Amma kölluð út í morgun vegna verkfalla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Máni Snær Þorláksson skrifa 22. maí 2023 18:49 Guðbjörg Guðjónsdóttir var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu ömmubarninu. Vísir/Arnar Verkföll BSRB hófust af fullum þunga í morgun í níu sveitarfélögum. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis en enn er langt í land. Amma var kölluð út í morgun vegna verkfalla í leikskólanum hjá einu barnabarninu. Í vikunni munu verkfallsaðgerðir beinast að leikskólum, grunnskólum og höfnum tíu sveitarfélaga og um helgina munu starfsmenn sundstaða og íþróttamiðstöðva hjá enn fleiri sveitarfélögum leggja niður störf. Verkföll halda áfram í næstu viku með þessu sniði en frá og með 5. júní bætir enn í verkföllin. Leikskólastarfsmenn og starfsmenn bæjarskrifstofa og ráðhúsa munu leggja niður störf frá 5. júní til 5. júlí. Hafnarstarfsmenn leggja niður störf 5. júní til 16. júní eða 5. júlí. Starfsmenn áhaldshúsa og þjónustumiðstöðva frá 5. júní til 17. júní og starfsmenn sundlauga og íþróttamannvirkja, vinnuskóla og almenningssamgangna fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. júní. Náist ekki að semja ná verkfallsaðgerðirnar til um 2.500 starfsmanna í 29 sveitarfélögum. Mikill hugur í félagsfólki Samninganefndir funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis vegna verkfallsaðgerðanna. Formaður BSRB segir samtalið þokast áfram en enn sé langt í land. „Ég geng bjartsýn inn á þennan fund en ég á ekki von á því að það komist niðurstaða í kjaradeilunni út frá honum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mikill hugur sé í félagsfólki. „Þau sáu að það þýddi ekki að láta þetta misrétti ganga yfir sig og þess vegna leggja þau niður störf.“ Lögðu fram tilboð en enn langt á milli BSRB hefur haldið því fram að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir sem vinni sömu störf á sama vinnustað. Sveitarfélögin hafa hvatt BSRB til að fara með málið fyrir dómstóla og fá úr því greitt hvort um brot á lögum sé að ræða. „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ Það eru tæpar tvær vikur síðan þið funduðuð síðast hjá ríkissáttasemjara. Hafa komið fram ný tilboð? „Já, Samband íslenskra sveitarfélaga lagði fram tilboð fyrir helgina og það endurspeglar það að við þokumst nær hvert öðru en það er hinsvegar mjög langt á milli ennþá.“ Kölluð út til að passa barnabörnin Guðbjörg Guðjónsdóttir var kölluð út í morgun. Leikskólinn hjá einu ömmubarninu var lokaður og næstu daga mun hún taka á móti enn fleiri barnabörnum. „Ég þyrfti eiginlega að klóna mig. Ég verð líklega með þrjú sem verða í fríi á fimmtudaginn og ég gríp bara tækifærið og fer í gamla hlutverkið mitt, leikskólakennarann,“ segir Guðbjörg sem er fyrrverandi leikskólastjóri. Hún hafi rætt við foreldra sem margir séu búnir á því eftir Covid, Eflingarverkföll og nú þessi, auk almenns leikskólavanda. Hún verði því í viðbragðsstöðu ef verkföllin dragast. Allir eru þó ekki svo heppnir. „Þegar ég fór með minn litla í morgun þá sögðu foreldrar að þau væru að taka af sumarfríinu sínu. Það er bara bagalegt að fólk sé búið með fríið áður en fríið byrjar. Þannig að ég bara geri eins og ég get. “ Hún vonar að sveitarfélögin komi til móts við BSRB. „Ég veit að þetta fólk er svo frábært og við þurfum á því að halda. Þetta er fólkið sem stundum heldur uppi leikskólunum.“ Ekki boðað til annars fundar Ljóst er þó að verkföllin munu halda áfram þar sem fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara í dag bar ekki árangur. Sonja Ýr segir í samtali við Reykjavík síðdegis að fundurinn hafi endað á þeim nótum að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til þess að bjóða til annars fundar. „Það er bara ennþá það langt á milli deiluaðila. Það verður þó að segjast eins og er að á undanförnum dögum hafa báðir samningsaðilar tekið skref í áttina að hvorum öðrum en það er ennþá mjög langt á milli.“ Þá segir Sonja Ýr að nú þurfi bara að sjá hvað setur. BSRB voni eftir því að sveitarfélögin sýni frekari samningsvilja til þess að reyna að leysa hnútinn sem kjaradeilan er komin í. „Af því það sem skiptir máli þegar upp er staðið er hvernig fólk upplifir virðingu fyrir sínum störfum og ég held það geti allir sett sig í þau spor að það myndi enginn vilja sætta sig við þær aðstæður að manneskjan við hliðina á þér væri með hærri laun í nákvæmlega sama starfi.“ Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Í vikunni munu verkfallsaðgerðir beinast að leikskólum, grunnskólum og höfnum tíu sveitarfélaga og um helgina munu starfsmenn sundstaða og íþróttamiðstöðva hjá enn fleiri sveitarfélögum leggja niður störf. Verkföll halda áfram í næstu viku með þessu sniði en frá og með 5. júní bætir enn í verkföllin. Leikskólastarfsmenn og starfsmenn bæjarskrifstofa og ráðhúsa munu leggja niður störf frá 5. júní til 5. júlí. Hafnarstarfsmenn leggja niður störf 5. júní til 16. júní eða 5. júlí. Starfsmenn áhaldshúsa og þjónustumiðstöðva frá 5. júní til 17. júní og starfsmenn sundlauga og íþróttamannvirkja, vinnuskóla og almenningssamgangna fara í ótímabundið verkfall frá og með 5. júní. Náist ekki að semja ná verkfallsaðgerðirnar til um 2.500 starfsmanna í 29 sveitarfélögum. Mikill hugur í félagsfólki Samninganefndir funduðu hjá ríkissáttasemjara síðdegis vegna verkfallsaðgerðanna. Formaður BSRB segir samtalið þokast áfram en enn sé langt í land. „Ég geng bjartsýn inn á þennan fund en ég á ekki von á því að það komist niðurstaða í kjaradeilunni út frá honum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Mikill hugur sé í félagsfólki. „Þau sáu að það þýddi ekki að láta þetta misrétti ganga yfir sig og þess vegna leggja þau niður störf.“ Lögðu fram tilboð en enn langt á milli BSRB hefur haldið því fram að sveitarfélögin séu að brjóta jafnréttislög með því að veita félagsmönnum BSRB ekki sömu kjör og aðrir sem vinni sömu störf á sama vinnustað. Sveitarfélögin hafa hvatt BSRB til að fara með málið fyrir dómstóla og fá úr því greitt hvort um brot á lögum sé að ræða. „Dómstólaleiðin myndi taka eitt til tvö ár og okkar félagsfólk hefur einfaldlega valið að knýja fram sínar kröfur með aðgerðum.“ Það eru tæpar tvær vikur síðan þið funduðuð síðast hjá ríkissáttasemjara. Hafa komið fram ný tilboð? „Já, Samband íslenskra sveitarfélaga lagði fram tilboð fyrir helgina og það endurspeglar það að við þokumst nær hvert öðru en það er hinsvegar mjög langt á milli ennþá.“ Kölluð út til að passa barnabörnin Guðbjörg Guðjónsdóttir var kölluð út í morgun. Leikskólinn hjá einu ömmubarninu var lokaður og næstu daga mun hún taka á móti enn fleiri barnabörnum. „Ég þyrfti eiginlega að klóna mig. Ég verð líklega með þrjú sem verða í fríi á fimmtudaginn og ég gríp bara tækifærið og fer í gamla hlutverkið mitt, leikskólakennarann,“ segir Guðbjörg sem er fyrrverandi leikskólastjóri. Hún hafi rætt við foreldra sem margir séu búnir á því eftir Covid, Eflingarverkföll og nú þessi, auk almenns leikskólavanda. Hún verði því í viðbragðsstöðu ef verkföllin dragast. Allir eru þó ekki svo heppnir. „Þegar ég fór með minn litla í morgun þá sögðu foreldrar að þau væru að taka af sumarfríinu sínu. Það er bara bagalegt að fólk sé búið með fríið áður en fríið byrjar. Þannig að ég bara geri eins og ég get. “ Hún vonar að sveitarfélögin komi til móts við BSRB. „Ég veit að þetta fólk er svo frábært og við þurfum á því að halda. Þetta er fólkið sem stundum heldur uppi leikskólunum.“ Ekki boðað til annars fundar Ljóst er þó að verkföllin munu halda áfram þar sem fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara í dag bar ekki árangur. Sonja Ýr segir í samtali við Reykjavík síðdegis að fundurinn hafi endað á þeim nótum að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til þess að bjóða til annars fundar. „Það er bara ennþá það langt á milli deiluaðila. Það verður þó að segjast eins og er að á undanförnum dögum hafa báðir samningsaðilar tekið skref í áttina að hvorum öðrum en það er ennþá mjög langt á milli.“ Þá segir Sonja Ýr að nú þurfi bara að sjá hvað setur. BSRB voni eftir því að sveitarfélögin sýni frekari samningsvilja til þess að reyna að leysa hnútinn sem kjaradeilan er komin í. „Af því það sem skiptir máli þegar upp er staðið er hvernig fólk upplifir virðingu fyrir sínum störfum og ég held það geti allir sett sig í þau spor að það myndi enginn vilja sætta sig við þær aðstæður að manneskjan við hliðina á þér væri með hærri laun í nákvæmlega sama starfi.“
Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Leikskólar Grunnskólar Vinnumarkaður Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57 Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52 Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Getur ekki sótt þá slitnu skólastarfsemi sem er í boði vegna verkfalla Verkföll BSRB hófust að fullum þunga í tíu sveitarfélögum í dag. Samtal er í gangi milli samningsaðila þó ekki hafi veirð formlega fundað í tæpar tvær vikur. Foreldri fatlaðs barns í Ölfus segir verkföllin hafa mikil áhrif en óvíst er hvort foreldrar fái veikindafrí, þurfi að taka út sumarfrí eða verði launalausir til að vera heima með börnunum. 22. maí 2023 12:57
Boða til frekari verkfalla í 29 sveitarfélögum Félagsmenn í BSRB samþykktu í morgun frekari verkfallsaðgerðir um land allt vegna kjaradeilu félagsins við sveitarfélög. Boðað hefur verið til aðgerða í 29 sveitarfélögum. 19. maí 2023 12:52
Skólastjóri segir börnum með fötlun mismunað Skólastjóri segir dapurt að verkfallsundanþágur hafi ekki verið veittar vegna barna með fötlun, sem nú þurfi að sitja heima meðan bekkjarfélagar þeirra komist í skólann. Verkföll hjá félagsfólki BSRB sem starfar í leik-og grunnskólum hófust á miðnætti. 15. maí 2023 19:15