Þrjár tilkynningar bárust lögreglu í gærkvöldi og nótt um einstaklinga í annarlegu ástandi og í einu tilvikana þurfti að kalla til sjúkrabifreið. Öll voru málin leyst án íþyngjandi aðgerða, segir í yfirliti frá lögreglu.
Tvær tilkynningar bárust er tengdust ungmennum; í öðru tilvikinu vegna óláta við verslunarmiðstöð og í hinu vegna utanvegaaksturs á skellinöðru. Þau ungmenni fundust hins vegar ekki.
Ein tilkynning barst um umferðaróhapp. Þar reyndist bifreið óökufær og ökumaður með smávægileg meiðsli. Hringt var á sjúkrabifreið.