Segja vinnubrögð Sorpu í Kópavogi verulega ámælisverð Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. maí 2023 10:29 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, er meðal þeirra sem skrifuð er fyrir bókun meirihlutans þar sem vinnubrögð Sorpu eru harðlega gagnrýnd. Vísir/Arnar Bæjarstjórnarmeirihluti Kópavogsbæjar telur vinnubrögð Sorpu og starfshóps á vegum hennar sem falið var staðarval fyrir nýja endurvinnslustöð, ámælisverð. Þetta kemur fram í bókun meirihlutans á bæjarstjórnarfundi sem fram fór í gær. Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“ Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira
Þar kemur fram að meirihlutinn telji að sú staðsetning sem lögð var til í skýrslu starfshópsins fyrir nýja endurvinnslustöð Sorpu sé ekki raunhæfur möguleiki. Staðsetningin er Arnarnesvegur, við Kópavogskirkjugarð, en sú hugmynd féll í grýttan jarðveg meðal íbúa Kópavogs. Loka á endurvinnslustöð Sorpu á Dalvegi á næsta ári og hefur stöðinni enn ekki verið fundinn nýr staður. Í bókun meirihlutans segir að mikilvægt sé að fara í þarfa og valkosta-greiningu áður en lengra sé haldið. Forsvarsmenn kirkjugarðsins kannist ekki við viðræður Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, og Orri V. Hlöðversson formaður bæjarstjórnar, segja í aðsendri grein á Vísi, að hugmyndin um Sorpustöð við Kópavogskirkjugarð hafi komið eins og þruma úr heiðskíru lofti. „Fram kom að óformlegar viðræður hafi farið fram við kirkjugarðinn en forsvarsmenn hans og forsvarsmenn Lindakirkju kannast ekki við það. Þeir voru því jafnundrandi og bæjarbúar þegar fréttin birtist. Staðsetning endurvinnslustöðvar við kirkjugarð er mikil vanvirðing við hina látnu og aðstandendur þeirra.“ Þá segja þau Ásdís og Orri að ótækt hafi verið að láta annan áratug líða með Sorpu áfram á Dalvegi. Íbúar hafi ítrekað óskað eftir brotthvarfi Sorpu af Dalvegi og deiluskipulag svæðisins geri ráð fyrir annars konar þjónustu fyrir bæjarbúa. Þau segja mikilvægt að finna heppilega staðsetningu fyrir nýja endurvinnslustöð sem þjóni hagsmunum Kópavogsbúa og annarra íbúa höfuðborgarsvæðisins. Sorpa sé í sameiginlegri eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. „Staðsetning endurvinnslustöðva á að ráðast út frá heppilegustu staðsetningu á höfuðborgarsvæðinu, óháð sveitarfélagamörkum. Ef heppileg staðsetning finnst í Kópavogi fyrir nýja endurvinnslustöð þá fögnum við því.“
Kópavogur Sorphirða Sorpa Skipulag Kirkjugarðar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Sjá meira