Viðskipti innlent

Ostabúðin á Fiskislóð gjaldþrota

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá Ostabúðinni á Fiskislóð.
Frá Ostabúðinni á Fiskislóð. Ostabúðin

Engar eignir fundust í þrotabúi Ostabúðarinnar veisluþjónustu sem var með starfsemi á Fiskislóð á Granda þar til búðinni var lokað í fyrra. Kröfur í þrotabúið námu rúmum 26 milljónum króna að því er fram kemur í Lögbirtingablaðinu í dag.

Ostabúðin var rekin í tæpa tvo áratugi á Skólavörðustíg. Veitingastaður var opnaður í rými við hliðina á búðinni árið 2015 og varjafnan þröngt á þingi í hádegismat sem fólk við vinnu í miðbænum sótti vel. Búðinni var lokað árið 2019 og sagði Jóhann Jónsson matreiðslumaður að rekstrarkostnaður væri einfaldlega orðinn of mikill. 

Forsendur til að halda lágu vöruverði væru brostnar.

Jóhann opnaði nýja Ostabúð úti á Granda áramótin 2019 til 2020. Þar var bæði veislusalur og veisluþjónusta auk verslunarinnar. Þá var boðið upp á fyrirtækjaþjónustu með heitum mat í hádeginu.

Í tilkynningu frá Ostabúðinni í desember sagði að Ostabúðin ætlaði að draga sig í hlé. Skellt hefði verið í lás á Fiskislóðinni. Þó væri ekki um endastopp að ræða og stefnt á að taka aftur á móti viðskiptavinum seinna. Búðin var lýst gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 11. janúar.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×