orðum líffræðileg fjölbreytni þarf að vera fyrir hendi. Ef fjölbreytnin er engin eru engir valkostir, stofnar og tegundir verða einsleitar og deyja að lokum út og virkni tapast úr vistkerfum. Mikilvægi þessa málaflokks er ekki hægt að ýkja og nauðsynlegt er að fræða á sem flestum vígstöðvum. Við verðum öll að skilja að við séum partur af náttúrunni og háð því að vistkerfi jarðar fái að starfa óáreitt og með sjálfbærum hætti. Þörfin fyrir fræðslu um málefni náttúrunnar hefur aldrei verið brýnni. Sem dæmi má nefna að aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, hefur tekið svo djúpt í árinni að segja að mannkynið sé í stríði við náttúruna, stríði sem verði að linna ef við eigum að eiga von um framtíð hér á jörð[1]. Til að auka umræðu um þetta brýna málefni hefur BIODICE, samstarfsvettvangur um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni, blásið til Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Hátíðinni var hleypt af stokkunum með opnunarviðburði þann 23. febrúar og mátti glögglega sjá að málefnið er mörgum ofarlega í huga en vel á annað hundrað manns mættu á staðinn eða hlýddu á í streymi. Þar var farið yfir helstu niðurstöður COP15, ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni, sem fram fór í Montréal í desember síðastliðinn og sat íslenska sendinefndin fyrir svörum í pallborðsumræðu. Hægt er að nálgast upptökur af viðburðinum á slóðinni https://livestream.com/luxor/hlf . Síðan þá hafa fjölmargir viðburðir verið haldnir í samstarfi við hina ýmsu aðila, til dæmis Náttúruminjasafn Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Líffræðifélag Íslands, Vistfræðifélag Íslands, ROCS rannsóknasetrið, Háskóla þriðja æviskeiðsins, Unga umhverfissinna og svo mætti lengi telja. Viðbrögð hafa undantekningalaust verið góð sem undirstrikar mikla þörf á samfélagslegri umræðu um lífríki jarðar. Hægt er að fylgjast með dagskrá hátíðarinnar á slóðinni https://biodice.is/hatid2023/. Áætlað er að hátíðin standi allt árið 2023 og framundan er margt spennandi og áhugavert. Á dagskránni má til dæmis finna fuglaskoðun og kaffispjall á Raufarhöfn, málþing um vistfræði, þroskun og þróun og viðburð um ágengar tegundir í sjó svo fátt eitt sé nefnt. Markmiðið er fyrst og fremst að vekja athygli á líffræðilegri fjölbreytni, mikilvægi hennar og sérstöðu náttúru Íslands í þessu tilliti. Við viljum ná til sem flestra og því eru viðburðirnir með fjölbreyttu sniði. Ennþá er hægt að bæta við viðburðum í dagskrána og þau sem hafa áhuga á að taka þátt með einum eða öðrum hætti geta haft samband í gegnum netfangið ragnhildur.gudmundsdottir@nmsi.is . Hátíðin nær til ársloka 2023 og er það von okkar að með henni takist rækilega að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Því fer þó fjarri að björninn sé unninn og aukin vitundavakning er langtímaverkefni. Því er mikilvægt að skipuleggja vel næstu skref en tryggja þarf að fræðsla um líffræðilega fjölbreytni nái eyrum sem flestra ef markmiðin eiga að nást. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er dýrmæt auðlind sem við verðum að kosta öllu til að verja. Til þess dugir ekkert annað en fræðsla og aftur fræðsla. Við verðum að ná að lifa í sátt við náttúruna því annað er einfaldlega ekki í boði. Undirrituð eru í skiplagsnefnd Hátíðar líffræðilegrar fjölbreytni. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Anna Katrín Guðmundsdóttir, Náttúruminjasafn Íslands Arndís Bergsdóttir, ROCS rannsóknasetur Ole Sandberg, Náttúruminjasafn Íslands Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði Sveinn Kári Valdimarsson, Náttúrufræðistofnun Íslands Ástrós Eva Ársælsdóttir, Ungir Umhverfissinnar [1] Baste, I. A., Watson, R. T., Brauman, K. I., Samper, C., & Walzer, C. (2021). Making peace with nature: a scientific blueprint to tackle the climate, biodiversity and pollution emergencies.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar