Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. maí 2023 23:34 Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ; Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra; Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra Stjórnarráðið Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira
Á vef Stjórnarráðins segir að mennta- og barnamálaráðuneytið hafi í samvinnu við Mosfellsbæ unnið að þróun hugmyndar um uppbyggingu þjónustu við börn á landi Skálatúns í Mosfellsbæ. Þá hafi bindindishreyfingin IOGT sem rekur Skálatún ákveðið að ánafna fasteignir Skálatúns í verkefnið. Í dag undirrituðu Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns, undir samkomulag um uppbyggingu þjónustunnar. Öll þjónusta við börn á sama stað Í fréttatilkynningunni segir að sú uppbygging sem stefnt sé að feli í sér að aðilar sem veita börnum og fjölskyldum þjónustu, ríkisstofnanir, félagasamtök og aðrir aðilar geti verið staðsettir á sama svæðinu. Markmiðið með því sé að auka samstarf og samtal milli aðila, samnýta yfirbyggingu, lækka rekstrarkostnað og bæta aðgengi fyrir börn og fjölskyldur að þjónustu mismunandi aðila á sama stað. Einnig standi til að leita leiða til þess að veita aukna og samþætta þjónustu til þeirra barna sem glíma við fjölþættan vanda og þurfa á miklum stuðningi að halda. Samráðshópur verður settur á laggirnar til að fylgja verkefninu eftir og mun Mosfellsbær taka yfir þjónustu við íbúa Skálatúns en í dag búa 33 einstaklingar í Skálatúni í mismunandi búsetuformi. Hér má sjá mynd frá undirritun samkomulagsins í dag.Stjórnarráðið Bindindishreyfingin brautryðjendur í þjónustu við fólk með fatlanir Skálatún er sjálfseignarstofnun sem hefur veitt þjónustu fyrir fólk með fatlanir frá árinu 1954. Skálatún er rekið af IOGT á Íslandi, bindindissamtökum, en samtökin hafa ákveðið að ánafna fasteignir og lóð Skálatúns til nýtingar í málefnum barna og fjölskyldna. Í Skálatúni eru tólf fasteignir sem telja alls fimm þúsund fermetra á sex hektara svæði norður af Vesturlandsvegi þegar komið er inn í Mosfellsbæ úr Reykjavík. Í ræðu við undirritun samkomulags í dag rifjaði Björn Sævar Einarsson, stjórnarformaður Skálatúns og formaður IOGT á Íslandi, upp þegar Stórstúka Íslands stofnaði Skálatún þann 30. janúar 1954. „Þann dag fluttu fyrstu börnin á Barnaheimili Templara við Skálatún eins og það hét þá. Eitt þeirra barna býr enn í Skálatúni. Bindindishreyfingin á Íslandi var þarna brautryðjandi á Íslandi í að bæta þjónustu við fatlaða. Skálatún hefur starfað í þágu fatlaðra í hartnær 70 ár. Nú er komið að leiðarlokum og er við hæfi að loka nú hringnum með hag barna að leiðarljósi,“ sagði Björn meðal annars í ræðu sinni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Börn og uppeldi Réttindi barna Mosfellsbær Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Sjá meira