Innlent

Bein út­sending: Hvala­skýrslan til um­ræðu á opnum fundi at­vinnu­vega­nefndar

Atli Ísleifsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra verður gestur fundarins ásamt fulltrúum ráðuneytisins.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra verður gestur fundarins ásamt fulltrúum ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm

Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala við veiðar á langreyðum á Íslandi 2022 verður til umfjöllunar á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis sem hefst klukkan 8:30.

Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilara að neðan en gestur fundarins verður Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra, ásamt fulltrúum matvælaráðuneytis.

Í skýrslu Matvælastofnunar, sem birt var 8. maí síðastliðinn, kom fram að einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland á síðasta ári hafi verið skotinn oftar en einu sinni. Sagði í skýrslunni að meta þyrfti hvort veiðar á stórhvelum gætu uppfyllt markmið laga um velferð dýra. 

Áætlað er að fundurinn standi til klukkan 9:20. 


Tengdar fréttir

Einn af hverjum fjórum hvölum skotinn oftar en einu sinni

Einn af hverjum fjórum hvölum sem veiddir voru við Ísland í fyrra var skotinn oftar en einu sinni. Í nýrri skýrslu Matvælastofnunar segir að meta þurfi hvort veiðar á stórhvelum geti uppfyllt markmið laga um velferð dýra. Einum hval með skutul í bakinu var veitt eftirför í 5 klst án árangurs. 

„Þetta hlýtur að teljast ó­á­sættan­legt“

Ný skýrsla Matvælastofnunar um velferð hvala og hvalveiðar er sláandi að sögn matvælaráðherra. Nú fer að hefjast síðasta vertíð núverandi leyfistímabils og ráðherra telur að skoða þurfi málin vel áður en nýtt leyfi verður gefið út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×