Fékk dulúðugan Erlend í Unuhúsi á heilann Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. maí 2023 14:57 Sunneva Kristín Sigurðardóttir hefur sökkt sér í rannsóknir á Erlendi í Unuhúsi sem má sjá í góðum hópi til hægri. Aðsent Nafn Erlends í Unuhúsi þekkja margir en maðurinn sjálfur er minna þekktur. Þessa dagana getur fólk fengið rækilega innsýn inn í líf hans með útvarpsþáttunum Litli rauði trékassinn, sýningu um samband hans við Halldór Laxness á Gljúfrasteini og sögugöngu sem verður farin um Reykjavík 31. maí. Allt þrennt er afrakstur rannsóknar Sunnevu Kristínar sem fékk Erlend á heilann síðasta vor. Erlendur Guðmundsson, ætíð nefndur Erlendur í Unuhúsi, var goðsögn í lifanda lífi en hefur í seinni tíð orðið að dulúðlegri goðsagnaveru. Erlendur var sonur Unu Gísladóttur sem átti Unuhús í Garðastræti og leigði þar út herbergi. Unuhús varð að eins konar menningarstofnun og félagsheimili. Fjöldi landsþekktra listamanna vandi komur sínar í Unuhús og myndaðist þar suðupottur strauma og stefna í listum og bókmenntum. Minnisvarða um Erlend má finna í ýmsum verkum gesta Unuhúss, til að mynda í portrettverkum Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur, og skrifum Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar. Sá síðastnefndi skrifaði einmitt bókina Í Unuhúsi um dvöl Stefáns frá Hvítadal í húsinu. Fékk Erlend á heilann Sunneva Kristín Sigurðardóttir, ljóðskáld og safnvörður á Gljúfrasteini, fékk Erlend í Unuhúsi á heilann og sökkti sér í rannsóknarvinnu á honum. Afrakstur rannsóknarinnar er töluverður: söguganga um Erlend, útvarpsþættir og sýning á Gljúfrasteini. Vísir spjallaði við Sunnevu um Erlend. „Ég fékk hann á heilann síðasta vor, þá byrjaði ég að vinna á Gljúfrasteini. Það eru svo mörg fín portrett af honum að ég heillaðist af honum. Þannig ég fór að kafa ofan í sögur af Erlendi og Unuhúsi,“ sagði Sunneva um aðdragandann að rannsókninni „Það voru svo margar sögur af honum víða, allt í einu hitti ég fólk sem hafði búið í Unuhúsi og þetta elti mig smá,“ bætir hún við. „Ég fór að kíkja í alls konar heimildir og þá varð til hugmynd að gera sýningu á Gljúfrasteini. Þetta vatt upp á sig og við fengum styrk frá safnasjóði til að gera hana.“ Úr varð sýningin „En honum á ég flest að þakka“ sem fjallar um vinskap Erlends og Halldórs Laxness í gegnum bréfsamskipti þeirra, skáldskap Laxness og aðra texta. Sýningin opnar næsta laugardag, þann 3. júní, á Gljúfrasteini. Uppstilling við mikið tilefni og gleðskap. Hér má sjá Steinunni Árnadóttur klædda kjólfötum til vinstri. Erlendur Guðmundsson, Nikkólína Árnadóttir með gítarinn. Við hlið Erlendar er góðvinkona hans Áslaug Árnadóttir, þá Sigríður Björnsdóttir og Margrét Árnadóttir. Jóhanna Guðmundsdóttir leikur á píanóið. Myndin er tekin um 1930.Aðsent Grallari og húmoristi en líka harður kommúnisti „Síðan datt mér í hug að gera útvarpsþætti af því þetta er sögudrifið efni frekar en myndrænt. Ég talaði við Rúv og þau voru til svo ég hef mest verið að tala við fræðifólk um listamennina og söguna,“ sagði Sunneva. Þættirnir sem heita Litli rauði trékassinn eru þrír talsins, hver fimmtíu mínútur og verða spilaðir núna yfir hvítasunnuhelgina. . Nafn þáttanna vísar í sjálft sem er lítið rautt timburhús að Garðastræti 15. Að sögn Sunnevu eru þættirnir blanda af viðtölum, fræðilegri umfjöllun og skoplegum sögum. Unuhús er staðsett á Garðastræti 15 og þykir ansi krúttlegt. Facebook „Allar þessar frásagnir af Erlendi eru mjög flæktar í skáldskap. Vinir hans voru auðvitað Laxness og Þórbergur og fleiri skáld þannig að þetta eru mjög skemmtilegar heimildir og oft þversagnakenndar.“ „Útvarpið er skurðpunktur fræða og skáldskapar,“ segir Sunneva um þættina sem hófu göngu sína í gær með þætti um samband Erlends og Þórbergs Þórðarsonar. Í dag kemur út þáttur sem fjallar um Erlend og Halldór Laxness og á morgun verður þáttur um samband Erlends og Nínu Tryggvadóttur. Hefur eitthvað komið á óvart við rannsóknina? „Erlendur er svo mikið tákn fyrir gjafmildi og visku. Það er ákveðinn Jesúblær yfir honum. Svo þegar maður kíkir í bréfasafnið hans er hann svo mikill grallari og húmoristi en líka ákveðinn og harður sósíalisti og kommúnisti. Á sama tíma voru Laxness og Þórbergur að skapa allt aðra mynd af honum,“ segir Sunneva. „Mér fannst svo gaman að sjá hvernig karakterinn kom skýrt í ljós í bréfunum. Það er eiginlega búið að vera skemmtilegast að skoða bréfin, það er svo mikill húmor og galsi í þeim.“ Gengið milli staða tengdum Erlendi og Unuhúsi Upp úr þáttunum og sýningunni spratt síðan söguganga um Erlend sem verður farin 31. maí og er samstarfsverkefni Gljúfrasteins og Borgarsögusafns. Sunneva mun þar ganga með Jóni Karli Helgason, prófessori í íslensku við Háskóla Íslands, um miðbæinn. „Hann er líka búinn að vera með Erlend á heilanum. Á meðan ég er búinn að vera að fókusa á Erlend sem vin í tengslum við vinskap hans við Þórberg, Laxness og Nínu er Jón Karl búinn að vera með námskeið í HÍ og Endurmenntun að skoða eftirstríðsárin og umbreytingarnar í menningarlífinu sem Unuhúss-hópurinn var flæktur í. Við ætlum að flétta þetta tvennt saman,“ segir Sunneva. „Við förum í göngu um Þingholtin og Grjótaþorpið og stoppum á stöðum þar sem eru einhverjar sögur tengdar fólkinu í Unuhúsi, stoppum við húsið sjálft í Garðastræti og endum við leiði Erlendar á Hólavallakirkjugarði.“ Aðspurð hvort hún væri að afhjúpa eitthvað um Erlend gat ekki hún ekki beint sagt það. Hins vegar hefði hún komið höndum undir merkilegt plötusafn Unuhúss sem hefði aldrei sést áður. „Plötusafn Unuhúss hefur verið hulið hingað til en nú er það komið ljóslifandi inn á stofugólf til mín. Þannig það er heimildavinna framundan að skrá niður hvað fólkið hlustaði á, það var ekki bara klassík,“ segir Sunneva sem mun án efa vinna eitthvað skemmtilegt upp úr safninu. Bókmenntir Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Erlendur Guðmundsson, ætíð nefndur Erlendur í Unuhúsi, var goðsögn í lifanda lífi en hefur í seinni tíð orðið að dulúðlegri goðsagnaveru. Erlendur var sonur Unu Gísladóttur sem átti Unuhús í Garðastræti og leigði þar út herbergi. Unuhús varð að eins konar menningarstofnun og félagsheimili. Fjöldi landsþekktra listamanna vandi komur sínar í Unuhús og myndaðist þar suðupottur strauma og stefna í listum og bókmenntum. Minnisvarða um Erlend má finna í ýmsum verkum gesta Unuhúss, til að mynda í portrettverkum Nínu Tryggvadóttur og Louisu Matthíasdóttur, og skrifum Halldórs Laxness og Þórbergs Þórðarsonar. Sá síðastnefndi skrifaði einmitt bókina Í Unuhúsi um dvöl Stefáns frá Hvítadal í húsinu. Fékk Erlend á heilann Sunneva Kristín Sigurðardóttir, ljóðskáld og safnvörður á Gljúfrasteini, fékk Erlend í Unuhúsi á heilann og sökkti sér í rannsóknarvinnu á honum. Afrakstur rannsóknarinnar er töluverður: söguganga um Erlend, útvarpsþættir og sýning á Gljúfrasteini. Vísir spjallaði við Sunnevu um Erlend. „Ég fékk hann á heilann síðasta vor, þá byrjaði ég að vinna á Gljúfrasteini. Það eru svo mörg fín portrett af honum að ég heillaðist af honum. Þannig ég fór að kafa ofan í sögur af Erlendi og Unuhúsi,“ sagði Sunneva um aðdragandann að rannsókninni „Það voru svo margar sögur af honum víða, allt í einu hitti ég fólk sem hafði búið í Unuhúsi og þetta elti mig smá,“ bætir hún við. „Ég fór að kíkja í alls konar heimildir og þá varð til hugmynd að gera sýningu á Gljúfrasteini. Þetta vatt upp á sig og við fengum styrk frá safnasjóði til að gera hana.“ Úr varð sýningin „En honum á ég flest að þakka“ sem fjallar um vinskap Erlends og Halldórs Laxness í gegnum bréfsamskipti þeirra, skáldskap Laxness og aðra texta. Sýningin opnar næsta laugardag, þann 3. júní, á Gljúfrasteini. Uppstilling við mikið tilefni og gleðskap. Hér má sjá Steinunni Árnadóttur klædda kjólfötum til vinstri. Erlendur Guðmundsson, Nikkólína Árnadóttir með gítarinn. Við hlið Erlendar er góðvinkona hans Áslaug Árnadóttir, þá Sigríður Björnsdóttir og Margrét Árnadóttir. Jóhanna Guðmundsdóttir leikur á píanóið. Myndin er tekin um 1930.Aðsent Grallari og húmoristi en líka harður kommúnisti „Síðan datt mér í hug að gera útvarpsþætti af því þetta er sögudrifið efni frekar en myndrænt. Ég talaði við Rúv og þau voru til svo ég hef mest verið að tala við fræðifólk um listamennina og söguna,“ sagði Sunneva. Þættirnir sem heita Litli rauði trékassinn eru þrír talsins, hver fimmtíu mínútur og verða spilaðir núna yfir hvítasunnuhelgina. . Nafn þáttanna vísar í sjálft sem er lítið rautt timburhús að Garðastræti 15. Að sögn Sunnevu eru þættirnir blanda af viðtölum, fræðilegri umfjöllun og skoplegum sögum. Unuhús er staðsett á Garðastræti 15 og þykir ansi krúttlegt. Facebook „Allar þessar frásagnir af Erlendi eru mjög flæktar í skáldskap. Vinir hans voru auðvitað Laxness og Þórbergur og fleiri skáld þannig að þetta eru mjög skemmtilegar heimildir og oft þversagnakenndar.“ „Útvarpið er skurðpunktur fræða og skáldskapar,“ segir Sunneva um þættina sem hófu göngu sína í gær með þætti um samband Erlends og Þórbergs Þórðarsonar. Í dag kemur út þáttur sem fjallar um Erlend og Halldór Laxness og á morgun verður þáttur um samband Erlends og Nínu Tryggvadóttur. Hefur eitthvað komið á óvart við rannsóknina? „Erlendur er svo mikið tákn fyrir gjafmildi og visku. Það er ákveðinn Jesúblær yfir honum. Svo þegar maður kíkir í bréfasafnið hans er hann svo mikill grallari og húmoristi en líka ákveðinn og harður sósíalisti og kommúnisti. Á sama tíma voru Laxness og Þórbergur að skapa allt aðra mynd af honum,“ segir Sunneva. „Mér fannst svo gaman að sjá hvernig karakterinn kom skýrt í ljós í bréfunum. Það er eiginlega búið að vera skemmtilegast að skoða bréfin, það er svo mikill húmor og galsi í þeim.“ Gengið milli staða tengdum Erlendi og Unuhúsi Upp úr þáttunum og sýningunni spratt síðan söguganga um Erlend sem verður farin 31. maí og er samstarfsverkefni Gljúfrasteins og Borgarsögusafns. Sunneva mun þar ganga með Jóni Karli Helgason, prófessori í íslensku við Háskóla Íslands, um miðbæinn. „Hann er líka búinn að vera með Erlend á heilanum. Á meðan ég er búinn að vera að fókusa á Erlend sem vin í tengslum við vinskap hans við Þórberg, Laxness og Nínu er Jón Karl búinn að vera með námskeið í HÍ og Endurmenntun að skoða eftirstríðsárin og umbreytingarnar í menningarlífinu sem Unuhúss-hópurinn var flæktur í. Við ætlum að flétta þetta tvennt saman,“ segir Sunneva. „Við förum í göngu um Þingholtin og Grjótaþorpið og stoppum á stöðum þar sem eru einhverjar sögur tengdar fólkinu í Unuhúsi, stoppum við húsið sjálft í Garðastræti og endum við leiði Erlendar á Hólavallakirkjugarði.“ Aðspurð hvort hún væri að afhjúpa eitthvað um Erlend gat ekki hún ekki beint sagt það. Hins vegar hefði hún komið höndum undir merkilegt plötusafn Unuhúss sem hefði aldrei sést áður. „Plötusafn Unuhúss hefur verið hulið hingað til en nú er það komið ljóslifandi inn á stofugólf til mín. Þannig það er heimildavinna framundan að skrá niður hvað fólkið hlustaði á, það var ekki bara klassík,“ segir Sunneva sem mun án efa vinna eitthvað skemmtilegt upp úr safninu.
Bókmenntir Íslensk tunga Íslensk fræði Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira