Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2023 23:34 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ; Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra; Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Stjórnarráðið Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent