Innlent

Stærðarinnar tré féll á Tjarnargötu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Tjarnargata er lokuð í bili.
Tjarnargata er lokuð í bili. Lási

Tré féll á Tjarnargötu um klukkan fimm í dag og lokaði götunni tímabundið. 

Vísi bárust eftirfarandi myndir þar sem stærðarinnar birkitré hafði fallið á götuna.

Ökumönnum brá í brún.Lási

Jón Þór Víglundsson staðfestir í samtali við fréttastofu að engar björgunarsveitir hafi verið kallaðar út vegna tjóns í dag. 

„Það er allavega ekki komið á það stig. Maður vonast bara til þess að það komi ekki til þess, en það er ómögulegt að segja.“

Líklegt er að veðrið sé að ná hámarki þessa stundina. Gul viðvörun er enn í gildi á öllu landinu utan Austfjarða. Viðvörunin gildir til klukkan 18 á morgun, miðvikudag. Á suðvesturhorninu er 15-23 m/s, skúrir eða slydduél. Draga á úr vindi í nótt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×