Rúnar: Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. maí 2023 20:17 Rúnar Kárason átti flottan leik fyrir ÍBV í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV er komið í 2-0 í einvígi sínum gegn Haukum um Íslandsmeistaratitilinn eftir sigur í spennandi leik að Ásvöllum. Lokatölur 26-29. Rúnar Kárason, skytta ÍBV, átti frábæran leik og skoraði 11 mörk og gaf auk þess 3 stoðsendingar. Honum fannst þessi leikur hafa verið í betra jafnvægi en leikur eitt í einvíginu. „Hörku leikur allan tíma og hörku varnir. Lítið skorað framan af og við vorum í svolitlum vandræðum. Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla smá og það var þannig sem við náðum að keyra þessu yfir línuna,“ sagði Rúnar. „Mér fannst leikurinn allt öðruvísi og við miklu betur klárir. Við vorum staðir í fyrri leiknum en gerðum betur í þessum. Haukarnir eru með hörkulið, ótrúlega góða leikmenn og eru að berjast eins og ljón fyrir sínu. Það er bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru með yfirhöndina fyrst svo komum við til baka og okkur líður vel þannig. Við náðum að bæta jafnt og þétt í, við misstum þá einu sinni fram úr okkur og það tekur hellings orku fyrir þá og við náðum einhvern veginn að svara strax sem skilaði svo sigrinum,“ sagði Rúnar glaður í bragði. Rúnar átti töluvert betri leik í kvöld heldur en í Eyjum síðasta laugardag. „Ég var kannski full bráður í síðasta leik og lét leikinn svona frekar koma til mín í dag. Ég skaut líka t.d. nokkrum sinnum í Aron Rafn í síðasta leik þar sem hann þarf ekki að hafa neitt fyrir hlutunum. En í dag fór þetta bara í gegnum hann, þetta er einn af þessum dögum,“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. 23. maí 2023 20:54 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Rúnar Kárason, skytta ÍBV, átti frábæran leik og skoraði 11 mörk og gaf auk þess 3 stoðsendingar. Honum fannst þessi leikur hafa verið í betra jafnvægi en leikur eitt í einvíginu. „Hörku leikur allan tíma og hörku varnir. Lítið skorað framan af og við vorum í svolitlum vandræðum. Svo fór að ganga betur undir lok leiksins á meðan þeir héldu áfram að ströggla smá og það var þannig sem við náðum að keyra þessu yfir línuna,“ sagði Rúnar. „Mér fannst leikurinn allt öðruvísi og við miklu betur klárir. Við vorum staðir í fyrri leiknum en gerðum betur í þessum. Haukarnir eru með hörkulið, ótrúlega góða leikmenn og eru að berjast eins og ljón fyrir sínu. Það er bara mjög erfitt að spila á móti þeim. Þeir voru með yfirhöndina fyrst svo komum við til baka og okkur líður vel þannig. Við náðum að bæta jafnt og þétt í, við misstum þá einu sinni fram úr okkur og það tekur hellings orku fyrir þá og við náðum einhvern veginn að svara strax sem skilaði svo sigrinum,“ sagði Rúnar glaður í bragði. Rúnar átti töluvert betri leik í kvöld heldur en í Eyjum síðasta laugardag. „Ég var kannski full bráður í síðasta leik og lét leikinn svona frekar koma til mín í dag. Ég skaut líka t.d. nokkrum sinnum í Aron Rafn í síðasta leik þar sem hann þarf ekki að hafa neitt fyrir hlutunum. En í dag fór þetta bara í gegnum hann, þetta er einn af þessum dögum,“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. 23. maí 2023 20:54 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Sjá meira
Leik lokið: Haukar - ÍBV 26-29 | Haukar fara með bakið upp við vegg til Eyja Lið ÍBV er komið í kjörstöðu í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa unnið Hauka að Ásvöllum í kvöld, 26-29, og er því komið í 2-0 í einvíginu en vinna þarf þrjá leiki til að lyfta titlinum. 23. maí 2023 20:54
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða