Lífið

Tekur við kjuðunum í Foo Fig­hters

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
John Freese hefur áður spilað með hljómsveitum á borð við Guns N' Roses.
John Freese hefur áður spilað með hljómsveitum á borð við Guns N' Roses. Getty/Daniel Boczarski

Bandaríska rokkhljómsveitin Foo Fighters hefur tilkynnt að Josh Freese muni hér með feta í fótspor Taylor Hawkins sem slagverksleikari hljómsveitarinnar. Sveitin tilkynnti þetta í beinni netútsendingu í gær.

Hawkins lést í marsmánuði á síðasta ári, aðeins fimmtíu ára gamall.

Hljómsveitin hefur ekki komið fram síðan á minningartónleikum trommarans sem fram fóru síðastliðinn september. Freese kom fyrst fram með hljómsveitinni á téðum minningartónleikum og krafðist þess að trommusett Hawkins yrði notað til að heiðra minningu hans. Sveitin heldur síðan í tónleikaferðalag í haust.

Freese hefur í gegnum tíðina spilað með hinum ýmsu hljómsveitum, þar á meðal Guns N‘ Roses, The Vandals, Sting og Devo. Þá hefur hann einnig spilað inn á lög með Miley Cyrus, Avril Lavigne og Michael Buble.

Dánarorsök Hawkins hefur enn ekki verið staðfest en við krufningu fundust tíu mismunandi efni í blóði hans. Þar á meðal ópíóðar, þunglyndislyf og kannabis.


Tengdar fréttir

Sonur Taylor Hawkins sló í gegn á trommunum

Oliver Shane Hawkins, sextán ára sonur trommarans Taylor Hawkins, sló í gegn á trommunum með Foo Fighters á minningartónleikum um föður sinn í gær. Tónleikarnir fóru fram á Wembley í Lundúnum en Shane spilaði á trommurnar í laginu My Hero.

Ópíóðar og þung­lyndis­lyf í blóði trommarans

Leifar tíu mismunandi lyfja og efna, meðal annars ópíóða, þunglyndislyfja og kannabis, fundust í blóði trommarans Taylor Hawkins sem féll frá á föstudaginn aðeins fimmtíu ára gamall. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×