Snorri Steinn kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 11:54 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Nú þegar sléttir 100 dagar eru liðnir síðan tilkynnt var að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur HSÍ boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan landsliðsþjálfara til leiks. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa samningar náðst um að Snorri Steinn Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Vals, verði næsti landsliðsþjálfari. Á fundinum í dag ætti svo að skýrast til hve langs tíma samningur Snorra við HSÍ er, og hverjir verða í þjálfarateymi hans. Samkvæmt upplýsingum Vísis verður Arnór Atlason, fyrrverandi samherji Snorra til margra ára úr landsliðinu, aðstoðarþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar sem hóf úrslitaeinvígið við GOG í gær, um danska meistaratitilinn. Hann er einnig þjálfari U21-landsliðs Dana. Lengi hefur legið fyrir að Arnór myndi hætta báðum störfum í sumar og taka við sem aðalþjálfari TTH Holstebro. Byrjar á krefjandi verkefni Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina. Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Ísland var í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn eftir árangur sinn á síðasta EM og sigur í sínum riðli í undankeppninni. Liðið lék undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, fyrrverandi aðstoðarmanna Guðmundar, í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Aðeins stýrt Val Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking og vann einnig brons með landsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri, sem er 41 árs gamall, hefur þjálfað karlalið Vals allan sinn þjálfaraferil. Hann sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Valdi landsliðið fram yfir GOG Viðræður á milli Snorra og HSÍ tóku langan tíma en fyrstu óformlegu viðræðurnar hófust snemma í mars. Langt hlé varð á viðræðum á meðan að forráðamenn HSÍ könnuðu möguleikann á að ráða erlendan þjálfara, hinn norska Christian Berge eða Danann Nicolej Krickau, en báðir höfnuðu því og í kjölfarið hófust formlegar viðræður á milli Snorra og HSÍ. Málið flæktist fyrir hálfum mánuði þegar danska félagið GOG setti sig í samband við Snorra, eftir að tilkynnt hafði verið að Krickau tæki við Flensburg, en Snorri valdi hins vegar íslenska landsliðið fram yfir sitt gamla félag í Danmörku. Blaðamannafundur HSÍ ætti að hefjast klukkan 13 í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Landslið karla í handbolta Valur Olís-deild karla HSÍ Tengdar fréttir Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21 Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04 Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32 Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43 Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa samningar náðst um að Snorri Steinn Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Vals, verði næsti landsliðsþjálfari. Á fundinum í dag ætti svo að skýrast til hve langs tíma samningur Snorra við HSÍ er, og hverjir verða í þjálfarateymi hans. Samkvæmt upplýsingum Vísis verður Arnór Atlason, fyrrverandi samherji Snorra til margra ára úr landsliðinu, aðstoðarþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar sem hóf úrslitaeinvígið við GOG í gær, um danska meistaratitilinn. Hann er einnig þjálfari U21-landsliðs Dana. Lengi hefur legið fyrir að Arnór myndi hætta báðum störfum í sumar og taka við sem aðalþjálfari TTH Holstebro. Byrjar á krefjandi verkefni Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina. Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Ísland var í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn eftir árangur sinn á síðasta EM og sigur í sínum riðli í undankeppninni. Liðið lék undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, fyrrverandi aðstoðarmanna Guðmundar, í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Aðeins stýrt Val Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking og vann einnig brons með landsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri, sem er 41 árs gamall, hefur þjálfað karlalið Vals allan sinn þjálfaraferil. Hann sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Valdi landsliðið fram yfir GOG Viðræður á milli Snorra og HSÍ tóku langan tíma en fyrstu óformlegu viðræðurnar hófust snemma í mars. Langt hlé varð á viðræðum á meðan að forráðamenn HSÍ könnuðu möguleikann á að ráða erlendan þjálfara, hinn norska Christian Berge eða Danann Nicolej Krickau, en báðir höfnuðu því og í kjölfarið hófust formlegar viðræður á milli Snorra og HSÍ. Málið flæktist fyrir hálfum mánuði þegar danska félagið GOG setti sig í samband við Snorra, eftir að tilkynnt hafði verið að Krickau tæki við Flensburg, en Snorri valdi hins vegar íslenska landsliðið fram yfir sitt gamla félag í Danmörku. Blaðamannafundur HSÍ ætti að hefjast klukkan 13 í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Landslið karla í handbolta Valur Olís-deild karla HSÍ Tengdar fréttir Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21 Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04 Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32 Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43 Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Sjá meira
Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21
Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04
Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00
GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05
Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32
Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43
Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00
Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44