Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Tinna Borg Arnfinnsdóttir skrifar 25. maí 2023 13:01 Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Viðreisn Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru töffarar, Íslenski víkingurinn og harðjaxlinn, íslenska konan sem ber harm sinn í hljóði og fórnar sér fyrir fólkið sitt. Þarf þetta í alvöru að vera svona? Þarf maður alltaf að fara allt á hnefanum og klappa sér svo á bakið fyrir það hvað maður er duglegur og harður af sér að standa í lappirnar lægð eftir lægð hvort sem hún kemur fram í veðri eða efnahag. Mig langar ekki að bjóða börnunum mínum uppá þetta. Enginn virðist geta tekið ákvarðanir sem fyrirbyggja endalausar sveiflur í efnahagslífinu okkar, við búum annarsvegar við svo mikið góðæri að nú erum við sko búin að mastera þetta og hins vegar við svo mikla óvissu, verðbólgu, ofurvexti og ólgu að allt fer á hliðina. Ég er 34 ára og hef lifað í gegnum hrun og núna sé ég ekki stefna í neitt annað fyrir íslenskan almenning. Tvisvar á 15 árum þar sem fjölskyldur í landinu standa frammi fyrir því að missa heimilin sín, þetta er ekki í lagi. Jú, ég var 19 ára í hruninu en ég var flutt að heiman, byrjuð að leigja og með myntkörfu bílalán svo ég fann fyrir hruninu á eigin skinni, en slapp þó mun betur en þeir sem komnir voru lengra af stað inn í lífið. Það breytir því ekki að ég nenni þessu ekki! Ég nenni ekki að þurfa að stíga ölduna á 15 ára fresti og tímasetja mig fullkomlega með því að rýna í „veðurspá“ markaðarins með tilliti til þess hvort ég eigi að endurfjármagna núna, festa vexti núna, greina markaðinn á þann hátt sem markaðurinn getur ekki einu sinni greint sig sjálfur. Óneitanlega er það alltaf þannig að maður á að kynna sér markaðsaðstæður og taka upplýsta ákvörðun þegar verið er að taka stórar ákvarðanir. Það er hins vegar ekkert að marka þessar svokölluðu upplýstu ákvarðanir sem íslenskir neytendur taka. Hvenær á að festa vextina á láninu sínu? Við vitum það ekki fyrr en allt of seint hvort við festum vexti á réttum tíma, refsingin okkar er síðan ekki „ahh aukinn vaxtakostnaður við hefðum getað sparað okkur“ heldur fullkominn forsendu brestur og meiri háttar endurfjármögnun sem felst þá helst í því að lengja lán um tugi ára og jafnvel breyta þeim úr óverðtryggðum í verðtryggð og treysta þá á að verðbólgan næstu 40 ár haldist þó allavega stöðugri en vaxtaprósentan og vona að við náum að rétta okkur af fyrir næsta skell. Langar mig að bjóða börnunum mínum uppá þetta? Nei! Mig langar það ekki – Ég kæri mig ekki um það að borga samviskusamlega af láninu mínu mánuð eftir mánuð, vitandi það að forsendur markaðarins geti breytt öllum mínum persónulegu fjármálunum í einni svipan og borga þannig fyrir hagkerfi sem helst ekki stöðugt í meira en 5 mínútur. Á þessum tímapunkti þarf að stíga niður fæti og fara í gagngera endurskoðun á því hvað við teljum eðlilegar sveiflur hagkerfis, og hætta að klappa okkur á bakið fyrir hvað við erum dugleg að lifa í þessu landi við þessar aðstæður. Að öðrum kosti mun ungt fólk ekki láta bjóða sér þetta mikið lengur og fólksflótti frá landinu verður mikill, sennilega meiri en í hruninu og fólk ólíklegra til að snúa til baka. Rannsóknir hafa sýnt að ný kynslóð er ekki jafn helguð starfinu sínu eða uppáhalds vörumerkinu sínu, meiri kröfur eru gerðar til vinnuveitenda til að halda fólki í starfi og vörumerki geta tapað fylgjendum yfir nótt hafi þau sín mál ekki á hreinu. Landið okkar er ekki undanskilið þessu lögmáli, af hverju ætti ungt fólk að láta bjóða sér uppá þetta?Fyrir mína parta spyr ég sjálfa mig oft þessarar spurningar, og listinn yfir kostina minnkar í hvert skipti. Höfundur er formaður Viðreisnar í Garðabæ.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun