Myrkur yfir Jesústyttunni til stuðnings við Vinicius Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 07:59 Vinicius Junior bendir á áhorfendur sem beitt höfðu hann kynþáttaníði á leiknum við Valencia á sunnudaginn. Getty/Mateo Villalba Slökkt var á ljósunum við hina frægu Jesústyttu í Ríó de Janeiro í Brasilíu í gærkvöld, í eina klukkustund, til að sýna stuðning við Vinicius Junior vegna kynþáttaníðsins sem hann hefur orðið fyrir á Spáni. Umsjónarmenn styttunnar bættust þar með í hóp mikils fjölda fólks sem sýnt hefur Vinicius stuðning eftir að þessi magnaði leikmaður Real Madrid var beittur kynþáttaníði af áhorfendum á útileik gegn Valencia á sunnudaginn. Styttan stendur í 710 metra hæð og gnæfir yfir íbúum Ríó. Erkibiskupsdæmið sem hefur umsjón með styttunni skipulagði gjörninginn í gærkvöld í samstarfi við brasilíska knattspyrnusambandið og stofnun sem berst gegn kynþáttaníði í fótbolta. „Erkibiskupsdæmi frelsarans Jesú Krists hafnar þeim kynþáttafordómum sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinicius Junior hefur orðið fyrir. Slökkt verður á lýsingu minnisvarðans til tákns um sameiginlega baráttu gegn rasisma, og í samstöðu með leikmanninum og öllum þeim sem verða fyrir fordómum um heim allan,“ sagði í tilkynningu frá stofnunni á Instagram. Fyrr í gær höfðu brasilísk stjórnvöld kallað eftir því að spænsk stjórnvöld og íþróttamálayfirvöld refsuðu þeim sem stæðu á bakvið „rasísku árásirnar“ á Vinicius, og Gianni Infantino forseti FIFA lýsti yfir stuðningi við leikmanninn. Þekktar íþróttastjörnur á borð við Kylian Mbappé, Rio Ferdinand og Lewis Hamilton hafa látið í sér heyra og sýnt Vinicius stuðning. Preto e imponente. O Cristo Redentor ficou assim há pouco. Uma ação de solidariedade que me emociona. Mas quero, sobretudo, inspirar e trazer mais luz à nossa luta. Agradeço demais toda a corrente de carinho e apoio que recebi nos últimos meses. Tanto no Brasil quanto mundo pic.twitter.com/zVBcD4eF8k— Vini Jr. (@vinijr) May 22, 2023 Vinicius birti mynd af Jesústyttunni á Twitter og sagði stuðninginn sem honum var sýndur hafa hreyft við sér. Hann kvaðst þó fyrst og fremst vonast til að verða öðrum innblástur og hleypa meira ljósi inn í baráttuna sem fólk stæði í. Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, viðurkenndi að kynþáttaníð væri vandamál innan fótboltans í landinu og að „yfirlýsingar í fjölmiðlum dygðu ekki lengur til“. Spænski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Umsjónarmenn styttunnar bættust þar með í hóp mikils fjölda fólks sem sýnt hefur Vinicius stuðning eftir að þessi magnaði leikmaður Real Madrid var beittur kynþáttaníði af áhorfendum á útileik gegn Valencia á sunnudaginn. Styttan stendur í 710 metra hæð og gnæfir yfir íbúum Ríó. Erkibiskupsdæmið sem hefur umsjón með styttunni skipulagði gjörninginn í gærkvöld í samstarfi við brasilíska knattspyrnusambandið og stofnun sem berst gegn kynþáttaníði í fótbolta. „Erkibiskupsdæmi frelsarans Jesú Krists hafnar þeim kynþáttafordómum sem brasilíski knattspyrnumaðurinn Vinicius Junior hefur orðið fyrir. Slökkt verður á lýsingu minnisvarðans til tákns um sameiginlega baráttu gegn rasisma, og í samstöðu með leikmanninum og öllum þeim sem verða fyrir fordómum um heim allan,“ sagði í tilkynningu frá stofnunni á Instagram. Fyrr í gær höfðu brasilísk stjórnvöld kallað eftir því að spænsk stjórnvöld og íþróttamálayfirvöld refsuðu þeim sem stæðu á bakvið „rasísku árásirnar“ á Vinicius, og Gianni Infantino forseti FIFA lýsti yfir stuðningi við leikmanninn. Þekktar íþróttastjörnur á borð við Kylian Mbappé, Rio Ferdinand og Lewis Hamilton hafa látið í sér heyra og sýnt Vinicius stuðning. Preto e imponente. O Cristo Redentor ficou assim há pouco. Uma ação de solidariedade que me emociona. Mas quero, sobretudo, inspirar e trazer mais luz à nossa luta. Agradeço demais toda a corrente de carinho e apoio que recebi nos últimos meses. Tanto no Brasil quanto mundo pic.twitter.com/zVBcD4eF8k— Vini Jr. (@vinijr) May 22, 2023 Vinicius birti mynd af Jesústyttunni á Twitter og sagði stuðninginn sem honum var sýndur hafa hreyft við sér. Hann kvaðst þó fyrst og fremst vonast til að verða öðrum innblástur og hleypa meira ljósi inn í baráttuna sem fólk stæði í. Luis Rubiales, formaður spænska knattspyrnusambandsins, viðurkenndi að kynþáttaníð væri vandamál innan fótboltans í landinu og að „yfirlýsingar í fjölmiðlum dygðu ekki lengur til“.
Spænski boltinn Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira