„Svalasta sjöa landsins“ áfram í rauðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2023 15:15 Þórskonur spila í Subway deildinni næsta vetur og leikmannamálin eru að skýrast. @thormflkvk Nýliðar Þórs Akureyrar í Subway deild kvenna í körfubolta eru að ganga frá sínum leikmannamálum. Félagið hefur endursamið við tvö öfluga leikmenn og fengið til sín einn af bestu leikmönnum 1. deildarinnar í vetur. Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Körfuknattleiksdeild Þórs hefur endursamið við tvo lykilleikmenn kvennaliðs Þórs eða fyrirliðann Heiðu Hlín Björnsdóttur og leikstjórnandann Evu Wium Elíasdóttur. Nýr leikmaður liðsins er síðan Hulda Ósk Bergsteinsdóttir sem kemur frá KR. Hulda Ósk Bergsteinsdóttir hefur verið í úrvalsliði ársins í 1. deildinni undanfarin tvö tímabil.Þór Akureyri Hulda Ósk er 24 ára miðherji sem er 180 sentímetrar að hæð en uppeldisfélag hennar er Njarðvík. Þórsarar segja frá nýja leikmanni sínum á heimasíðu sinni. Hulda Ósk var valin í lið ársins í 1. deildinni í vetur af þjálfurum, fyrirliðum og formönnum félaganna í deildinni, en missti þó af sjálfri verðlaunahátíðinni þar sem hún frétti einungis af valinu í fjölmiðlum. Skilaboð KKÍ í gegnum stjórnina hjá KR rötuðu ekki til hennar sjálfrar. Hún hefur verið valin í úrvalslið 1. deildar undanfarin tvö tímabil. Hulda spilaði 28 leiki með KR síðastliðinn vetur, skoraði að meðaltali 12,3 stig í leik, tók 6,7 fráköst, gaf 1,9 stoðsendingar og með 15,6 framlagspunkta að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Heiða Hlín Björnsdóttir er framherji og fyrirliði Þórsliðsins. Hún var valin körfuknattleikskona Þórs í fyrra. Heiða spilaði að meðaltali tæpar 30 mínútur í leik á liðnu tímabili þegar Þórsliðið tryggði sér sæti í efstu deild. Hún skoraði að meðaltali 11 stig í leik, tók 4,3 fráköst, átti 1,8 stoðsendingar og með 8,1 framlagspunkt að meðaltali í leik. „Heiða Hlín er frábær leikmaður sem og einstaklingur og gífurlega mikilvæg fyrir þennan hóp innan sem utan vallar. Eftir sölutölur síðustu daga í harðfisksölu félagsins kom svo ekkert annað til greina en að semja við Heiðu Hlín strax, enda annar hver maður á Akureyri búinn að kaupa harðfisk af henni. Mikil fyrirmynd hún Heiða Hlín,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara. View this post on Instagram A post shared by Þór - Meistaraflokkur kvk (@thormflkvk) Eva Wium Elíasdóttir er leikstjórnandi, og ein af efnilegri körfuboltakonum landsins í þeirri stöðu. Hún hefur spilað með meistaraflokki frá 2018, fyrst með Þór, síðan Tindastóli þegar Þórsliðið var lagt niður, og svo aftur með Þór frá 2021. Eva hefur spilað samtals 91 leik í meistaraflokki, þar af 74 með Þór. Eva spilaði 31 leiki með Þórsliðinu á nýafstöðnu tímabili, að meðaltali rúmar 32 mínútur í leik. Hún skoraði að meðaltali 11,9 stig í leik, tók 5,1 frákast, átti 3,9 stoðsendingar og með 11,2 framlagspunkta að meðaltali. Eva spilar með U20 landsliði Íslands. „Eva er gífurlega efnileg og skemmtileg stelpa sem hefur verið heiður að þjálfa. Það er því mikið fagnaðarefni að svalasta sjöa landsins spili áfram í rauðu, enda mikið af Þórskrökkum búið að kaupa treyjuna hennar, og til þess er leikurinn, fyrir aðdáendurna!,“ sagði Daníel Andri Halldórsson, þjálfari Þórsliðsins, í viðtali á miðlum Þórsara.
Subway-deild kvenna Þór Akureyri Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum