Taka stikkprufur á meðan ný lausn sannar gildi sitt í Bónus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. maí 2023 13:52 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus sem hefur farið í gegnum ýmsar breytingar undanfarin misseri. Sú stærsta og umdeildasta líklega sú þegar Bónus grísinn tók breytingum. Viðskiptavinir Bónus á Smáratorgi geta nú gripið sér skanna við inngang verslana og skannað vörur beint ofan í poka á leið sinni um verslunina. Nýja sjálfsafgreiðslulausnin heitir Gripið og greitt eins og samnefnd verslun sem lagði upp laupana snemma á öldinni. Helsti samkeppnisaðilinn Krónan hefur í hálft annað ár boðið upp á svipaða lausn þar sem viðskiptavinir geta skannað vörur með notkun apps. „Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þetta sé ein stærsta innleiðing sem Bónus hafi ráðist í. „Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun,“ segir Guðmundur. Viðskiptavinir verða sér út um sérstakt vildarkort í nýju Bónus appi og fær úthlutað skanna. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Hjá Krónunni er því öfugt farið þar sem greitt er fyrir fjölda. Viðskiptavinir Bónus sem nýta lausnina fara að lokum á sérstakt greiðslusvæði til að ganga frá greiðslu. Lausnin byggi á trausti milli Bónus og viðskiptavinar, segir Guðmundur, en þó sé fylgt með fólki til öryggis og teknar stikkprufur. „Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“ Í appinu eiga viðskiptavinir að geta séð vöruframboð, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt. Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16 Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
„Þessi lausn á ekki að leysa aðrar afgreiðslulausnir af hólmi, heldur er um að ræða nýja þjónustuleið fyrir viðskiptavini okkar sem kjósa að afgreiða sig sjálfir. Það er mikið hagræði í því fyrir viðskiptavininn að þurfa ekki að meðhöndla sömu vöruna mörgum sinnum heldur skanna beint í pokann – handtökunum fækkar því til muna“, segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, í tilkynningu. Þetta sé ein stærsta innleiðing sem Bónus hafi ráðist í. „Við byrjum í áföngum, prófum þetta fyrst á Smáratorgi og svo detta búðirnar inn ein af annarri næstu mánuði ef viðskiptavinir taka vel í þetta. Þessi lausn þekkist víða í Evrópu og hefur gefið góða raun,“ segir Guðmundur. Viðskiptavinir verða sér út um sérstakt vildarkort í nýju Bónus appi og fær úthlutað skanna. Í grænmetis- og ávaxtakæli er sérstök snjallvog þar sem vörur eru vigtaðar og viðskiptavinir greiða eftir þyngd en ekki fjölda. Hjá Krónunni er því öfugt farið þar sem greitt er fyrir fjölda. Viðskiptavinir Bónus sem nýta lausnina fara að lokum á sérstakt greiðslusvæði til að ganga frá greiðslu. Lausnin byggi á trausti milli Bónus og viðskiptavinar, segir Guðmundur, en þó sé fylgt með fólki til öryggis og teknar stikkprufur. „Viðskiptavinir geta átt von á því að starfsmaður framkvæmi svokallað þjónustueftirlit þar sem innkaup eru skoðuð að hluta eða í heild á greiðslusvæði. Þjónustueftirlitið á ekki að vera íþyngjandi fyrir viðskiptavini okkar og bara eðlilegur hluti af ferlinu, en afar mikilvægt til að tryggja að lausnin virki eins og hún á að gera.“ Í appinu eiga viðskiptavinir að geta séð vöruframboð, búið til innkaupalista sem hægt er að deila með vinum og vandamönnum og séð greiðslusögu sína á einfaldan hátt.
Matvöruverslun Verslun Tengdar fréttir Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16 Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35 Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46 Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Fleiri fréttir Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Sjá meira
Opin allan sólarhringinn og enginn á vaktinni Fyrsta alsjálfvirka hverfisverslun landsins var opnuð í Garðabæ í morgun. Verslunin verður opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Framkvæmdastjóri segir opnunina marka upprisu gömlu hverfisverslananna. 20. júlí 2022 19:16
Tveir nýir forstöðumenn hjá Krónunni Bjarni Friðrik Jóhannesson og Jón Ingi Einarsson hafa verið ráðnir í stöður forstöðumanna hjá Krónunni. 29. apríl 2022 09:35
Bónus lengir opnunartíma og gefur grísnum yfirhalningu Matvörurisinn Bónus hefur gert breytingar á útliti Bónusgríssins og þeirri leturgerð sem notast er við í firmamerki verslananna. Breytingarnar eru gerðar samhliða lengingu á opnunartíma verslana sem taka gildi í dag sem felur meðal annars í sér að sjö Bónusverslanir verða framvegis opnar til klukkan átta á kvöldin. 12. nóvember 2021 09:46