Sport

Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá íslenska stuðningsfólkinu á HM í Svíþjóð í janúar.
Það var gaman hjá íslenska stuðningsfólkinu á HM í Svíþjóð í janúar. Vísir/Vilhelm

Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs.

Íslenska karlalandsliðið er komið með nýjan landsliðsþjálfara og á leiðinni á Evrópumótið í Þýskalandi í janúar næstkomandi.

Þýska handboltasambandið réði því að heimaleiki Íslands fara fram í München en það var ljóst fyrir dráttinn að Íslandi myndi spila þar.

Íslensku stuðningsmennirnir settu mikinn svip á HM í Svíþjóð fyrr á þessu ári og það þykir líklegt að mikill áhugi verð einnig á þessu móti.

Handknattleiksamband Íslands segir frá því á miðlum sínum í dag að miðasalan á leiki Íslands á EM 2024 í Þýskalandi sé hafin.

HSÍ sá um miðasöluna fyrir HM í Svíþjóð en að þessu sinni fer öll miðasala á mótið í gegnum mótshaldara án aðkomu HSÍ.

Tengill á miðasöluna má finna með því að smella hér.

Eingöngu verða seldir miðar á alla leiki riðilsins og eru þetta dagpassar á alla leiki þriðja riðils.

  • Leikir liðsins í riðlakeppninni eru eftirfarandi:
  • Föstudagur 12. janúar 2024: Ísland – Serbía
  • Sunnudagur 14. janúar 2024: Ísland – Svartfjallaland
  • Þriðjudagur 16. janúar 2024: Ísland – Ungverjaland



HSÍ segir einnig frá því að Icelandair, bakhjarl HSÍ, bjóði upp á dagleg flug beint til München og þar er fólki ráðlagt að það sé betra að bóka flugsætið fyrr en seinna því áhuginn á mótinu sé mikill.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×