Þorsteinn Víglundsson á villigötum Stefán Ólafsson skrifar 27. maí 2023 14:00 Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. Raunar er ekkert nýtt í þessu hjá Þorsteini, hann hefur áður tuggið upp þennan áróður atvinnurekenda, sem bæði Seðlabankinn og talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast nú illu heilli hafa tekið undir. En hverjar eru staðreyndirnar? Ef of mikil kaupmáttaraukning launa hefði verið í hagkerfinu á þessum tíma sem verðbólgan hefur verið að blossa upp þá hefði það átt að koma fram í því að hlutur launafólks af verðmætasköpuninni í landinu hefði aukist og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda hefði þá átt að vera að lækka. En þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn. Í aðdraganda þess að verðbólgan fór á skrið (2018-2020) og svo alveg til dagsins í dag hefur hlutur launafólks af verðmætasköpuninni verið að minnka umtalsvert og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda að aukast. Það segir okkur að verðbólgan er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, þ.e. á skyggða svæðinu. Brotalínan sýnir verðbólguna. Hlutur launafólks var kominn úr 64% 2018 niður í 59% af verðmætasköpuninni í fyrra og fer væntanlega niður í 57% á yfirstandandi ári. Langtímameðaltal á hlut launafólks er 62% (1973 til 2022). Staða launafólks í heild er því orðin óviðunandi. Hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda jókst á sama tíma úr 36% upp í um 43% á þessu ári og búa fyrirtækin nú við methagnað. Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu. Láglaunafólk fékk mestu kaupmáttaraukninguna út úr Lífskjarssamningnum 2019-2022 vegna hinna flötu krónutöluhækkana sem þar var beitt, en aukning heildar launakostnaðar fyrirtækja varð samt hófleg, því hlutfallsleg hækkun meðal og hærri launa var lægri en hjá láglaunafólki. Raunar var launahækkunin þó almennt of lítil miðað við góðan gang í verðmætasköpuninni. Það sýnir myndin á skýran hátt. Þó Seðlabankinn birti tölur um að laun hafi hækkað hlutfallslega meira hér en í grannríkjunum þá er það eðlilegt, vegna þess að verðmætasköpunin hefur verið meiri hér og verðlag hærra. Ef áfram verður hlustað á áróður atvinnurekenda og hagfræðinganna í Seðlabankanum þá mun hlutur launafólks af verðmætasköpuninni minnka enn frekar. Verkalýðshreyfingin þarf því að halda sínu striki frá Lífskjarasamningnum. Niðurstaðan er augljós. Verðbólgan nú er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Það eru því stjórnendur fyrirtækja sem eru sökudólgarnir en ekki verkalýðshreyfingin! Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri samtaka atvinnurekenda og núverandi forstjóri kennir verkalýðshreyfingunni bæði um verðbólguna sem nú geisar og vaxtahækkanir Seðlabankans, í nýlegri grein í Vísi. Málflutningur hans er í senn hrokafullur og algerlega á skjön við staðreyndir. Raunar er ekkert nýtt í þessu hjá Þorsteini, hann hefur áður tuggið upp þennan áróður atvinnurekenda, sem bæði Seðlabankinn og talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast nú illu heilli hafa tekið undir. En hverjar eru staðreyndirnar? Ef of mikil kaupmáttaraukning launa hefði verið í hagkerfinu á þessum tíma sem verðbólgan hefur verið að blossa upp þá hefði það átt að koma fram í því að hlutur launafólks af verðmætasköpuninni í landinu hefði aukist og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda hefði þá átt að vera að lækka. En þróunin hefur verið algerlega á hinn veginn. Í aðdraganda þess að verðbólgan fór á skrið (2018-2020) og svo alveg til dagsins í dag hefur hlutur launafólks af verðmætasköpuninni verið að minnka umtalsvert og hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda að aukast. Það segir okkur að verðbólgan er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Þetta má sjá á myndinni hér að neðan, þ.e. á skyggða svæðinu. Brotalínan sýnir verðbólguna. Hlutur launafólks var kominn úr 64% 2018 niður í 59% af verðmætasköpuninni í fyrra og fer væntanlega niður í 57% á yfirstandandi ári. Langtímameðaltal á hlut launafólks er 62% (1973 til 2022). Staða launafólks í heild er því orðin óviðunandi. Hlutur fyrirtækja- og fjármagnseigenda jókst á sama tíma úr 36% upp í um 43% á þessu ári og búa fyrirtækin nú við methagnað. Það er beint samband milli aukins hlutar fyrirtækja af þjóðarkökunni og aukinnar verðbólgu. Láglaunafólk fékk mestu kaupmáttaraukninguna út úr Lífskjarssamningnum 2019-2022 vegna hinna flötu krónutöluhækkana sem þar var beitt, en aukning heildar launakostnaðar fyrirtækja varð samt hófleg, því hlutfallsleg hækkun meðal og hærri launa var lægri en hjá láglaunafólki. Raunar var launahækkunin þó almennt of lítil miðað við góðan gang í verðmætasköpuninni. Það sýnir myndin á skýran hátt. Þó Seðlabankinn birti tölur um að laun hafi hækkað hlutfallslega meira hér en í grannríkjunum þá er það eðlilegt, vegna þess að verðmætasköpunin hefur verið meiri hér og verðlag hærra. Ef áfram verður hlustað á áróður atvinnurekenda og hagfræðinganna í Seðlabankanum þá mun hlutur launafólks af verðmætasköpuninni minnka enn frekar. Verkalýðshreyfingin þarf því að halda sínu striki frá Lífskjarasamningnum. Niðurstaðan er augljós. Verðbólgan nú er fyrst og fremst hagnaðardrifin en ekki launadrifin. Það eru því stjórnendur fyrirtækja sem eru sökudólgarnir en ekki verkalýðshreyfingin! Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun