Innlent

Þjófurinn tróð tveimur nauta­lundum í buxur sínar

Jakob Bjarnar skrifar
Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast það sem af er viku. Hún handtók meintan þjóf og við leit fundust tvær nautalundir í buxnaskálm viðkomandi. (Þessi tiltekna tengist þeim viðburði ekki.)
Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast það sem af er viku. Hún handtók meintan þjóf og við leit fundust tvær nautalundir í buxnaskálm viðkomandi. (Þessi tiltekna tengist þeim viðburði ekki.) vísir/vilhelm

Samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var þjófur nokkur gripinn glóðvolgur en sá virðist hafa ætlað að gera sér glaðan dag og elda dýrindis nautasteik.

Tilkynnt var um meintan þjóf sem reyndi að stela úr kjörbúð í hverfi 108 sem eru Múlar og Skeifan. Þjófurinn var gripinn og við leit fundust tvær nautalundir í buxnaskálm hans.

Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast það sem af er viku. Tilkynnt var um einstakling sem var með ætlað þýfi undir höndum í hverfi 105. Þá var tilkynnt um líkamsárás í miðborginni en þar hafi einn lamið annan í andlitið. Málið er í rannsókn.

Þá rauk vindurinn upp skömmu fyrir hádegið og þá var ekki að sökum að spyrja; trampólín á Álftanesi fóru að fjúka um nesið að sögn lögreglu, og eflaust víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×