Erlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Vaxtahækkun Peningastefnunefndar Seðlabankans verður áfram til umræðu í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Formaður Samtaka atvinnulífsins segir efnahagslífið á milli steins og sleggju hárra vaxta og mikillar verðbólgu. Markmið allra hljóti að vera að ná niður verðbólgu og vöxtum. 

Þá segjum við frá nýrri greiningu KPMG sem sýnir að tekjur hins opinbera frá eldra fólki séu mun meiri en kostnaður sem hlýst af sama hópi. Við ræðum einnig við félagsmálaráðherra um þetta mál. 

Bráðabirgðaákvæði um tollfrjálsan innflutning á vörum frá Úkraínu hefur ekki verið endurnýjað og rennur að óbreyttu út um mánaðarmótin. Samtök fyrirtækja í landbúnaði leggjast alfarið gegn því að ákvæðið verði endurnýjað en framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda finnst lítill bragur yfir slíkum málflutningi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×