Ljóst er nú að ekkert lið á tölfræðilegan möguleika á því að skáka toppliði Al-Ittihad í lokaumferð sádi-arabísku deildarinnar, liðið er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar á meðan að Al-Nassr situr í 2. sæti.
Ronaldo bar fyrirliðabandið í liði Al-Nassr í leiknum sem á endanum varð til þess að gera út um möguleika liðsins á titlinum.
Óljóst er á þessari stundu hvað mun taka við hjá Ronaldo, hvort hann haldi áfram hjá Al-Nassr eftir yfirstandandi tímabil eða söðli um haldi á nýjar slóðir.
Ronaldo hefur verið á mála hjá félaginu síðan í janúar á þessu ári en hann kom á frjálsri sölu til félagsins eftir að samningi hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United var rift.
Hjá Al-Nassr hefur Ronaldo spilað nítján leiki, skorað fjórtán mörk og gefið tvær stoðsendingar.