Enn bætist í hóp frambjóðenda hjá repúblikönum Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 13:59 Tim Scott, öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu, er afar trúrækinn. Hann vitnar oft í ritninguna á framboðsfundum. AP/Meg Kinnard Tíundi frambjóðandinn bætist við í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar á næsta ári þegar Tim Scott, öldungadeildarþingmaður flokksins, lýsir formlega yfir framboði sínu í dag. Fastlega er búist við því að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og helsti áskorandi Donalds Trump, kynni sitt framboð í vikunni. Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Scott, sem er 57 ára gamall, er eini svarti öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. Hann ætlar að kynna framboð sitt í gamla háskólanum sínum í North-Charleston í Suður-Karólínu í dag, að sögn AP-fréttastofunnar. Í framhaldinu ferðast hann til Iowa og New Hampshire, fyrstu ríkjanna sem halda forval á næsta ári. Að mörgu leyti er Scott sagður hefðbundinn repúblikani. Hann vill skera niður ríkisútgjöld og takmarka aðgengi kvenna að þungunarrofi. Þannig hefur hann sagst vilja lögfesta bann við þungunarrofi eftir fimmtándu viku meðgöngu verði hann forseti. Ólíkt flokkssystkinum sínum tók Scott undir sumar kröfur um umbætur hjá lögreglunni í kjölfar drápsins á George Floyd árið 2020. Þó að Scott hafi einstaka sinnum gagnrýnt Trump vegna kynþáttamálefna hefur samband þeirra verið gott. Staða Scott í forvalinu er sterk að því leyti að enginn frambjóðandi til forseta hefur átt eins digra kosningasjóði og hann. Það gerir honum kleift að auglýsa sig grimmt í ríkjunum sem kjósa fyrst í forvalinu. Við ramman reip að draga Eins og sakir standa eru möguleikar Scott og annarra frambjóðenda takmarkaðir. Trump, sem drottnar enn yfir Repúblikanaflokknum þrátt fyrir að hafa leitt hann til ósigra í kosningum eftir að hann náði kjöri sem forseti, lýsti yfir sínu framboði strax eftir þingkosningarnar í haust. Þá er gengið að því sem vísu að Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, tilkynni um framboð sitt í vikunni. Hann var nánast jafn Trump í skoðanakönnunum á tímabili en aðeins hefur fjarað undan honum upp á síðkastið. Á meðal annarra frambjóðenda eru Nikki Haley, sendiherra Trump við Sameinuðu þjóðirnar og fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu, og Asa Hutchinson, ríkisstjóri Arkansas auk nokurra minni spámanna. Hjá demókrötum hafa aðeins tveir frambjóðendur skorað Joe Biden forseta á hólm til þessa. Það eru þau Marianne Williamson, sem bauð sig einnig fram árið 2020 með litlum árangri, og Robert F. Kennedy yngri, samsæriskenningarsinni og bróðursonur John F. Kennedy, fyrrverandi forseta.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira