Vaxtahækkanir og verðbólga í boði verkalýðshreyfingarinnar Þorsteinn Víglundsson skrifar 25. maí 2023 14:01 Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið. Meginvextir bankans eru nú 8,75% og hafa ekki verið hærri í rúman áratug. Áhrif þessara vaxtahækkana eru miklar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki hvað síst fyrir ungt fólk með há húsnæðislán sem tekin voru við umtalsvert lægra vaxtastig. Vandi þeirra er hins vegar ekki á ábyrgð Seðlabankans heldur einmitt þeirra sömu og hæst láta nú í umræðunni, þ.e. forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness gerir Seðlabankann að blóraböggli í skrifum á fésbókarsíðu sinni í gær. Furðar hann sig á því hverju sæti að vextir séu svo miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar og birti meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings. Vilhjálmur hefði mögulega getað fundið svarið við þeirri spurningu í meðfylgjandi mynd úr nýjasta hefti Peningamála. Þar kemur fram að raunlaun hafa hækkað hér á landi um meira en 8% á síðustu fjórum árum, á sama tíma og raunlaun helstu samanburðarríkja hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Á Norðurlöndunum hafa raunlaun t.d. lækkað lítillega. Þar hefur þó mælst framleiðnivöxtur á sama tíma og framleiðni hér hefur staðið í stað. Þar liggur einmitt kjarni vanda okkar. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt þýða einfaldlega verðbólgu. Þær miklu launahækkanir sem hér hafa orðið síðustu fjögur ár skýra því þann verðbólguvanda sem við erum að glíma við að stærstum hluta. Seðlabankinn hefur ítrekað bent á áhrif mikilla launahækkana hér á landi á verðbólgu og vaxtastig en talað þar fyrir daufum eyrum. Vinnumarkaðurinn veldur stöðugleika Norðurlandanna og óstöðugleika Íslands Þetta er ekki nýtt vandamál. Við höfum verið að glíma við sama vanda undanfarna áratugi. Verðbólguþróun undangenginna áratuga hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum skýrist af launahækkunum umfram framleiðnivöxt, líkt og hagfræðin segir okkur að megi vænta. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Þetta rímar vel við veruleika okkar og hinna Norðurlandanna eins og sjá má á eftirfarandi: Á Íslandi hafa laun hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttaraukning 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri, líkt og búast má við þegar laun eru til lengri tíma hækkuð langt umfram launahækkanir samanburðarlanda. Hóflegar launahækkanir á hinum Norðurlöndunum undanfarna þrjá áratugi skýra því efnahagslegan stöðugleika þeirra, lága verðbólgu og ekki síst það lága vaxtastig sem við öfundum þau af. Að sama skapi skýrar miklar launahækkanir hér á landi viðvarandi verðbólguvanda okkar, hátt vaxtastig og óstöðugt gengi. Vanhæfni íslenskrar verkalýðsforystu og meðvirkni fjölmiðla Ofangreindar staðreyndir er vel þekktar og í samræmi við þann veruleika sem þáverandi forystufólk verkalýðshreyfinga á Íslandi sem og hinum Norðurlöndunum kynntust af eigin raun í óðaverðbólgu áttunda og níunda áratugar síðust aldar. Á hinum Norðurlöndunum leiddi sú reynsla til endurskoðunar á vinnumarkaðslíkani þeirra sem hefur skilað þeim mun meiri efnahagslegum stöðugleika allar götur síðan. Á Íslandi leiddi þessi reynsla til Þjóðarsáttarsamninganna sem skiluðu okkur tímabundið miklum árangri. Engin markverð breyting varð þó á vinnumarkaðslíkani okkar og fyrir vikið hefur aldrei tekist að kveða hinn þráláta verðbólgudraug alveg niður. Verðbólga hér á landi hefur fyrir vikið verið mun hærri og þrálátari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Síendurtekin afneitun nýrrar forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessum einföldu staðreyndum sýnir einfaldlega vanhæfni hennar til þeirra starfa sem þau hafa boðið sig fram til. Hvergi annars staðar á Norðurlöndunum sjáum við verkalýðsforystuna haga sér með jafn óábyrgum hætti. Það sem er hins vegar enn merkilegra er viðvarandi meðvirkni íslenskra fjölmiðla með þessu ástandi. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur árum saman fengið að halda því fram gagnrýnislaust í íslenskum fjölmiðlum að launahækkanir hér á landi valdi ekki verðbólgu. Þrátt fyrir síendurtekin varnaðarorð Seðlabanka og fjölmargra annarra um hið gagnstæða. Þrátt fyrir að slík vinnubrögð fyrirfinnist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það hversu auðvelt er að sýna fram á að slíkar fullyrðingar eru án allrar innistæðu. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa ríka samúð með hinum efnaminni sem verða harðast úti í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Sá veruleiki er hins vegar fyrst og fremst á ábyrgð séríslenskra vinnubragða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Það er löngu tímabært að spyrja hvers vegna þau eru andsnúin öllum tilraunum til að breyta þessari vitleysu. Höfundur er forstjóri í íslensku atvinnulífi, fyrrum þingmaður og ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Viðbrögð við mikilli vaxtahækkun Seðlabankans í gær voru æði kunnugleg. Forysta verkalýðshreyfingarinnar sakaði bankann um að rústa íslenskum heimilum og sagði komandi kjarasamninga í algjöru uppnámi. Þar er um endurtekið efni að ræða frá þeim 12 vaxtahækkunum Seðlabanka sem á undan hafa komið. Meginvextir bankans eru nú 8,75% og hafa ekki verið hærri í rúman áratug. Áhrif þessara vaxtahækkana eru miklar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, ekki hvað síst fyrir ungt fólk með há húsnæðislán sem tekin voru við umtalsvert lægra vaxtastig. Vandi þeirra er hins vegar ekki á ábyrgð Seðlabankans heldur einmitt þeirra sömu og hæst láta nú í umræðunni, þ.e. forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar. Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness gerir Seðlabankann að blóraböggli í skrifum á fésbókarsíðu sinni í gær. Furðar hann sig á því hverju sæti að vextir séu svo miklu hærri hér á landi en í nágrannalöndum okkar og birti meðfylgjandi mynd máli sínu til stuðnings. Vilhjálmur hefði mögulega getað fundið svarið við þeirri spurningu í meðfylgjandi mynd úr nýjasta hefti Peningamála. Þar kemur fram að raunlaun hafa hækkað hér á landi um meira en 8% á síðustu fjórum árum, á sama tíma og raunlaun helstu samanburðarríkja hafa ýmist staðið í stað eða lækkað. Á Norðurlöndunum hafa raunlaun t.d. lækkað lítillega. Þar hefur þó mælst framleiðnivöxtur á sama tíma og framleiðni hér hefur staðið í stað. Þar liggur einmitt kjarni vanda okkar. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt þýða einfaldlega verðbólgu. Þær miklu launahækkanir sem hér hafa orðið síðustu fjögur ár skýra því þann verðbólguvanda sem við erum að glíma við að stærstum hluta. Seðlabankinn hefur ítrekað bent á áhrif mikilla launahækkana hér á landi á verðbólgu og vaxtastig en talað þar fyrir daufum eyrum. Vinnumarkaðurinn veldur stöðugleika Norðurlandanna og óstöðugleika Íslands Þetta er ekki nýtt vandamál. Við höfum verið að glíma við sama vanda undanfarna áratugi. Verðbólguþróun undangenginna áratuga hér á landi sem og á hinum Norðurlöndunum skýrist af launahækkunum umfram framleiðnivöxt, líkt og hagfræðin segir okkur að megi vænta. Svigrúm til launahækkana er samkvæmt hagfræðinni eftirfarandi: Launahækkanir umfram framleiðniaukningu jafngilda verðbólgu. Með öðrum orðum kaupmáttaraukning verður aldrei meiri en framleiðniaukning til lengri tíma litið, óháð því hversu miklar launahækkanirnar eru. Sé verðbólga hærri til lengri tíma en í helstu samanburðarríkjum leiðir það annað tveggja til veikingar á gengi eða mikils atvinnuleysis ef gengið getur ekki fallið. Þetta rímar vel við veruleika okkar og hinna Norðurlandanna eins og sjá má á eftirfarandi: Á Íslandi hafa laun hækkað um 6,5% að meðaltali á ári frá 1991. Á sama tíma hefur verðbólga að jafnaði mælst 4,3%, framleiðniaukning 2% og kaupmáttaraukning 2,2%. Á hinum Norðurlöndunum hafa laun hækkað að meðaltali um 3,5%. Verðbólga hefur verið rúm 2% að meðaltali, kaupmáttaraukning 1,5% og framleiðniaukning 1,6%. Gengi krónunnar hefur helmingast á þessum tíma á sama tíma og gjaldmiðlar hinna Norðurlandanna hafa verið umtalsvert stöðugri, líkt og búast má við þegar laun eru til lengri tíma hækkuð langt umfram launahækkanir samanburðarlanda. Hóflegar launahækkanir á hinum Norðurlöndunum undanfarna þrjá áratugi skýra því efnahagslegan stöðugleika þeirra, lága verðbólgu og ekki síst það lága vaxtastig sem við öfundum þau af. Að sama skapi skýrar miklar launahækkanir hér á landi viðvarandi verðbólguvanda okkar, hátt vaxtastig og óstöðugt gengi. Vanhæfni íslenskrar verkalýðsforystu og meðvirkni fjölmiðla Ofangreindar staðreyndir er vel þekktar og í samræmi við þann veruleika sem þáverandi forystufólk verkalýðshreyfinga á Íslandi sem og hinum Norðurlöndunum kynntust af eigin raun í óðaverðbólgu áttunda og níunda áratugar síðust aldar. Á hinum Norðurlöndunum leiddi sú reynsla til endurskoðunar á vinnumarkaðslíkani þeirra sem hefur skilað þeim mun meiri efnahagslegum stöðugleika allar götur síðan. Á Íslandi leiddi þessi reynsla til Þjóðarsáttarsamninganna sem skiluðu okkur tímabundið miklum árangri. Engin markverð breyting varð þó á vinnumarkaðslíkani okkar og fyrir vikið hefur aldrei tekist að kveða hinn þráláta verðbólgudraug alveg niður. Verðbólga hér á landi hefur fyrir vikið verið mun hærri og þrálátari hér á landi en í nágrannalöndum okkar. Verðbólga hér á landi hefur að meðaltali verið rúmlega tvisvar sinnum hærri en á Norðurlöndunum síðastliðin 30 ár. Samanburður við evrusvæðið gefur sömu niðurstöðu (OECD). Stýrivextir hafa að meðaltali verið tæp 7% hér á landi síðastliðin 25 ár samanborið við 1,5% á evrusvæðinu og 2,1% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum (HI). Frá 1998 hefur gengi krónunnar helmingast gagnvart dollar, evru og danskri krónu. Veiking gagnvart norskri og sænskri krónu á sama tíma er litlu minni eða um 60%. Á sama tíma erum við ókrýndir Norðurlandameistarar í launahækkunum með árlegar launahækkanir að meðaltali um 6,5% samanborið við um 3,5% að meðaltali á hinum Norðurlöndunum. Síendurtekin afneitun nýrrar forystu íslenskrar verkalýðshreyfingar á þessum einföldu staðreyndum sýnir einfaldlega vanhæfni hennar til þeirra starfa sem þau hafa boðið sig fram til. Hvergi annars staðar á Norðurlöndunum sjáum við verkalýðsforystuna haga sér með jafn óábyrgum hætti. Það sem er hins vegar enn merkilegra er viðvarandi meðvirkni íslenskra fjölmiðla með þessu ástandi. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar hefur árum saman fengið að halda því fram gagnrýnislaust í íslenskum fjölmiðlum að launahækkanir hér á landi valdi ekki verðbólgu. Þrátt fyrir síendurtekin varnaðarorð Seðlabanka og fjölmargra annarra um hið gagnstæða. Þrátt fyrir að slík vinnubrögð fyrirfinnist hvergi annars staðar á Norðurlöndunum. Þrátt fyrir það hversu auðvelt er að sýna fram á að slíkar fullyrðingar eru án allrar innistæðu. Það er svo sannarlega ástæða til að hafa ríka samúð með hinum efnaminni sem verða harðast úti í mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. Sá veruleiki er hins vegar fyrst og fremst á ábyrgð séríslenskra vinnubragða forystu verkalýðshreyfingarinnar. Það er löngu tímabært að spyrja hvers vegna þau eru andsnúin öllum tilraunum til að breyta þessari vitleysu. Höfundur er forstjóri í íslensku atvinnulífi, fyrrum þingmaður og ráðherra og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar