Fékk 10 í meðaleinkunn í MH: „Ég reyndi bara alltaf að gera mitt besta“ Árni Sæberg skrifar 27. maí 2023 07:01 Foreldrar Tómasar og Viktoría kærasta hans eru að rifna úr stolti. Aðsend Tómas Böðvarsson, nýsleginn stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, hlaut í gær hreina tíu í meðaleinkunn, fyrstur allra í sögu skólans. Hann vissi ekkert um afrekið fyrr en á útskriftarathöfninni í gær. „Ég var nú aldrei að stefna beint að þessu, ég reyndi bara að gera mitt besta og það greinilega gekk mjög vel. Ég var með fiðring í maganum í allan dag,“ segir Tómas í gærkvöldi, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í miðri útskriftarveislu. Hann segir tilfinningu frábæra. Þó segir hann að það hafi komið fullkomlega flatt upp á hann þegar tilkynnt var á útskriftarathöfninni að hann hefði dúxað með 10,0 í meðaleinkunn. „Ég fékk að frétta þetta á sama tíma og þið, það var ekkert sagt við mig á æfingunni í gær eða neitt. Mig hafði alvegi grunað að ég yrði dúx, en eins og ég segi fékk ég ekki að vita meðaleinkunnina fyrr en áðan. Ég veit ekki alveg hvernig mér leið, þetta var auðvitað mikið sjokk og skemmtilegt,“ segir hann. Tómas tók við stúdentsskírteinu við hátíðlega athöfn í gær.Aðsend Fjölskyldan aldrei sett neina pressu Eðli málsins samkvæmt var glatt á hjalla í útskriftarveislunni í gær og fjölskylda Tómasar að rifna úr stolti. „Þau hafa aldrei sett neina pressu á mig, hvorki fjölskyldan né kærastan mín, þau hafa bara stutt mig mjög vel. Þau voru auðvitað mjög glöð og spennt. Mamma stolt að segja þetta í útskriftarveislunni að ég hefði dúxað með svona góða einkunn. Hún er líka kennari í MH, svo það er örugglega extra skemmtilegt fyrir hana. Hún kennir spænsku,“ segir hann. Tómas hlaut einmitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í spænsku, sem og í efnafræði. Hann segist mestan áhuga hafa haft á þeim fögum þó hann hafi ekki einblínt á þau. Tómas fór klyfjaður verðlaunum heim úr útskriftarathöfninni í gær.Aðsend „Ég myndi í rauninni segja að ég hafi áhuga á langflestu sem ég lærði í skólanum, mér finnst mjög gaman að læra nýja hluti. En þar á meðal er klárlega efnafræði og spænska, það er bæði mjög skemmtilegt. Ég fór til dæmis í ferðaáfanga núna í þessum mánuði, fór til Granada,“ segir hann. Stefnan sett á pásu og svo læknisfræði Fyrsta mál á dagskrá hjá Tómasi í gær var að fagna árangrinum innilega. Fyrst var haldin notaleg útskriftarveisla fyrir fjölskylduna heima og svo haldið í partý með vinum úr skólanum. Í kvöld taka svo við fleiri útskriftarveislur. Eftri fagnaðarlætin tekur svo við sumarstarf á Keflavíkurflugvelli. Í haust ætlar hann ekki að skrá sig strax í frekara nám heldur vinna fulla vinnu í eitt ár. Meðfram skóla hefur Tómas unnið aðra hvora helgi í Pennanum Eymundsson. „Ég hef náttúrulega verið á fullu, þetta hefur náttúrulega ekki verið neitt auðvelt að fá svona góðar einkunnir. En ég næstum því alveg búinn að ákveða að mig langi að taka árspásu, prófa að gera eitthvað annað en að vera í skólanum endalaust. Ég hugsa að ég prófi að vinna fulla vinnu, sjá hvernig það er. Svo langar mig að finna eitthvað áhugamál til að bæta mig í eða læra eitthvað nýtt. Það verður gaman að hafa aðeins meira frelsi til að ákveða hverju ég vil verja tíma mínum í. Eftir það vil ég helst komast í læknisfræðina. Ég ákvað það einhvern tímann í menntaskóla að það væri rétta leiðin fyrir mig, það er í rauninni það sem mér fannst áhugaverðast og skemmtilegast svona þegar ég horfi á möguleikana í framtíðinni. Það eru margir læknar í fjölskyldunni líka.“ Stuðningur fjölskyldu, áhugi og skipulag mikilvægast Tómas þakkar framúrskarandi árangri fyrst og fremst fjölskyldu sinni og kærustu fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin. „Þau hafa stutt rosalega vel við mig og aldrei sett neina pressu á mig. Þau vilja bara að ég sé glaður í skólanum og glaður í lífinu. Vilja bara að ég geri mitt besta, sem ég hef gert. Ég vil þakka þeim fyrir að vera frábærir foreldrar. Síðan get ég sagt nákvæmlega það sama um kærustuna mína, við höfum verið saman síðan ég byrjaði í menntaskóla. Hún hefur alltaf stutt við mig og skilið mig, það hjálpar mikið,“ segir hann. Þá segir hann að lykillinn að góðum námsárangri sé líklega blanda af því að hafa rosalega mikinn áhuga á náminu og skipulag. Mikilvægt sé að hafa góða yfirsýn yfir námið og hvað þarf að læra hverju sinni. Hvetur sem flesta til að skrá sig í MH í haust Að lokum þakkar Tómas öllum þeim kennurum sem kenndu honum í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gegnum árin. „Að mínu mati eru ótrúlega góðir kennarar í MH. Þeir hafa allir stutt vel við mig, eru allir góðir og viðkunnalegir, tilbúnir að hjálpa og flestir allavega kenna á mjög skemmtilegan hátt. Tómas ásamt Steini Jóhannssyni, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Dröfn Ólöfu Ingvarsdóttur sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,77 í meðaleinkunn og varð semidúx.Aðsend Þá segist hann ótvírætt mæla með því að sem flestir skrái sig til náms við MH. Þar sé gott andrúmsloft og hann hafi kynnst góðum vinum á árunum þremur í skólanum. Þar hafi áfangakerfið vegið þungt. „Það er náttúrulega svo mikið val í MH. Ef maður kemur úr, augljóslega, bekkjarkerfi í grunnskóla, þá er svona framandi og skemmtilegt, fannst mér allavega, að fara í áfangakerfi. Ég held að það sé mjög nytsamlegt að prófa það, þá getur maður að miklu leiti valið hvað maður gerir, sérstaklega ef maður fer á opna braut eins og ég. Skóla - og menntamál Tímamót Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hlaut meðaleinkunn sem aldrei verður toppuð Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð. 26. maí 2023 18:55 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
„Ég var nú aldrei að stefna beint að þessu, ég reyndi bara að gera mitt besta og það greinilega gekk mjög vel. Ég var með fiðring í maganum í allan dag,“ segir Tómas í gærkvöldi, þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans í miðri útskriftarveislu. Hann segir tilfinningu frábæra. Þó segir hann að það hafi komið fullkomlega flatt upp á hann þegar tilkynnt var á útskriftarathöfninni að hann hefði dúxað með 10,0 í meðaleinkunn. „Ég fékk að frétta þetta á sama tíma og þið, það var ekkert sagt við mig á æfingunni í gær eða neitt. Mig hafði alvegi grunað að ég yrði dúx, en eins og ég segi fékk ég ekki að vita meðaleinkunnina fyrr en áðan. Ég veit ekki alveg hvernig mér leið, þetta var auðvitað mikið sjokk og skemmtilegt,“ segir hann. Tómas tók við stúdentsskírteinu við hátíðlega athöfn í gær.Aðsend Fjölskyldan aldrei sett neina pressu Eðli málsins samkvæmt var glatt á hjalla í útskriftarveislunni í gær og fjölskylda Tómasar að rifna úr stolti. „Þau hafa aldrei sett neina pressu á mig, hvorki fjölskyldan né kærastan mín, þau hafa bara stutt mig mjög vel. Þau voru auðvitað mjög glöð og spennt. Mamma stolt að segja þetta í útskriftarveislunni að ég hefði dúxað með svona góða einkunn. Hún er líka kennari í MH, svo það er örugglega extra skemmtilegt fyrir hana. Hún kennir spænsku,“ segir hann. Tómas hlaut einmitt viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í spænsku, sem og í efnafræði. Hann segist mestan áhuga hafa haft á þeim fögum þó hann hafi ekki einblínt á þau. Tómas fór klyfjaður verðlaunum heim úr útskriftarathöfninni í gær.Aðsend „Ég myndi í rauninni segja að ég hafi áhuga á langflestu sem ég lærði í skólanum, mér finnst mjög gaman að læra nýja hluti. En þar á meðal er klárlega efnafræði og spænska, það er bæði mjög skemmtilegt. Ég fór til dæmis í ferðaáfanga núna í þessum mánuði, fór til Granada,“ segir hann. Stefnan sett á pásu og svo læknisfræði Fyrsta mál á dagskrá hjá Tómasi í gær var að fagna árangrinum innilega. Fyrst var haldin notaleg útskriftarveisla fyrir fjölskylduna heima og svo haldið í partý með vinum úr skólanum. Í kvöld taka svo við fleiri útskriftarveislur. Eftri fagnaðarlætin tekur svo við sumarstarf á Keflavíkurflugvelli. Í haust ætlar hann ekki að skrá sig strax í frekara nám heldur vinna fulla vinnu í eitt ár. Meðfram skóla hefur Tómas unnið aðra hvora helgi í Pennanum Eymundsson. „Ég hef náttúrulega verið á fullu, þetta hefur náttúrulega ekki verið neitt auðvelt að fá svona góðar einkunnir. En ég næstum því alveg búinn að ákveða að mig langi að taka árspásu, prófa að gera eitthvað annað en að vera í skólanum endalaust. Ég hugsa að ég prófi að vinna fulla vinnu, sjá hvernig það er. Svo langar mig að finna eitthvað áhugamál til að bæta mig í eða læra eitthvað nýtt. Það verður gaman að hafa aðeins meira frelsi til að ákveða hverju ég vil verja tíma mínum í. Eftir það vil ég helst komast í læknisfræðina. Ég ákvað það einhvern tímann í menntaskóla að það væri rétta leiðin fyrir mig, það er í rauninni það sem mér fannst áhugaverðast og skemmtilegast svona þegar ég horfi á möguleikana í framtíðinni. Það eru margir læknar í fjölskyldunni líka.“ Stuðningur fjölskyldu, áhugi og skipulag mikilvægast Tómas þakkar framúrskarandi árangri fyrst og fremst fjölskyldu sinni og kærustu fyrir ómetanlegan stuðning í gegnum árin. „Þau hafa stutt rosalega vel við mig og aldrei sett neina pressu á mig. Þau vilja bara að ég sé glaður í skólanum og glaður í lífinu. Vilja bara að ég geri mitt besta, sem ég hef gert. Ég vil þakka þeim fyrir að vera frábærir foreldrar. Síðan get ég sagt nákvæmlega það sama um kærustuna mína, við höfum verið saman síðan ég byrjaði í menntaskóla. Hún hefur alltaf stutt við mig og skilið mig, það hjálpar mikið,“ segir hann. Þá segir hann að lykillinn að góðum námsárangri sé líklega blanda af því að hafa rosalega mikinn áhuga á náminu og skipulag. Mikilvægt sé að hafa góða yfirsýn yfir námið og hvað þarf að læra hverju sinni. Hvetur sem flesta til að skrá sig í MH í haust Að lokum þakkar Tómas öllum þeim kennurum sem kenndu honum í Menntaskólanum við Hamrahlíð í gegnum árin. „Að mínu mati eru ótrúlega góðir kennarar í MH. Þeir hafa allir stutt vel við mig, eru allir góðir og viðkunnalegir, tilbúnir að hjálpa og flestir allavega kenna á mjög skemmtilegan hátt. Tómas ásamt Steini Jóhannssyni, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð og Dröfn Ólöfu Ingvarsdóttur sem útskrifaðist af náttúrufræðibraut með 9,77 í meðaleinkunn og varð semidúx.Aðsend Þá segist hann ótvírætt mæla með því að sem flestir skrái sig til náms við MH. Þar sé gott andrúmsloft og hann hafi kynnst góðum vinum á árunum þremur í skólanum. Þar hafi áfangakerfið vegið þungt. „Það er náttúrulega svo mikið val í MH. Ef maður kemur úr, augljóslega, bekkjarkerfi í grunnskóla, þá er svona framandi og skemmtilegt, fannst mér allavega, að fara í áfangakerfi. Ég held að það sé mjög nytsamlegt að prófa það, þá getur maður að miklu leiti valið hvað maður gerir, sérstaklega ef maður fer á opna braut eins og ég.
Skóla - og menntamál Tímamót Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Hlaut meðaleinkunn sem aldrei verður toppuð Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð. 26. maí 2023 18:55 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Hlaut meðaleinkunn sem aldrei verður toppuð Sögulegt met var slegið á útskriftarathöfn Menntaskólans í Kópavogi í dag þegar Orri Þór Eggertsson var útskrifaður með hreina tíu í meðaleinkunn. Ljóst er að met Orra Þórs mun standa um ókomna tíð. 26. maí 2023 18:55