Það er Sky News sem að greinir frá málavendingunum en Paris Saint-Germain hefur staðfest tíðindin sem birtust fyrst í spænskum fjölmiðlum.
Rico liggur nú á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa hlotið þung höfuðhögg í kjölfar þess að hafa fallið af hestbaki.
Rico er 29 ára gamall en hann gekk til liðs við Paris Saint-Germain, þar sem hann hefur verið varamarkvörður liðsins, árið 2020.
BREAKING: Paris St Germain goalkeeper Sergio Rico is in intensive care following a riding accident.https://t.co/tq4ZeRDspi
— Sky News (@SkyNews) May 28, 2023
Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/KiSGg7TCkf