Stórfiskaleikur, fallin spýta, skotbolti og „yfir“ öll kvöld í Breiðholtinu Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. maí 2023 10:01 Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu ólst upp í Hólahverfinu og þá voru allar blokkir uppfullar af krökkum sem hittust úti öll kvöld til að leika. Jarþrúður segist reyndar hafa verið það lágvaxinn að aðalmálið hjá henni hafi verið að fá að vera með frekar en að sýna íþróttamannslega yfirburði. Hún til dæmis dreif aldrei með brenniboltann yfir skúrinn í leiknum „yfir." Vísir/Vilhelm Jarþrúður Ásmundsdóttir, fagstjóri hugvits, nýsköpunar og tækni hjá Íslandsstofu heldur mest upp á þann tíma dagsins þegar eiginmaðurinn færir henni kaffi í rúmið og þau taka spjallið saman fyrir daginn. Í æsku var það kröftugur hópur krakka í Breiðholtinu sem hittist öll kvöld til að fara í útleiki eins og þeir gerðust bestir. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er lang oftast vöknuð fyrir klukkan sjö á morgnana. Ég vakna venjulega glöð og tilbúin í daginn en legg upp úr því að hafa góðan tíma til að skipuleggja mig og fara ekki of geyst af stað.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Eiginmaðurinn færir mér kaffi í rúmið á hverjum morgni og við spjöllum saman um daginn og veginn. Þetta er besti tíminn. Mér líður best þegar ég hef góðan tíma á morgnana til að skipuleggja daginn, velja réttu fötin og taka mig til. Ég er ánægðust þegar ég næ annað hvort að fara í gönguferð með hundinn eða mæta í ræktina áður en ég byrja vinnudaginn af fullum krafti. Hundurinn okkar er afar fjörugur og þarf sína hreyfingu. Svo nýt ég þess þegar ég næ að gefa mér tíma til að fara í barre tíma til Helgu í Núna Collective stúdíóinu úti á Granda. Fyrir ári síðan fluttum við í Þingholtin sem gerði það að verkum að vinnan er í göngufæri og í raun allt sem maður þarf. Þetta breytti taktinum í lífinu töluvert til hins betra.“ Nefndu götuleik eða annan leik sem stendur upp úr hjá þér í minningu æskuáranna sem skemmtilegur leikur? Ég ólst upp í Breiðholtinu í Hólahverfinu þar sem allar blokkir voru stappaðar af börnum. Þetta var kröftugur hópur sem hittist úti á hverju kvöldi og lék sér í útileikjum á borð við stórfiskaleik, fallinni spýtu, og skotbolta. Leikurinn „yfir" var leikinn yfir rafmagnsskúr með brennibolta sem stendur líklega enn. Verandi afar lágvaxin og frekar illa byggð fyrir alla kappleiki var náttúrulega aðalmálið hjá mér að fá að vera með fremur en að sigra eða sýna íþróttamannslega yfirburði. Ég til dæmis dreif aldrei með brenniboltann yfir skúrinn. Ég átti góða og ástríka æsku í þessum bómullar hnoðra sem Breiðholtið er. Ég hef alltaf verið foreldrum mínum þakklát fyrir þessi áhyggjulausu ár í öruggu og góðu umhverfi en þau búa þarna enn og vilja hvergi annars staðar vera.“ Jarþrúður er frekar kvöldsvæf og segir Barneby eitt besta svefnmeðalið. Í vinnu er hún afar skipulögð og oftast búin að gera lista fyrir fyrir næsta dag áður en vinnudegi lýkur. Þannig tekst henni að vera með marga bolta á lofti í einu og halda vel utan um hlutina. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin í vinnunni eru fjölbreytt og afar skemmtileg. Sem fagstjóri hugvits og tækni er stóra verkefnið að koma íslenskum hugvitsfyrirtækjum á framfæri og finna leiðir til að skapa virði fyrir þau í markaðssókn sinni út fyrir landssteinanna. Stóra markmiðið er að auka gjaldeyristekjur, viðhalda hagvexti og sækja þarf þessar nýju tekjur í nýjar greinar sem reiða sig ekki á náttúruauðlindir. Verkefni þessu tengdu eru fjölbreytt og eru bæði erlendis og innanlands. Fyrr í mánuðinum fór ég með Hafró, Sjávarklasanum, ráðherra nýsköpunarmála og hópi fyrirtækja á sviði sjávartækni á Innovation Summit í Seattle til að kynna sjálfbærar fiskveiðar og hvernig hliðarafurðir fiskveiða eru í mörgum tilfellum orðnar verðmætari en fiskflakið. Ísland stendur afar framarlega í að nýta hráefni sem áður var hent og einnig við að draga úr sóun í vinnslu matvæla með tækni á borð við þá sem að Marel hefur þróað. Nýsköpunarvikunni var að ljúka núna í gær en hún er ein samfelld veisla fyrir alla sem hafa áhuga á málaflokknum. Þetta festival býður upp á einstakt tækifæri fyrir okkur hjá Íslandsstofu til að koma Íslandi á framfæri sem ákjósanlegum stað til að stunda rannsóknir og þróun og að stofna og byggja upp vaxtarfyrirtæki. Hingað til lands komu ríflega 400 erlendir gestir. Vikan var pökkuð af viðburðum en hópur af erlendum blaðamönnum kom hingað til lands á vegum Íslandsstofu til þess að fjalla um íslensk tæknifyrirtæki og kynnast sprotaumhverfinu í gegnum Nýsköpunarvikuna. Þá kom einnig hópur af stofnfjárfestum á okkar vegum í samvinnu við Kríu og Framvís en hugmyndin er að styðja við vöxt íslenska umhverfisins með auknum fjárfestatengslum því alþjóðleg skölun kallar stærri fjárfestingar og þær þurfa að koma erlendis frá í góðri samvinnu við innlendu sjóðina. Þannig stækka allir. Þá skiptir það einnig máli að laða hingað til lands erlenda sérfræðinga og verkefni síðustu vikna hafa einnig snúist um það. Melkorka Magnúsdóttir og Edda Konráðsdóttir stofnuðu Nýsköpunarvikuna og hafa með einstakri elju byggt upp öflugt teymi sem skipað er ofurkonum og saman hafa þær komið á fót einni bestu landkynningu þegar kemur að hugviti og tækni. Í dag er Ísland mun betur þekkt sem frábær áfangastaður fyrir ferðamenn fremur en land hugvits og þróunar en það mun breytast á næstu árum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er mjög skipulögð í vinnu og er venjulega búin að gera lista fyrir næsta dag áður en vinnudegi lýkur. Ég er oftast með marga bolta á lofti í vinnunni og þarf að eiga samskipti við fjölda fólks á degi hverjum og því er mjög mikilvægt að halda vel utan um hlutina. Mér líður best þegar nóg er að gera og hef náð að áorka miklu yfir daginn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er afskaplega kvöldsvæf í seinni tíð og er oftast sofnuð vel fyrir miðnætti. Finnst notalegt að eiga róleg kvöld og að horfa á einhvern góðan sjónvarpsþátt áður en ég fer að sofa. Ég elska breskt glæpadrama og Barnaby er besta svefnmeðalið. Ég er einnig með nokkrar bækur á náttborðinu sem notalegt er að kíkja í fyrir svefninn. Bókin Farsótt sem ég er algjörlega heilluð af um þessar mundir gerir það að verkum að göngutúrar um hverfið breytast í sögugöngur því i bókinni koma mörg hús miðbæjarins við sögu. Þessum fróðleik þarf auðvitað að miðla til allra sem slysast til að labba á milli staða með mér, alveg óumbeðið.“ Kaffispjallið Tengdar fréttir Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Ég er lang oftast vöknuð fyrir klukkan sjö á morgnana. Ég vakna venjulega glöð og tilbúin í daginn en legg upp úr því að hafa góðan tíma til að skipuleggja mig og fara ekki of geyst af stað.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Eiginmaðurinn færir mér kaffi í rúmið á hverjum morgni og við spjöllum saman um daginn og veginn. Þetta er besti tíminn. Mér líður best þegar ég hef góðan tíma á morgnana til að skipuleggja daginn, velja réttu fötin og taka mig til. Ég er ánægðust þegar ég næ annað hvort að fara í gönguferð með hundinn eða mæta í ræktina áður en ég byrja vinnudaginn af fullum krafti. Hundurinn okkar er afar fjörugur og þarf sína hreyfingu. Svo nýt ég þess þegar ég næ að gefa mér tíma til að fara í barre tíma til Helgu í Núna Collective stúdíóinu úti á Granda. Fyrir ári síðan fluttum við í Þingholtin sem gerði það að verkum að vinnan er í göngufæri og í raun allt sem maður þarf. Þetta breytti taktinum í lífinu töluvert til hins betra.“ Nefndu götuleik eða annan leik sem stendur upp úr hjá þér í minningu æskuáranna sem skemmtilegur leikur? Ég ólst upp í Breiðholtinu í Hólahverfinu þar sem allar blokkir voru stappaðar af börnum. Þetta var kröftugur hópur sem hittist úti á hverju kvöldi og lék sér í útileikjum á borð við stórfiskaleik, fallinni spýtu, og skotbolta. Leikurinn „yfir" var leikinn yfir rafmagnsskúr með brennibolta sem stendur líklega enn. Verandi afar lágvaxin og frekar illa byggð fyrir alla kappleiki var náttúrulega aðalmálið hjá mér að fá að vera með fremur en að sigra eða sýna íþróttamannslega yfirburði. Ég til dæmis dreif aldrei með brenniboltann yfir skúrinn. Ég átti góða og ástríka æsku í þessum bómullar hnoðra sem Breiðholtið er. Ég hef alltaf verið foreldrum mínum þakklát fyrir þessi áhyggjulausu ár í öruggu og góðu umhverfi en þau búa þarna enn og vilja hvergi annars staðar vera.“ Jarþrúður er frekar kvöldsvæf og segir Barneby eitt besta svefnmeðalið. Í vinnu er hún afar skipulögð og oftast búin að gera lista fyrir fyrir næsta dag áður en vinnudegi lýkur. Þannig tekst henni að vera með marga bolta á lofti í einu og halda vel utan um hlutina. Vísir/Vilhelm Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Verkefnin í vinnunni eru fjölbreytt og afar skemmtileg. Sem fagstjóri hugvits og tækni er stóra verkefnið að koma íslenskum hugvitsfyrirtækjum á framfæri og finna leiðir til að skapa virði fyrir þau í markaðssókn sinni út fyrir landssteinanna. Stóra markmiðið er að auka gjaldeyristekjur, viðhalda hagvexti og sækja þarf þessar nýju tekjur í nýjar greinar sem reiða sig ekki á náttúruauðlindir. Verkefni þessu tengdu eru fjölbreytt og eru bæði erlendis og innanlands. Fyrr í mánuðinum fór ég með Hafró, Sjávarklasanum, ráðherra nýsköpunarmála og hópi fyrirtækja á sviði sjávartækni á Innovation Summit í Seattle til að kynna sjálfbærar fiskveiðar og hvernig hliðarafurðir fiskveiða eru í mörgum tilfellum orðnar verðmætari en fiskflakið. Ísland stendur afar framarlega í að nýta hráefni sem áður var hent og einnig við að draga úr sóun í vinnslu matvæla með tækni á borð við þá sem að Marel hefur þróað. Nýsköpunarvikunni var að ljúka núna í gær en hún er ein samfelld veisla fyrir alla sem hafa áhuga á málaflokknum. Þetta festival býður upp á einstakt tækifæri fyrir okkur hjá Íslandsstofu til að koma Íslandi á framfæri sem ákjósanlegum stað til að stunda rannsóknir og þróun og að stofna og byggja upp vaxtarfyrirtæki. Hingað til lands komu ríflega 400 erlendir gestir. Vikan var pökkuð af viðburðum en hópur af erlendum blaðamönnum kom hingað til lands á vegum Íslandsstofu til þess að fjalla um íslensk tæknifyrirtæki og kynnast sprotaumhverfinu í gegnum Nýsköpunarvikuna. Þá kom einnig hópur af stofnfjárfestum á okkar vegum í samvinnu við Kríu og Framvís en hugmyndin er að styðja við vöxt íslenska umhverfisins með auknum fjárfestatengslum því alþjóðleg skölun kallar stærri fjárfestingar og þær þurfa að koma erlendis frá í góðri samvinnu við innlendu sjóðina. Þannig stækka allir. Þá skiptir það einnig máli að laða hingað til lands erlenda sérfræðinga og verkefni síðustu vikna hafa einnig snúist um það. Melkorka Magnúsdóttir og Edda Konráðsdóttir stofnuðu Nýsköpunarvikuna og hafa með einstakri elju byggt upp öflugt teymi sem skipað er ofurkonum og saman hafa þær komið á fót einni bestu landkynningu þegar kemur að hugviti og tækni. Í dag er Ísland mun betur þekkt sem frábær áfangastaður fyrir ferðamenn fremur en land hugvits og þróunar en það mun breytast á næstu árum.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? Ég er mjög skipulögð í vinnu og er venjulega búin að gera lista fyrir næsta dag áður en vinnudegi lýkur. Ég er oftast með marga bolta á lofti í vinnunni og þarf að eiga samskipti við fjölda fólks á degi hverjum og því er mjög mikilvægt að halda vel utan um hlutina. Mér líður best þegar nóg er að gera og hef náð að áorka miklu yfir daginn.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Ég er afskaplega kvöldsvæf í seinni tíð og er oftast sofnuð vel fyrir miðnætti. Finnst notalegt að eiga róleg kvöld og að horfa á einhvern góðan sjónvarpsþátt áður en ég fer að sofa. Ég elska breskt glæpadrama og Barnaby er besta svefnmeðalið. Ég er einnig með nokkrar bækur á náttborðinu sem notalegt er að kíkja í fyrir svefninn. Bókin Farsótt sem ég er algjörlega heilluð af um þessar mundir gerir það að verkum að göngutúrar um hverfið breytast í sögugöngur því i bókinni koma mörg hús miðbæjarins við sögu. Þessum fróðleik þarf auðvitað að miðla til allra sem slysast til að labba á milli staða með mér, alveg óumbeðið.“
Kaffispjallið Tengdar fréttir Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01 Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00 Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01 „Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00 Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Alltaf kaffi í rúmið og auðvitað í dúndurstuð með S.H.Draumi Það er í nægu að snúast alla daga hjá Ragnari Þór Ingólfssyni formanni VR, sem er í hljómsveitinni Fjöll og að undirbúa endurkomu hljómsveitarinnar Los, að æfa sig undir átta daga hjólaferð til styrktar Umhyggju, að undirbúa frekari mótmæli við Austurvöll og almennt að finna eitthvað nýtt til að röfla yfir. Ragnar og eiginkonan byrja alltaf daginn með kaffi í rúmið. 20. maí 2023 10:01
Forstjórinn sem ákveður fríin jafnvel deginum áður og kvöldmatinn hálftíma of seint Anna Regína Björnsdóttir, forstjóri Coca-Cola á Íslandi, segir líkamann vakna við vekjaraklukkuna klukkan sjö, en heilabúið þegar fyrsti kaffibollinn er drukkinn. Anna segist svo heppin að eiga systur sem hún getur reglulega fengið tryllingsleg hlátursköst yfir. 13. maí 2023 10:00
Apple Notes perri sem spilar við kærustuna yfir morgunmatnum Egill Halldórsson, eigandi Wake Up Reykjavík, Górillu Vöruhúss og framkvæmdastjóri þess síðarnefnda, ætlar að gefa sér það að teljast yfir meðallagi fyndinn. Síðustu mánuði hafa hann og kærastan byrjað daginn á því að borða croissant saman og spila Backgammon áður en þau fara í vinnuna. 6. maí 2023 10:01
„Að þurfa að harka fyrir sínu sem íþróttakona er orðið vel þreytt“ Kristín Sverrisdóttir verkstjóri í framleiðsludeild hjá Össur og ráðstefnustýra UAK (Ungra athafnakvenna) hefur frá Covid hafið daginn á hugmyndafræði sem hún lærði úr bókinni Miracle Morning. Kristín hefur líka vanið sig á að vera með slökkt á öppum í símanum sínum fyrir klukkan átta á morgnana. 22. apríl 2023 10:00
Samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni Matti Osvald markþjálfi og fyrirlesari segir skipulagið sitt ganga út á að halda ekki utan um verkefni í höfðinu, heldur tæma höfuðið og setja utanumhaldið frekar í kerfi sem hausinn treystir. Matti samsvarar sig best við Grím skipstjóra í Verbúðinni en það er fyrst og fremst vegna þess að Grímur minnir hann svo á pabba sinn. 29. apríl 2023 10:00