Luton Town í ensku úrvalsdeildina eftir sigur í vító Aron Guðmundsson skrifar 27. maí 2023 18:50 Jordan Clark fagnar marki sínu fyrir Luton í dag Vísir/Getty Luton Town tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili með sigri á Coventry City í úrslitaleik umspils ensku B-deildarinnar sem fór alla leið í vítaspyrnukeppni og bráðabana. Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023 Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
Það var mikið undir á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. Ekki bara sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili heldur myndi sigurvegari úrslitaleiksins einnig tryggja sér því sem nemur rúmlega 170 milljónum punda. Fyrir aðeins fimm árum síðan mættust Luton Town og Coventry City í leik í ensku D-deildinni en í dag áttust þau við í einum stærsta leik enskrar knattspyrnu á ári hverju. Það var Luton Town sem byrjaði leikinn af meiri krafti og á 23. mínútu kom Jordan Clark, leikmaður liðsins, boltanum í netið eftir stoðsendingu frá Elijah Adebayo. Reyndist þetta eina mark fyrri hálfleiksins. Leikmenn Coventry City mættu mun ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og á endanum skilaði það sér í marki. Gustavo Hamer skoraði það mark og jafnaði metin fyrir Coventry eftir stoðsendingu frá Viktor Gyökeres. Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar. Þar var ekkert löglegt mark skorað. Varamaðurinn Joe Taylor kom boltanum í netið á 117. mínútu en í aðdraganda marksins hafði knötturinn farið í hendi hans og því markið réttilega dæmt af. Leiktími framlengingarinnar rann út og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Bæði lið skoruðu úr öllum fimm spyrnum sínum og var því gripið til bráðabana. Dan Potts skoraði úr sinni spyrnu í bráðabananum fyrir Luton Town og því fór pressan öll yfir á Coventry City. Fankaty Dabo tók spyrnu liðsins og skaut yfir markið. Luton Town hafði þar með tryggt sér sæti í ensku úrvalsdeildinni. LUTON TOWN ARE IN THE WHAT A JOURNEY FOR THE CLUB pic.twitter.com/L1CPx77Gly— Football Daily (@footballdaily) May 27, 2023
Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira