Umfjöllun og viðtöl: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik Kári Mímisson skrifar 28. maí 2023 22:56 FH-ingar unnu góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar mættust í kvöld þegar FH tók á móti HK í 9. umferð Bestu deildar karla. Eftir spennandi leik þar sem mörkunum rigndi þá sigruðu heimamenn í FH 4-3. Strax á 5. mínútu leiksins var HK komið yfir þegar Jóhann Ægir Arnarsson varð fyrir því óláni að skora í sitt eigið mark. Brynjar Snær Pálsson átti þá góða hornspyrnu sem Sindri Kristinn náði ekki að koma hönd á og boltinn fór af Brynjari og í markið. FH náði að jafna skömmu síðar þegar Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði eftir að Davíð Snær Jóhannsson slapp í gegn. Davíð sendi góðan bolta fyrir þar sem Gyrðir gerði allt rétt og renndi boltanum í autt markið. Arnþór Ari Atlason kom gestunum aftur yfir á 23. mínútu. Eyþór Wöhler átti þá góðan sprett upp vinstri kantinn. FH náði ekki að hreinsa boltann sem endaði beint fyrir framan Arnþór sem þrumaði boltanum í netið. Óverjandi fyrir Sindra Kristinn í marki FH. En FH náði að jafna fyrir hlé þegar Úlfur Ágúst Björnsson skoraði. Davíð Snær komst þá í gegn og átti frábært skot sem fór í báðar stangirnar áður en hann barst til Úlfs sem skoraði auðveldlega í tómt markið. FH fékk svo frábært tækifæri til að komast yfir rétt áður en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks þegar Kjartan Kári Halldórsson átti skot í stöngina. Þaðan barst boltinn til Ásbjarnar Þórðarsonar sem náði tveimur skotum að marki en Arnar Freyr í marki HK sá við honum í bæði skiptin. Staðan í hálfleik því 2-2 Veislan hélt áfram í seinni hálfleik sem var rétt hafinn þegar Eyþór Aron Wöhler skoraði sennilega mark umferðarinnar þegar hann þrumaði boltanum viðstöðulaust í samskeytin af löngu færi. Stórglæsilegt mark og enn og aftur voru gestirnir komnir aftur yfir. FH-ingar neituðu hins vegar að gefast upp og eftir um klukkustundar leik jafnaði Gyrðir Hrafn þegar hann skoraði sitt annað mark og það þriðja í síðustu tveimur leikjum. Haraldur Einar Ásgrímsson átti þá frábæra hornspyrnu sem Gyrðir Hrafn Stangaði í netið. Eggert Jónsson virtist vera rangstæður í markinu þegar skallinn kom en dómarar leiksins mátu það svo að hann hefði ekki áhrif á leikinn. Það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu. Kjartan Kári komst þá í gegnum vörn HK eftir gott samspil við Loga Hrafn Róbertsson. Kjartan reyndi að koma boltanum aftur á Loga en Brynjar Snær Pálsson, leikmaður HK, komst inn í sendinguna. Boltinn barst í staðinn út á Úlf Ágúst sem skoraði sitt annað mark í leiknum og kom heimamönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. HK-ingar reyndu allt hvað þeir gátu í lokin en náðu ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri og því urðu lokatölur í Kaplakrika 4-3 fyrir heimamenn í FH sem með sigrinum lyfta sér upp fyrir HK í fjórða sætið. Af hverju vann FH? Sóknarleikur liðsins var mjög góður í dag og leit vörn HK oft ansi illa út. Liðið hefði hæglega getað skorað fleiri mörk en ég hugsa FH-ingar sætti sig nú alveg við fjögur mörk og þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Gyrðir Hrafn var frábær í dag og virðist smellpassa í þetta FH lið. Tvö mörk frá honum og sömuleiðis Úlfi Ágústi sem fara væntanlega báðir sáttir á koddann í kvöld. Davíð Snær og Kjartan Kári voru sömuleiðis frábærir í fram á við fyrir FH. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var oft á tíðum alveg hræðilegur. Bæði lið voru mjög opin sem er auðvitað ástæðan fyrir því að við fáum þessi sjö mörk hér í kvöld. Ég ætla samt ekkert að kvarta of mikið enda elska ég mörk alveg jafn mikið og aðrir fótboltaaðdáendur. Hvað gerist næst? Heimir snýr aftur á Hlíðarenda með strákana sína í næstu umferð þegar FH mætir Val. HK gerir sér hins vegar ferð til Eyja og leika við ÍBV. Leikur HK og ÍBV er 1. júní og hefst klukkan 18:00. Leikur Vals og FH er föstudaginn 2. júní og hefst klukkan 19:15. Ómar: Einfaldlega bara kraftlitlir og ekki nægjanlega einbeittir Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum svekktur með tapið í lok leiks. „Þetta er bara svekkjandi, ógeðslega svekkjandi. Það er svo svekkjandi að vera alltaf að komast yfir og fá jöfnunarmarkið svona stuttu á eftir aftur og aftur.“ Sagði Ómar strax eftir leik. Ómar sagði að lið hans hefði sennilega getað komið í veg fyrir mörk FH en taldi að lið sitt hafi misst einbeitinguna eftir að liðið komst yfir. „Ég held auðvitað að við hefðum getað stöðvað þetta allt alveg eins og að þeir gátu stöðvað mörkin sem að við skoruðum en við vorum einfaldlega bara kraftlitlir og ekki nægjanlega einbeittir fyrstu mínúturnar eftir að við skoruðum í öll þessi skipti.“ Vörn HK hefur lekið inn mörkum í sumar og í dag þá var hún oft eins og gatasigti. Ómar segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu og að varnarlega hafi liðið verið mun þéttara í síðustu leikjum. „Nei, nei engar áhyggjur svo sem. Það er komið dálítið síðan að þetta var svona. Við vorum búnir að vera töluvert þéttari í síðustu leikjum en við vorum í dag. Ekkert sem að ég hef gífurlegar áhyggjur af en að einhverju leyti miðað við hvernig þessi leikur þróaðist. Við höfum samt klárlega verið töluvert þéttari í síðustu leikjum en við vorum í dag og þessi leikur í dag var aðeins líkari leikjunum í fyrstu umferðunum.“ Eyþór Wöhler skoraði gjörsamlega frábært mark með viðstöðulausu skoti fyrir utan teig. Virkilega snaggaralega gert hjá honum en hvað þótti þjálfaranum um markið? „Þetta var náttúrulega bara geggjað skot. Frábært mark og geggjað fyrir hann en því miður þá telur það ekki til stiga og ég hefði viljað það frekar.“ Marciano Aziz þurfti aðstoð við að haltra út af vellinum í kvöld. Veistu eitthvað hver staðan á honum er? Ég veit ekkert dagana að hvað hann verður lengi frá núna en hann fékk eins og alltof margir eitthvað tak þarna aftan í lærið. Besta deild karla FH HK
Liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar mættust í kvöld þegar FH tók á móti HK í 9. umferð Bestu deildar karla. Eftir spennandi leik þar sem mörkunum rigndi þá sigruðu heimamenn í FH 4-3. Strax á 5. mínútu leiksins var HK komið yfir þegar Jóhann Ægir Arnarsson varð fyrir því óláni að skora í sitt eigið mark. Brynjar Snær Pálsson átti þá góða hornspyrnu sem Sindri Kristinn náði ekki að koma hönd á og boltinn fór af Brynjari og í markið. FH náði að jafna skömmu síðar þegar Gyrðir Hrafn Guðbrandsson skoraði eftir að Davíð Snær Jóhannsson slapp í gegn. Davíð sendi góðan bolta fyrir þar sem Gyrðir gerði allt rétt og renndi boltanum í autt markið. Arnþór Ari Atlason kom gestunum aftur yfir á 23. mínútu. Eyþór Wöhler átti þá góðan sprett upp vinstri kantinn. FH náði ekki að hreinsa boltann sem endaði beint fyrir framan Arnþór sem þrumaði boltanum í netið. Óverjandi fyrir Sindra Kristinn í marki FH. En FH náði að jafna fyrir hlé þegar Úlfur Ágúst Björnsson skoraði. Davíð Snær komst þá í gegn og átti frábært skot sem fór í báðar stangirnar áður en hann barst til Úlfs sem skoraði auðveldlega í tómt markið. FH fékk svo frábært tækifæri til að komast yfir rétt áður en Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks þegar Kjartan Kári Halldórsson átti skot í stöngina. Þaðan barst boltinn til Ásbjarnar Þórðarsonar sem náði tveimur skotum að marki en Arnar Freyr í marki HK sá við honum í bæði skiptin. Staðan í hálfleik því 2-2 Veislan hélt áfram í seinni hálfleik sem var rétt hafinn þegar Eyþór Aron Wöhler skoraði sennilega mark umferðarinnar þegar hann þrumaði boltanum viðstöðulaust í samskeytin af löngu færi. Stórglæsilegt mark og enn og aftur voru gestirnir komnir aftur yfir. FH-ingar neituðu hins vegar að gefast upp og eftir um klukkustundar leik jafnaði Gyrðir Hrafn þegar hann skoraði sitt annað mark og það þriðja í síðustu tveimur leikjum. Haraldur Einar Ásgrímsson átti þá frábæra hornspyrnu sem Gyrðir Hrafn Stangaði í netið. Eggert Jónsson virtist vera rangstæður í markinu þegar skallinn kom en dómarar leiksins mátu það svo að hann hefði ekki áhrif á leikinn. Það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið á 70. mínútu. Kjartan Kári komst þá í gegnum vörn HK eftir gott samspil við Loga Hrafn Róbertsson. Kjartan reyndi að koma boltanum aftur á Loga en Brynjar Snær Pálsson, leikmaður HK, komst inn í sendinguna. Boltinn barst í staðinn út á Úlf Ágúst sem skoraði sitt annað mark í leiknum og kom heimamönnum yfir í fyrsta sinn í leiknum. HK-ingar reyndu allt hvað þeir gátu í lokin en náðu ekki að skapa sér nein alvöru marktækifæri og því urðu lokatölur í Kaplakrika 4-3 fyrir heimamenn í FH sem með sigrinum lyfta sér upp fyrir HK í fjórða sætið. Af hverju vann FH? Sóknarleikur liðsins var mjög góður í dag og leit vörn HK oft ansi illa út. Liðið hefði hæglega getað skorað fleiri mörk en ég hugsa FH-ingar sætti sig nú alveg við fjögur mörk og þrjú stig. Hverjir stóðu upp úr? Gyrðir Hrafn var frábær í dag og virðist smellpassa í þetta FH lið. Tvö mörk frá honum og sömuleiðis Úlfi Ágústi sem fara væntanlega báðir sáttir á koddann í kvöld. Davíð Snær og Kjartan Kári voru sömuleiðis frábærir í fram á við fyrir FH. Hvað gekk illa? Varnarleikur beggja liða var oft á tíðum alveg hræðilegur. Bæði lið voru mjög opin sem er auðvitað ástæðan fyrir því að við fáum þessi sjö mörk hér í kvöld. Ég ætla samt ekkert að kvarta of mikið enda elska ég mörk alveg jafn mikið og aðrir fótboltaaðdáendur. Hvað gerist næst? Heimir snýr aftur á Hlíðarenda með strákana sína í næstu umferð þegar FH mætir Val. HK gerir sér hins vegar ferð til Eyja og leika við ÍBV. Leikur HK og ÍBV er 1. júní og hefst klukkan 18:00. Leikur Vals og FH er föstudaginn 2. júní og hefst klukkan 19:15. Ómar: Einfaldlega bara kraftlitlir og ekki nægjanlega einbeittir Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi, þjálfari HK, var að vonum svekktur með tapið í lok leiks. „Þetta er bara svekkjandi, ógeðslega svekkjandi. Það er svo svekkjandi að vera alltaf að komast yfir og fá jöfnunarmarkið svona stuttu á eftir aftur og aftur.“ Sagði Ómar strax eftir leik. Ómar sagði að lið hans hefði sennilega getað komið í veg fyrir mörk FH en taldi að lið sitt hafi misst einbeitinguna eftir að liðið komst yfir. „Ég held auðvitað að við hefðum getað stöðvað þetta allt alveg eins og að þeir gátu stöðvað mörkin sem að við skoruðum en við vorum einfaldlega bara kraftlitlir og ekki nægjanlega einbeittir fyrstu mínúturnar eftir að við skoruðum í öll þessi skipti.“ Vörn HK hefur lekið inn mörkum í sumar og í dag þá var hún oft eins og gatasigti. Ómar segist ekki hafa miklar áhyggjur af þessu og að varnarlega hafi liðið verið mun þéttara í síðustu leikjum. „Nei, nei engar áhyggjur svo sem. Það er komið dálítið síðan að þetta var svona. Við vorum búnir að vera töluvert þéttari í síðustu leikjum en við vorum í dag. Ekkert sem að ég hef gífurlegar áhyggjur af en að einhverju leyti miðað við hvernig þessi leikur þróaðist. Við höfum samt klárlega verið töluvert þéttari í síðustu leikjum en við vorum í dag og þessi leikur í dag var aðeins líkari leikjunum í fyrstu umferðunum.“ Eyþór Wöhler skoraði gjörsamlega frábært mark með viðstöðulausu skoti fyrir utan teig. Virkilega snaggaralega gert hjá honum en hvað þótti þjálfaranum um markið? „Þetta var náttúrulega bara geggjað skot. Frábært mark og geggjað fyrir hann en því miður þá telur það ekki til stiga og ég hefði viljað það frekar.“ Marciano Aziz þurfti aðstoð við að haltra út af vellinum í kvöld. Veistu eitthvað hver staðan á honum er? Ég veit ekkert dagana að hvað hann verður lengi frá núna en hann fékk eins og alltof margir eitthvað tak þarna aftan í lærið.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti