Skoðar hvort hægt sé að takmarka hvalveiðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2023 12:01 Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sat fyrir svörum um hvalveiðar á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Vísir/Vilhelm Matvælaráðherra segir til skoðunar að takmarka hvalveiðar í sumar þrátt fyrir hún telji ekki lagastoð fyrir afturköllun á veiðileyfi. Hollywood-stjarna hvetur fólk til þess að mótmæla veiðunum. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“ Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, kom fyrir atvinnuveganefnd Alþingis í morgun á opnum fundi um hvalveiðar vegna nýlegrar skýrslu Matvælastofnunar. Svandís hóf fundinn á því að ítreka niðurstöðu skýrslunnar um að veiðarnar uppfylli ekki markmið laga um velferð dýra. „Og þessi skýrsla og þessi myndbönd eru auðvitað sláandi þar sem fram kemur að dauðastríð þeirra sem ekki drepast strax sé ellefu og hálf mínúta að miðgildi og allt upp í tvær klukkustundir. Og meirihluti dýranna sem eru veidd eru kvendýr, þar á meðal mjólkandi kýr ásamt ellefu kálffullum kúm,“ sagði Svandís. Hins vegar sé gilt veiðileyfi fyrir hendi og í útgáfu þess felist stjórnvaldsákvörðun. Uppfylla þurfi ákveðin skilyrði til að hana megi afturkalla. „Annað hvort að ákvörðunin sé ógildanleg, það er að segja að hún sé haldin einhverjum tilteknum annmarka að lögum eða að ákvörðun um afturköllun sé ekki til tjóns fyrir aðila. Hvorugt skilyrða telst uppfyllt í þessu tiltekna tilviki.“ Sumarið 2022 setti matvælaráðherra reglugerð sem veitti Matvælastofnun heimild til að viðhafa reglubundið eftirlit við hvalveiðar. Tilgangur eftirlitsins var að stuðla bættri velferð dýra við hvalveiðar.vísir/Egil Ráðuneytið viðar nú að sér gögnum áður en ákvörðun verður tekin um næsta leyfi. Meðal annars á að kanna efnhagsleg- og umhverfisáhrif veiðanna. Svandís fagnaði mikilli og beittri umræðu - sem hefur náð út fyrir landsteinana. Hollywood-stjarnan Jason Momoa birti í gærkvöldi færslu á Instagram þar sem hann hvetur fólk til að skrifa undir áskorun til matvæla- og forsætisráðherra um að stöðva veiðarnar. Um fjörtíu þúsund manns hafa nú líkað við færsluna og undirskriftirnar eru hátt í sjö þúsund. Þá hafa um fjórtán þúsund skrifað undir aðra sambærilega innlenda áskorun til ráðherra. View this post on Instagram A post shared by Jason Momoa (@prideofgypsies) Nokkur hiti var í nefndarmönnum og nýttu einhverjir tækifærið til að lýsa yfir andstöðu sinni gegn veiðunum. „Ég er raunverulega að reyna að átta mig á því af hverju yfirlýstur og sannreyndur náttúruverndarsinni og dýraverndunarsinni hefur einfaldlega ekki stigið niður fæti og stoppað þetta,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, og spurði ráðherra hvort það væri unnt að takmarka hvalveiðarnar í sumar fyrst ekki væri hægt að stöðva þær. Svandís sagði það til skoðunar. „Við erum að skoða þetta allt, við erum að skoða þetta allt í heild og við þurfum að gæta vel að hverju skrefi.“
Hvalveiðar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýraheilbrigði Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira