Meirihluti gerenda og þolenda heimilisofbeldis yngri en 36 ára Kjartan Kjartansson skrifar 22. maí 2023 15:38 Hlutfallslega oftar var tilkynnt um ágreining en heimilisofbeldi á fyrstu þremur mánuðum ársins en undanfarin ár. Myndin er úr safni og er sviðsett. Vísir/Getty Rúmlega helmingur þeirra sem beitti og varð fyrir heimilisofbeldi á fyrsta fjórðungi ársins var yngri en 36 ára samkvæmt tölum lögreglunnar. Afgerandi meirihluti gerenda var karlar og konur yfirleitt þolendur. Alls bárust 598 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining á milli skyldra eða tengdra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það jafngildir tæplega sjö tilkynningum á hverjum degi. Óverulegar breytingar voru á milli ára. Tilkynningunum fækkaði um tvö prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Tilvikum heimilisofbeldis fækkaði þó um fimm prósent frá meðaltali tímabilsins undanfarin þrjú ár. Á sama tíma fjölgaði tilkynningum um ágreining um tæplega 27 prósent. Í um 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í tæplega 70 prósent tilvika var árásarþoli kona. Um 40 prósent árásaraðila var á aldrinum 26-35 ára. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru um 81 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola konur. Þar af var rúmlega helmingur árásarþola undir 36 ára. Lögreglan skilgreinir heimilisofbeldi sem brot sem einstaklingur verður fyrir af hendi nákomins, það er að segja þegar árásaraðili og árásarþoli eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl og eru tilvikin ekki bundin við heimili fólks. Grunur getur þá verið um brot á borð við líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll og fleira. Þá virkjast verklag ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála. Útköll lögreglu þar sem ekki er grunur um brot eru skráð sem ágreiningur á milli skyldra og tengdra. Mikilvægt þykir að skrá bæði ágreining og heimilisofbeldi til að fá heildstæða mynd af tilvikum og hvort tilvik leiði til ítrekaðra og alvarlegri atvika. Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Alls bárust 598 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining á milli skyldra eða tengdra aðila fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra. Það jafngildir tæplega sjö tilkynningum á hverjum degi. Óverulegar breytingar voru á milli ára. Tilkynningunum fækkaði um tvö prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Tilvikum heimilisofbeldis fækkaði þó um fimm prósent frá meðaltali tímabilsins undanfarin þrjú ár. Á sama tíma fjölgaði tilkynningum um ágreining um tæplega 27 prósent. Í um 78 prósent tilvika heimilisofbeldis var árásaraðili karl og í tæplega 70 prósent tilvika var árásarþoli kona. Um 40 prósent árásaraðila var á aldrinum 26-35 ára. Þegar horft er til tilvika heimilisofbeldis þegar um er að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka eru um 81 prósent árásaraðila karlar og 77 prósent brotaþola konur. Þar af var rúmlega helmingur árásarþola undir 36 ára. Lögreglan skilgreinir heimilisofbeldi sem brot sem einstaklingur verður fyrir af hendi nákomins, það er að segja þegar árásaraðili og árásarþoli eru skyldir, tengdir eða hafa sögu um tengsl og eru tilvikin ekki bundin við heimili fólks. Grunur getur þá verið um brot á borð við líkamsárásir, hótanir, eignaspjöll og fleira. Þá virkjast verklag ríkislögreglustjóra um meðferð og skráningu heimilisofbeldismála. Útköll lögreglu þar sem ekki er grunur um brot eru skráð sem ágreiningur á milli skyldra og tengdra. Mikilvægt þykir að skrá bæði ágreining og heimilisofbeldi til að fá heildstæða mynd af tilvikum og hvort tilvik leiði til ítrekaðra og alvarlegri atvika.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira