Fjöldadauði fugla á Faxaflóa Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 28. maí 2023 12:21 Ritur eru meðal þeirra fugla sem hafa fundist, þessar dóu í fyrra en ekki úr fuglaflensu. Mynd/aðsend Óútskýrður fjöldadauði fugla á Faxaflóa veldur vísindamönnum áhyggjum. Hundruð fugla hafa fundist dauðir í fjörum, jafnvel á stöðum þar sem þeir eru ekki vanir að halda sig. Fuglarnir hafa verið að finnast á gjörvöllu Faxaflóasvæðinu. Mest hefur verið vart við dauða lunda og ritur en að sögn líffræðings er ekki hægt að fullyrða neitt um hvers vegna fuglarnir eru að deyja fyrr en búið er að taka sýni, en það er í höndum MAST. Talsvert var um dauðar ritur á norðurlandi í fyrra en þá var orsökin ekki fuglaflensa, heldur líklega einhvers konar sveppasýking. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur var í Kollafirðinum síðastliðin fimmtudag. „Ég var hérna á fimmtudaginn síðdegis við fuglaathuganir í Kollafirði. Við vorum innst í Kollafirði þar sem fólk gengur á Esjuna og þar urðum við varir við lunda sem voru á sundi fyrir utan, frekar slapplegir að sjá og svo þegar við fórum að rýna í fjöruna sáum við á þriðja tug dauðra lunda og einn uppi á vegi. Svo sáum við lifandi fugla sem voru slappir og voru að synda upp í fjöru til að deyja.“ Ekki sé ljóst hvað sé að gerast en fugladauðinn virðist dreifa sér um allan Faxaflóa. „Þetta virðist þjaka sjófugla, súlan fór mjög illa út úr fuglaflensu í fyrrasumar. Kerfið þarf að taka sig á og spíta í lófana og gera eitthvað í þessu. Skoða þetta betur.“ Það sé mjög óvenjulegt að sjá lunda á þessum slóðum. „Maður sér lunda sjaldan þarna. Það er lundavarp í Andríðsey sem er við Kjalarnesið, en það er það næsta og þeir eru ekkert að þvælast inn á firði neitt. Það var mjög sérkennilegt og dramatískt að sjá þetta.“ Sagði Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur í samtali við fréttastofu. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira
Fuglarnir hafa verið að finnast á gjörvöllu Faxaflóasvæðinu. Mest hefur verið vart við dauða lunda og ritur en að sögn líffræðings er ekki hægt að fullyrða neitt um hvers vegna fuglarnir eru að deyja fyrr en búið er að taka sýni, en það er í höndum MAST. Talsvert var um dauðar ritur á norðurlandi í fyrra en þá var orsökin ekki fuglaflensa, heldur líklega einhvers konar sveppasýking. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur var í Kollafirðinum síðastliðin fimmtudag. „Ég var hérna á fimmtudaginn síðdegis við fuglaathuganir í Kollafirði. Við vorum innst í Kollafirði þar sem fólk gengur á Esjuna og þar urðum við varir við lunda sem voru á sundi fyrir utan, frekar slapplegir að sjá og svo þegar við fórum að rýna í fjöruna sáum við á þriðja tug dauðra lunda og einn uppi á vegi. Svo sáum við lifandi fugla sem voru slappir og voru að synda upp í fjöru til að deyja.“ Ekki sé ljóst hvað sé að gerast en fugladauðinn virðist dreifa sér um allan Faxaflóa. „Þetta virðist þjaka sjófugla, súlan fór mjög illa út úr fuglaflensu í fyrrasumar. Kerfið þarf að taka sig á og spíta í lófana og gera eitthvað í þessu. Skoða þetta betur.“ Það sé mjög óvenjulegt að sjá lunda á þessum slóðum. „Maður sér lunda sjaldan þarna. Það er lundavarp í Andríðsey sem er við Kjalarnesið, en það er það næsta og þeir eru ekkert að þvælast inn á firði neitt. Það var mjög sérkennilegt og dramatískt að sjá þetta.“ Sagði Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur í samtali við fréttastofu.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Innlent Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Innlent Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Innlent Tóku skref í rétta átt um helgina Innlent Fleiri fréttir „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Þarf að greiða á sjöunda þúsund fyrir að kjósa Frost en þurrt þegar bílarnir skullu saman Tóku skref í rétta átt um helgina Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Ríkissáttasemjari segir viðræðum miða ágætlega Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar Fengu ekki inni hjá borginni og gistu í fangageymslum Vill ekki að talað sé um íslenska garðyrkju í þátíð Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Alvarlegt bílslys við Þrastalund og þrír fluttir með þyrlunni Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastalund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Sjá meira