Innlent

Björgunar­sveitirnar lausar við út­köll í hvass­viðrinu

Atli Ísleifsson skrifar
Tré féll á Tjarnargötu í Reykjavík í hvassviðrinu í gær.
Tré féll á Tjarnargötu í Reykjavík í hvassviðrinu í gær. LÁSI

Engar tilkynningar hafa komið inn á borð björgarsveitanna vegna hvassviðrisins sem gekk á landið í gær.

Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við fréttastofu. 

„Nei, það hefur ekkert komið. Annað hvort er þetta minna í sniðum en búist var við eða þá að fólk hafi bundið niður lausamuni og verið vel undirbúið,“ segir Jón Þór.

Gular veðurviðvaranir tóku gildi á mest öllu landinu vegna suðvestan hvassvirðis eða storms í gær. Viðvaranirnar á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi eru í gildi til klukkan 15, Austurland að Glettingi til klukkan 14 og Miðhálendi til klukkan 18.

Veðurstofan hefur varað við snörpum vindhviðum við fjöll. Er ferðaveður víða sagt varasamt og fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum til að forðast tjón.


Tengdar fréttir

Dregur úr vindi í kvöld

Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt á landinu í dag, tíu til átján metrum á sekúndu en hægari um tíma á Norðurlandi. Víða verða skúrir eða slydduél en skýjað með köflum suðvestantil en birtir til þar er líður á daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×