Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. maí 2023 19:18 Þessi unga dama var ekki alveg nógu ánægð með að sundferðin varð ekki að veruleika. Vísir/Steingrímur Dúi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. Þrettán sundlaugar á landsbyggðinni eru lokaðar fram á þriðjudag vegna verkfalla félagsmanna BSRB. Verkfallið er hluti af aðgerðum BSRB en kjaraviðræður félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í algerum hnút þó að formaður BSRB hafi látið hafa eftir sér að deiluaðilar séu að nálgast, þó það gangi allt of hægt að hennar sögn. Auk sundlauga hafa verkföllin haft áhrif á leikskóla, grunnskóla og hafnir. Ef til allsherjarverkfalls kemur þann 5. júní mun það einnig ná til bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna svo eitthvað sé nefnt. Isabella varð steinhissa þegar hún kom að lokuðum dyrum. Grunlausir gestir sem ætluðu í sund í Borgarnesi í dag þurftu því að sætta sig við að fá fá ekki að njóta sólarinnar í heita pottinum eða dýfa sér í laugina. Lokunin kom Isabellu sem ætlaði að skella sér í sund í opna skjöldu. „Það er greinilega lokað og ég vissi ekkert um það. Ég lofaði frænku minni að við færum í sund af því að sólin skín í dag. Sólin hefur jú ekki sýnt sig í hálfan mánuð.“ En mun sú stutta jafna sig? „Hún er mjög vonsvikin. Nú getum við ekki farið í búðir því það var meginmarkmiðið að gleðja hana með sundferð. Dagurinn var frátekinn fyrir það. Nú verður hún sorgmædd.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sundlaugar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Sjá meira
Þrettán sundlaugar á landsbyggðinni eru lokaðar fram á þriðjudag vegna verkfalla félagsmanna BSRB. Verkfallið er hluti af aðgerðum BSRB en kjaraviðræður félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga eru í algerum hnút þó að formaður BSRB hafi látið hafa eftir sér að deiluaðilar séu að nálgast, þó það gangi allt of hægt að hennar sögn. Auk sundlauga hafa verkföllin haft áhrif á leikskóla, grunnskóla og hafnir. Ef til allsherjarverkfalls kemur þann 5. júní mun það einnig ná til bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og almenningssamgangna svo eitthvað sé nefnt. Isabella varð steinhissa þegar hún kom að lokuðum dyrum. Grunlausir gestir sem ætluðu í sund í Borgarnesi í dag þurftu því að sætta sig við að fá fá ekki að njóta sólarinnar í heita pottinum eða dýfa sér í laugina. Lokunin kom Isabellu sem ætlaði að skella sér í sund í opna skjöldu. „Það er greinilega lokað og ég vissi ekkert um það. Ég lofaði frænku minni að við færum í sund af því að sólin skín í dag. Sólin hefur jú ekki sýnt sig í hálfan mánuð.“ En mun sú stutta jafna sig? „Hún er mjög vonsvikin. Nú getum við ekki farið í búðir því það var meginmarkmiðið að gleðja hana með sundferð. Dagurinn var frátekinn fyrir það. Nú verður hún sorgmædd.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Sundlaugar Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Sjá meira