Bergþóra hlaut Maístjörnuna fyrir Allt sem rennur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2023 12:39 Bergþóra með viðurkenningu sína í Þjóðarbókahlöðunni í gær. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur hlaut verðlaunin Maístjörnuna fyrir bók sína Allt sem rennur. Verðlaunin voru veitt í sjöunda sinn í gær. Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn veita verðlaunin. Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2022 sem skilað var í skylduskil til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Arnór Ingi Hjartarson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Emma Björk Hjálmarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins. Tilnefndar voru bækurnar: Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi: Benedikt Sjófuglinn eftir Egil Ólafsson. Útgefandi: Bjartur Urta eftir Gerði Kristnýju. Útgefandi: Mál og menning Máltaka á stríðstímum eftir Natöshu S. Útgefandi Una útgáfuhús Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur. Útgefandi: Mál og menning Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir: „Ljóðin sjálf virðast jafnvel gróf, hrjúf brot úr veruleikanum en mynda ægifagra heild sem knýja lesandann ekki einvörðungu til að líta veruleikann nýjum augum heldur sjálfan sig og þar að auki til að takast á við hvort tveggja. Þau eru áhrifamikil ein og sér, standa sem snöggar svipmyndir, svíðandi frásagnir, fagrar frummyndir sem mynda víðáttumikla heild. Skáldið nær hér einstöku sambandi við lesandann á kraftmikinn og uppljómandi hátt. Allt sem rennur er verk sem ber töfrum ljóðlistarinnar hrópandi vitni.“ Margverðlaunuð Bergþóra Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún er með bachelor gráðu í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands og meistarapróf í Hagnýtri menningarmiðlun frá sömu stofnun. Fyrsta ljóðabók hennar Daloon dagar kom út árið 2011. Árið 2017 gaf hún út ljóðabókina Flórída sem var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Maístjörnunnar. Skáldsagan Svínshöfuð kom svo út haustið 2019 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna auk þess að hljóta Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin fyrir bestu skáldsöguna. Síðast kom út ljóðsagan Allt sem rennur haustið 2022 hjá Benedikt bókaútgáfu. Brot úr bókum hennar hafa verið þýdd og birt í ýmsum bókum og tímaritum um allan heim. Auk þess að sinna ritstörfum hefur Bergþóra sett upp gjörninga í samstarfi við Rakel McMahon myndlistarkonu undir formerkjum Wunderkind Collective og hafa verk þeirra verið sýnd á hinum ýmsu hátíðum og listviðburðum á Íslandi og í Evrópu. Bergþóra býr og starfar í Reykjavík og er í sambúð með rithöfundinum Braga Páli Sigurðarsyni. Saman eiga þau börnin Úrsúlu og Eggert. Bók má á endanum loka Bergþóra flutti ræðu við athöfnina: „Kæru gestir, dómnefnd og aðstandendur Maístjörnunnar – ég stend hér auðmjúk, glöð, hrærð fyrir hönd þessa verks sem hlýtur hér í dag þessa fallegu viðurkenningu. Takk, takk, takk fyrir, vill bókin að ég skili til ykkar. Og takk segi ég sjálf. Takk fyrir að varpa ljósi á ljóðið, þetta flókna, lifandi, brothætta fyrirbæri sem ég held alltaf að hafi yfirgefið mig eða ég það, að leiðir okkar munu aldrei liggja aftur saman, að nú sé ég hætt, hætt að eilífu, eigi ekki eitt ljóð eftir, ekki örðu, ekki einu sinni eitt orð, en svo gerist eitthvað og á þeirri stundu er ekkert annað sem getur tekið við mér en ljóðið. Haustið 2022, rétt áður en þessi bók kom út, var ég stödd á viðburði í Iðnó þar sem úkraínski rithöfundurinn, Andrey Kurkov, var að lesa upp úr nýjustu bók sinni sem er í raun einskonar dagbók úr stríðinu. Hann hefur skrifað tugi skáldsagna og hefur lýst því að hann skrifi á hverjum degi, láti aldrei verk falla sér úr hendi, sama hvar hann er í heiminum. En eftir að stríðið hófst í Úkraínu, hætti Kurkov að geta skrifað. Gat hann ekki horfið inn í heim skáldsögunnar af því að allt hans í ytri heim var farið að riða til falls. Var of aðkallandi, mikilvægt, plássfrekt til að hleypa honum burt. Svo hann varð að yfirgefa skáldsöguna til að skrifa um það sem var að gerast í kringum hann, til að skrifa um eigið líf. Svona er komið fyrir öllum úkraínskum rithöfundum sem ég þekki, sagði Kurkov, þar sem hann stóð á sviðinu í Iðnó. Enginn getur skrifað. En öðru máli gegnir um úkraínsku ljóðskáldin. Þau skrifa meira en nokkru sinni! Allt í einu kviknaði á peru hjá mér. Ég hef sagt frá því áður að þessi bók, Allt sem rennur, hóf sitt ferðalag í byrjun síðasta árs í þyngsta og myrkasta skammdeginu þegar ég var að brasa við skáldsögu í mikilli uppgjöf og andleysi, allir í bókinni alltaf bara að hella upp á kaffi eða fara á kaffihús. En það sem fylgdi kannski ekki sögunni var að ég var sjálf vansvefta og töluvert tæp eftir að hafa eignast barn haustið 2019 sem glímdi við mikil og tíð veikindi, krafðist flókinnar umönnunar og svaf e k k i n e i t t. Þreytan og áhyggjurnar og að ganga í hringi á milli lækna og apóteka og barnaspítalans og heilsugæslunnar og einhverra fyrirtækja í úthverfum með nöfn sem byrja á pharma eða enda á pharma og taka myndir og googla og googla þar til blæðir úr augunum, þetta var allt, allt of frekt. Og sama hvað ég barðist um reyndist mér ógjörningur að hverfa inn í skáldsöguna eins og ég þurfti að gera. Svo ég byrjaði á einhverju öðru. Einhverju sem rann. Fyrsta ljóðabókin mín bar þann glæsilega titil: Litla bókin með nokkrum ómerkilegum ljóðum og kom út í einriti árið 1994, handskrifuð til móður minnar, en öll ljóðin mín voru til hennar á þeim tíma af því að hún var sú sem ég óttaðist ekkert meira en að missa, eins og flest börn kannski. Nú er það ég sem er móðir og óttast ekkert meira en að bregðast, mistakast, skemma. Þess vegna er ég á einn eða annan hátt alltaf að skrifa til barnanna minna (þó svo að ég voni líka einlægt að þau lesi aldrei neitt eftir mig). Og þökk sé skáldskapnum er ég betri móðir, ég er sannfærð um það. Af því að ég er búin að taka það hræðilegasta sem ég þori ekki að hugsa og er hræddust við og setja það inn í skáldskapinn þar sem það á heima. Af því að bók er á endanum alltaf bara bók. Henni má loka. Og í staðinn fæ ég að vera þakklát og ég verð að nota tækifærið og þakka börnunum mínum líka. Ég er þakklát fyrir að vera alltaf með hor í fötunum mínum. Þakklát fyrir að fá að hlæja með þeim og að þeim. Þakklát fyrir fingurna sem teygja sig í átt að mér. Þakklát fyrir að geta tekið við og tekið við og tekið við. Þakklát fyrir föstu flétturnar sem ég brasa við í hvert einasta skipti og poppið á gólfinu eftir helgar. Ég er meira að segja þakklát fyrir barna gervineglurnar sem birtast einhvern veginn alltaf aftur og út um allt og ég hafði ekki hugmynd um að væri einu sinni eitthvað thing hér áður fyrr. Þakklát fyrir börnin sem breyttu lífi mínu og ljóðið sem bjargar lífi mínu. Það voru 93 ljóðabækur sem komu út á síðasta ári. 93! Ólíkar bækur. Einstakar bækur. Allt dýrmætar bækur. Það eina sem ég get fullyrt er að engin þeirra spratt upp úr löngun til þess að verða ríkur. Ljóðabækur spretta upp úr einhverju öðru. Það væri verðugt verkefni að rannsaka hvort ljóðabókum fjölgi í heimsfaraldri? Í óðaverðbólgu? Þegar fleiri og fleiri öryrkjar þurfa að flytja á tjaldsvæði? Þegar flugvélar flytja flóttafólk úr landi á meðan flugvallastarfsmenn ruglast af sjálfsdáðum og beina kösturum að fréttafólki? Fjölgar ljóðabókum þegar ungt fólk deyr í hverri viku, margir í viku, úr sjúkdóm sem má ekki nefna? Þegar jöklarnir hverfa, lundarnir hverfa og laxarnir veikjast af peningasýki erlendra auðjöfra? Fjölgar ljóðabókum þegar ólétt hvalamóðir er skotin og ófætt fóstur hennar skorið út úr henni? Eftir situr að það er ljóðið sem við notum til að reyna að ná utan um raunveruleikann. Það er ljóðið sem við flýjum til þegar hugur okkar er of ókyrr, heimurinn of óstöðugur. Hvort heldur sem lesendur eða rithöfundar. Í dag er ytra lífið mildara við okkur fjölskylduna og þess vegna gat ég stungið mér á kaf í skáldsöguna. Og í dag af öllum dögum líður mér eins og nú sé ég hætt, hætt að eilífu, að ég muni aldrei nokkru sinni fá að skrifa ljóð framar, ekki örðu, ekki einu sinni eitt orð. Þangað til einn daginn. Þá kemur ljóðið til bjargar. Hver veit nema það verði í haust þegar vextirnir á óverðtryggða húsnæðisláninu mínu losna?“ Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru fyrir útgefna ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi sem og mikilvægi þess að ljóðabókum sé skilað í skylduskil til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og varðveitist þannig sem hluti af menningararfi þjóðarinnar. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. Frumkvæði að stofnun Maístjörnunnar átti Kári Tulinius, skáld og rithöfundur. Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira
Gjaldgengar voru allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2022 sem skilað var í skylduskil til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og fékk dómnefnd þær til umfjöllunar. Dómnefnd skipa Arnór Ingi Hjartarson fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Emma Björk Hjálmarsdóttir fyrir hönd Landsbókasafnsins. Tilnefndar voru bækurnar: Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur. Útgefandi: Benedikt Sjófuglinn eftir Egil Ólafsson. Útgefandi: Bjartur Urta eftir Gerði Kristnýju. Útgefandi: Mál og menning Máltaka á stríðstímum eftir Natöshu S. Útgefandi Una útgáfuhús Plómur eftir Sunnu Dís Másdóttur. Útgefandi: Mál og menning Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir: „Ljóðin sjálf virðast jafnvel gróf, hrjúf brot úr veruleikanum en mynda ægifagra heild sem knýja lesandann ekki einvörðungu til að líta veruleikann nýjum augum heldur sjálfan sig og þar að auki til að takast á við hvort tveggja. Þau eru áhrifamikil ein og sér, standa sem snöggar svipmyndir, svíðandi frásagnir, fagrar frummyndir sem mynda víðáttumikla heild. Skáldið nær hér einstöku sambandi við lesandann á kraftmikinn og uppljómandi hátt. Allt sem rennur er verk sem ber töfrum ljóðlistarinnar hrópandi vitni.“ Margverðlaunuð Bergþóra Bergþóra Snæbjörnsdóttir er fædd árið 1985 og ólst upp á Úlfljótsvatni í Grafningi. Hún er með bachelor gráðu í sálfræði og ritlist frá Háskóla Íslands og meistarapróf í Hagnýtri menningarmiðlun frá sömu stofnun. Fyrsta ljóðabók hennar Daloon dagar kom út árið 2011. Árið 2017 gaf hún út ljóðabókina Flórída sem var m.a. tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Maístjörnunnar. Skáldsagan Svínshöfuð kom svo út haustið 2019 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna auk þess að hljóta Fjöruverðlaunin og Bóksalaverðlaunin fyrir bestu skáldsöguna. Síðast kom út ljóðsagan Allt sem rennur haustið 2022 hjá Benedikt bókaútgáfu. Brot úr bókum hennar hafa verið þýdd og birt í ýmsum bókum og tímaritum um allan heim. Auk þess að sinna ritstörfum hefur Bergþóra sett upp gjörninga í samstarfi við Rakel McMahon myndlistarkonu undir formerkjum Wunderkind Collective og hafa verk þeirra verið sýnd á hinum ýmsu hátíðum og listviðburðum á Íslandi og í Evrópu. Bergþóra býr og starfar í Reykjavík og er í sambúð með rithöfundinum Braga Páli Sigurðarsyni. Saman eiga þau börnin Úrsúlu og Eggert. Bók má á endanum loka Bergþóra flutti ræðu við athöfnina: „Kæru gestir, dómnefnd og aðstandendur Maístjörnunnar – ég stend hér auðmjúk, glöð, hrærð fyrir hönd þessa verks sem hlýtur hér í dag þessa fallegu viðurkenningu. Takk, takk, takk fyrir, vill bókin að ég skili til ykkar. Og takk segi ég sjálf. Takk fyrir að varpa ljósi á ljóðið, þetta flókna, lifandi, brothætta fyrirbæri sem ég held alltaf að hafi yfirgefið mig eða ég það, að leiðir okkar munu aldrei liggja aftur saman, að nú sé ég hætt, hætt að eilífu, eigi ekki eitt ljóð eftir, ekki örðu, ekki einu sinni eitt orð, en svo gerist eitthvað og á þeirri stundu er ekkert annað sem getur tekið við mér en ljóðið. Haustið 2022, rétt áður en þessi bók kom út, var ég stödd á viðburði í Iðnó þar sem úkraínski rithöfundurinn, Andrey Kurkov, var að lesa upp úr nýjustu bók sinni sem er í raun einskonar dagbók úr stríðinu. Hann hefur skrifað tugi skáldsagna og hefur lýst því að hann skrifi á hverjum degi, láti aldrei verk falla sér úr hendi, sama hvar hann er í heiminum. En eftir að stríðið hófst í Úkraínu, hætti Kurkov að geta skrifað. Gat hann ekki horfið inn í heim skáldsögunnar af því að allt hans í ytri heim var farið að riða til falls. Var of aðkallandi, mikilvægt, plássfrekt til að hleypa honum burt. Svo hann varð að yfirgefa skáldsöguna til að skrifa um það sem var að gerast í kringum hann, til að skrifa um eigið líf. Svona er komið fyrir öllum úkraínskum rithöfundum sem ég þekki, sagði Kurkov, þar sem hann stóð á sviðinu í Iðnó. Enginn getur skrifað. En öðru máli gegnir um úkraínsku ljóðskáldin. Þau skrifa meira en nokkru sinni! Allt í einu kviknaði á peru hjá mér. Ég hef sagt frá því áður að þessi bók, Allt sem rennur, hóf sitt ferðalag í byrjun síðasta árs í þyngsta og myrkasta skammdeginu þegar ég var að brasa við skáldsögu í mikilli uppgjöf og andleysi, allir í bókinni alltaf bara að hella upp á kaffi eða fara á kaffihús. En það sem fylgdi kannski ekki sögunni var að ég var sjálf vansvefta og töluvert tæp eftir að hafa eignast barn haustið 2019 sem glímdi við mikil og tíð veikindi, krafðist flókinnar umönnunar og svaf e k k i n e i t t. Þreytan og áhyggjurnar og að ganga í hringi á milli lækna og apóteka og barnaspítalans og heilsugæslunnar og einhverra fyrirtækja í úthverfum með nöfn sem byrja á pharma eða enda á pharma og taka myndir og googla og googla þar til blæðir úr augunum, þetta var allt, allt of frekt. Og sama hvað ég barðist um reyndist mér ógjörningur að hverfa inn í skáldsöguna eins og ég þurfti að gera. Svo ég byrjaði á einhverju öðru. Einhverju sem rann. Fyrsta ljóðabókin mín bar þann glæsilega titil: Litla bókin með nokkrum ómerkilegum ljóðum og kom út í einriti árið 1994, handskrifuð til móður minnar, en öll ljóðin mín voru til hennar á þeim tíma af því að hún var sú sem ég óttaðist ekkert meira en að missa, eins og flest börn kannski. Nú er það ég sem er móðir og óttast ekkert meira en að bregðast, mistakast, skemma. Þess vegna er ég á einn eða annan hátt alltaf að skrifa til barnanna minna (þó svo að ég voni líka einlægt að þau lesi aldrei neitt eftir mig). Og þökk sé skáldskapnum er ég betri móðir, ég er sannfærð um það. Af því að ég er búin að taka það hræðilegasta sem ég þori ekki að hugsa og er hræddust við og setja það inn í skáldskapinn þar sem það á heima. Af því að bók er á endanum alltaf bara bók. Henni má loka. Og í staðinn fæ ég að vera þakklát og ég verð að nota tækifærið og þakka börnunum mínum líka. Ég er þakklát fyrir að vera alltaf með hor í fötunum mínum. Þakklát fyrir að fá að hlæja með þeim og að þeim. Þakklát fyrir fingurna sem teygja sig í átt að mér. Þakklát fyrir að geta tekið við og tekið við og tekið við. Þakklát fyrir föstu flétturnar sem ég brasa við í hvert einasta skipti og poppið á gólfinu eftir helgar. Ég er meira að segja þakklát fyrir barna gervineglurnar sem birtast einhvern veginn alltaf aftur og út um allt og ég hafði ekki hugmynd um að væri einu sinni eitthvað thing hér áður fyrr. Þakklát fyrir börnin sem breyttu lífi mínu og ljóðið sem bjargar lífi mínu. Það voru 93 ljóðabækur sem komu út á síðasta ári. 93! Ólíkar bækur. Einstakar bækur. Allt dýrmætar bækur. Það eina sem ég get fullyrt er að engin þeirra spratt upp úr löngun til þess að verða ríkur. Ljóðabækur spretta upp úr einhverju öðru. Það væri verðugt verkefni að rannsaka hvort ljóðabókum fjölgi í heimsfaraldri? Í óðaverðbólgu? Þegar fleiri og fleiri öryrkjar þurfa að flytja á tjaldsvæði? Þegar flugvélar flytja flóttafólk úr landi á meðan flugvallastarfsmenn ruglast af sjálfsdáðum og beina kösturum að fréttafólki? Fjölgar ljóðabókum þegar ungt fólk deyr í hverri viku, margir í viku, úr sjúkdóm sem má ekki nefna? Þegar jöklarnir hverfa, lundarnir hverfa og laxarnir veikjast af peningasýki erlendra auðjöfra? Fjölgar ljóðabókum þegar ólétt hvalamóðir er skotin og ófætt fóstur hennar skorið út úr henni? Eftir situr að það er ljóðið sem við notum til að reyna að ná utan um raunveruleikann. Það er ljóðið sem við flýjum til þegar hugur okkar er of ókyrr, heimurinn of óstöðugur. Hvort heldur sem lesendur eða rithöfundar. Í dag er ytra lífið mildara við okkur fjölskylduna og þess vegna gat ég stungið mér á kaf í skáldsöguna. Og í dag af öllum dögum líður mér eins og nú sé ég hætt, hætt að eilífu, að ég muni aldrei nokkru sinni fá að skrifa ljóð framar, ekki örðu, ekki einu sinni eitt orð. Þangað til einn daginn. Þá kemur ljóðið til bjargar. Hver veit nema það verði í haust þegar vextirnir á óverðtryggða húsnæðisláninu mínu losna?“ Maístjarnan er einu verðlaun á Íslandi sem veitt eru fyrir útgefna ljóðabók. Verðlaununum er ætlað að vekja sérstaka athygli á blómlegri ljóðabókaútgáfu á Íslandi sem og mikilvægi þess að ljóðabókum sé skilað í skylduskil til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og varðveitist þannig sem hluti af menningararfi þjóðarinnar. Verðlaunafé er 350 þúsund krónur. Frumkvæði að stofnun Maístjörnunnar átti Kári Tulinius, skáld og rithöfundur.
Bókmenntir Ljóðlist Mest lesið Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Lífið Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Lífið Teri Garr látin Lífið Héldu skírnarveislu á Hótel Borg Lífið Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Lífið Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Lífið Bündchen 44 ára og ólétt Lífið Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Lífið Fleiri fréttir „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Skálda opnar: „Kannski ekki margir nógu vitlausir til að framkvæma þessa hugmynd“ Össur Geirsson er heiðurslistamaður Kópavogs 2024 Margmenni í sköpunargleði og stuði á safninu Ólafur Elíasson tekur yfir Piccadilly Circus og Times Square Opna fyrstu umboðsstofuna í eigu leikara Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Bein útsending: Salman Rushdie hlýtur verðlaun Halldórs Laxness Bong Joon Ho verður stafrænn heiðursgestur á RIFF Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Ráðinn markaðs- og kynningarstjóri Tónlistarmiðstöðvar Verk Arnhildar og félaga valið framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum í arkitektúr Lyfjameðferð við meðvirkni: „Æ, ég væri bara til í að taka eina töflu“ „Mann- og listfjandsamleg þvæla“ Sjá meira