Segjast hafa tekið rússneskan bæ undir sína stjórn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. maí 2023 23:46 Rússnesku þorpin hafa áður orðið fyrir eldflaugarárásum. Úkraínumenn hafa ávallt þvertekið fyrir árásirnar. Stringer/Anadolu Agency/Getty Images) Samtök hópa sem andsnúnir eru rússneskum yfirvöldum fullyrða að þeir hafi náð undir sína stjórn rússneska bænum Kozinka sem staðsettur er í Belgorod héraði skammt frá landamærum landsins að Úkraínu. Hóparnir segjast einnig hafa ráðist á nágrannabæinn Grayvoron. Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Í umfjöllun Guardian um málið kemur fram að samtök sem kenni sig við Frelsun Rússlands (e. The Freedom of Russia Legion) hafi lýst ábyrgð á árásunum. Réðust þau yfir landamærin frá Úkraínu og á bæina. Samtökin hafa það að yfirlýstu markmiði sínu að frelsa Rússland undan stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Breski miðillinn segir að auk samtakanna hafi hópur rússneskra sjálfboðaliða einnig tekið þátt í árásunum. Ekki er ljóst á þessum tímapunkti hversu margir hafa særst eða fallið í árásunum. Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að myndbönd frá landamærabænum Grayvoron bendi til að mannfall hafi orðið. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=WznIATdolcE">watch on YouTube</a> Jafnframt er fullyrt í umfjöllun Guardian að bæði úkraínsk og rússnesk stjórnvöld hafi staðfest að barist hafi verið við landamærin. Erlendum fjölmiðlum hefur ekki tekist að staðfesta hvort að eiginleg landtaka hafi átt sér stað líkt og rússnesku samtökin fullyrða. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum frá samtökunum, sem beint er til rússneskra borgara, segjast samtökin vera hliðholl Rússum. „Við erum Rússar líkt og þið,“ segir í tilkynningunni. Þar er fullyrt að markmiðið sé að binda enda á einræði í landinu. Markmiðið sé að dreifa athyglinni Í umfjöllun breska miðilsins kemur fram að neyðarástandi hafi verið lýst yfir af héraðsstjórn í Belgorod héraði. Haft er eftir héraðsstjóra að rússneski herinn muni skerast í leikinn vegna árásanna. Þá kemur fram í tilkynningu frá rússneskum stjórnvöldum að Pútín Rússlandsforseta hafi verið gert viðvart um árásirnar. Stjórnvöld telji að árásirnar séu gerðar með því markmiði að beina athyglinni frá hörðum bardögum Úkraínumanna og Rússa í Bakhmut borg í Úkraínu. Úkraínsk stjórnvöld hafa þvertekið fyrir að tengjast hópunum með nokkrum hætti. Í yfirlýsingu stjórnvalda segir að hóparnir starfi sjálfstætt, án nokkurra tenginga við úkraínska herinn. Harðir bardagar hafa geysað í Bakhmut undanfarnar vikur og mánuði. Leiðtogi rússneska Wagner málaliðahópsins, Yevgeny Prigozhin, fullyrti um helgina að Bakhmut hefði fallið í hendur Rússa. Borgin yrði því afhent rússneska hernum fyrir næstu mánaðarmót. Úkraínumenn segja bardaga enn standa yfir um borgina.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira