Viðræður í höfn og Snorri stýrir strákunum okkar Sindri Sverrisson skrifar 24. maí 2023 08:01 Snorri Steinn Guðjónsson tekur við landsliðinu eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri með Val. VÍSIR/VILHELM Snorri Steinn Guðjónsson verður næsti landsliðsþjálfari Íslands í handbolta karla og heldur því um stjórnartaumana þegar strákarnir okkar spila á Evrópumótinu í Þýskalandi í janúar. Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira
Samningsviðræður á milli forráðamanna HSÍ og Snorra hafa tekið drjúgan tíma, og snurða virtist hlaupin á þráðinn um helgina. Nú er hins vegar allt frágengið, samkvæmt heimildum Vísis, og ljóst að Snorri verður kynntur sem nýr landsliðsþjálfari á næstunni, mögulega innan við hundrað dögum eftir að greint var frá brotthvarfi Guðmundar Guðmundssonar í febrúar. Eins og Vísir greindi fyrst frá stendur til að Arnór Atlason, fyrrverandi liðsfélagi Snorra til margra ára úr landsliðinu, verði aðstoðarþjálfari landsliðsins. Það mun þó hins vegar ekki vera í höfn enn þá. Arnór er núverandi aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21-landsliðs Danmerkur en hættir báðum störfum í sumar og tekur við sem aðalþjálfari TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Langt liðið frá fyrstu samskiptum Snorri var á meðal fyrstu manna sem að forráðamenn HSÍ ræddu óformlega við sem mögulega arftaka Guðmundar, í byrjun mars. Einnig var rætt óformlega við Dag Sigurðsson og Svíann Michael Apelgren, og gagnrýndi Dagur forráðamenn HSÍ harðlega fyrir slæleg vinnubrögð. Ekkert framhald varð á viðræðum við Snorra á meðan að HSÍ kannaði möguleikann á að fá erlendan þjálfara, þar sem Norðmaðurinn Christian Berge virðist hafa verið efstur á blaði. Hann hefur sagt tilboð HSÍ hafa verið freistandi en hafnaði því. Annar erlendur þjálfari sem orðaður var við landsliðsþjálfarastarfið, hinn danski Nicolej Krickau sem gert hefur mjög góða hluti hjá GOG, mun svo hafa hafnað Íslandi til að taka við þýska stórliðinu Flensburg. Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik.EPA/SRDJAN SUKI Annað freistandi starf losnaði fyrir Snorra Við það losnaði starf sem ljóst er að Snorri Steinn hafði mikinn áhuga á, og forráðamenn GOG voru fljótir að setja sig í samband við hann í síðustu viku. Íþróttastjóri GOG hefur staðfest viðræður við Snorra en nú er ljóst að hann tekur við landsliðinu. Snorri, sem er 41 árs gamall, sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Óskar í stað Snorra Við brotthvarf Snorra frá Val stendur til að Valsarinn mikli Óskar Bjarni Óskarsson taki við Valsliðinu. Óskar Bjarni hefur verið Snorra til aðstoðar síðustu ár og þjálfað fyrir Val í fjölmörg ár. Tveir synir Óskars hafa verið lykilmenn í liði Vals síðustu misseri, þeir Benedikt Gunnar og Arnór Snær. Arnór verður hins vegar ekki í liðinu á næstu leiktíð því hann hefur samið til tveggja ára við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen.
Valur Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Sjá meira