Með hjartað í buxunum þegar verkið týndist í pósti Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. maí 2023 08:01 Feðgarnir Egill Eðvarðsson og Elli Egilsson standa fyrir sýningunni SAMMÁLA í Gallery Porti. Þeir eru viðmælendur í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm Listrænu feðgarnir Elli Egilsson og Egill Eðvarðsson eru kannski ekki alltaf sammála þegar það kemur að listinni en þeir opnuðu þó saman sýninguna SAMMÁLA í Gallery Porti. Með sýningunni segja þeir að það hafi sannarlega komið í ljós að þeir geti unnið saman og það sem eftir standi sé fyrst og fremst virðing og væntumþykja í garð hvors annars. Elli og Egill eru viðmælendur í þessum þætti af Kúnst. Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: KÚNST - Elli Egilsson & Egill Eðvarðsson Síðastliðin þrjú ár hafa feðgarnir sent listaverkin heimshorna á milli, frá Íslandi til Las Vegas fram og til baka, og unnið saman að þeim en Elli er búsettur vestanhafs og Egill hér heima. Hugmyndin að samsýningu kviknaði fyrir nokkrum árum síðan og segir Elli engan annan myndlistarmann en pabba sinn hafa komið til greina til að vinna með að þessu. „Við vorum ekki sammála en við gætum verið í allan dag að tala um það. Það fyrsta sem við vorum þó sammála um var að við ætluðum ekki að sýna hvað við vorum að gera ofan í hvorn annan,“ segir Elli, en það gat tekið langan tíma að senda verkin á milli. Því var alltaf óvænt að sjá hvað beið þeirra á striganum sem kom í pósti. Hvert og eitt listaverk á sýningunni fór í gegnum ýmsar breytingar á þessum þremur árum en feðgarnir sendu verkin sín á milli og voru þau í stöðugri breytingu. Vísir/Vilhelm Virðingin og væntumþykjan Elli nefnir að eitt sinn hafi hann verið búinn að mála landslagsverk sem hann sendi á pabba sinn og fékk svo til baka eitthvað allt annað. „Það var gott samt,“ skýtur Egill þá inn kíminn, sem Elli svarar með nei-i en feðgarnir hafa greinilega góðan húmor fyrir hvor öðrum. Egill og Elli komust að því að þeir gætu svo sannarlega unnið saman. Á strigunum stendur sérstaklega eftir virðingin og væntumþykjan. Vísir/Vilhelm Í ferlinu ákváðu þeir að það yrðu engar reglur og að lokum byrjaði að myndast einhver heild. Fyrir Agli var forvitnilegt að sjá hvernig þeir feðgar gætu unnið saman. „Það er að segja verður það til einhvers? Skiptir það einhverju máli? Verða þetta allt í lagi myndir? Það sem kom skemmtilega á óvart fannst mér var að við náðum einkennum hvors annars ágætlega og það bara small saman, hægt og rólega. Eftir stendur að jú það eru fullt af myndum og ég er ágætlega ánægður með þær, mér finnst sumar frábærar, en ég var hvað mest ánægður með að við gætum unnið saman. Mér fannst bæði virðing annars vegar og væntumþykja hins vegar í myndunum. Það stendur ekkert neins staðar en það er bara eitthvað í gangi þar sem við sýndum hvor öðrum virðingu og væntumþykju.“ „Ég heyri í þér í fyrramálið, þú ert drukkinn“ „Ef þú hefðir sagt við mig eitt málverkið hefði endað með körfubolta, belju, árfarvegi, taflborði, pöddu, fjalli og spreyi, þá hefði ég sagt ég heyri í þér í fyrramálið, þú ert drukkinn,“ segir Elli glettinn, beinir orðum sínum í átt að Agli og bætir við: „En svo meikar það meikar einhvern sens þegar þú ert búinn að vera að vinna í þessu svona lengi og þegar þetta er búið að flakka á milli.“ Elli Egilsson hefur verið að gera góða hluti í listinni vestanhafs ásamt því að vera reglulega með sýningar hér heima.Vísir/Vilhelm Föst í Kaliforníu Málverkin lentu sum hver í ævintýrum á leið sinni vestur um haf. „Þetta týndist í póstinum og var fast í Kaliforníu. Sem betur fer er ég súper genius að setja airtags inn í túburnar þannig að ég vissi nákvæmlega hvar þetta var. En svo var þetta ekki að haggast og ég var að fríka út, uppfæra símann minn reglulega og hugsa að þetta mætti alls ekki týnast. Þá vorum við kannski búnir að vera að vinna í þessu í tvö og hálft ár og það var alveg að verða tilbúið,“ segir Elli. Þeir ákváðu síðan að verkin væru tilbúin þegar að Egill fór í heimsókn til sonar síns til Las Vegas. Þar máluðu þeir stanslaust í nokkrar vikur með bakið í hvorn annan og áttu verðmætar stundir en Egill sá ekki einu sinni hið fræga Las Vegas Strip þar sem tíminn fór allur í listsköpunina. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti af KÚNST. Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands fyrir rúmum sjö árum síðan með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Jón Sæmundur eða Nonni í DEAD galleríi, hefur haft áhrif á íslensku list senuna í áratugi með málverkum, bolum og plötuumslögum svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi. Kúnst Menning Tengdar fréttir Hristir upp í hefðbundnum heimilisstíl „Mér finnst alltaf áhugavert að sjá hvað við setjum inn til okkar. Við flytjum inn í einhvern hvítan kassa og svo formum við hann og mótum og breytum öllu. Og mig langaði að koma með innleg inn á heimilið, mér fannst það mjög spennandi,“ segir hönnuðurinn og listakonan Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 24. maí 2023 07:00 „Mig langaði bara að leyfa geirvörtunni að njóta sín“ „Ég var búin að upplifa það svolítið mikið hvað þetta var mikið tabú,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind notast gjarnan við viðfangsefni á borð við kvenlíkamann og náttúruna og má segja að verk hennar séu femínísk og einkennist af kvennakrafti. Um þrítugt ákvað hún að skrá sig í ljósmyndanám í Osló og átti lífið í kjölfarið eftir að gjörbreytast í listræna og ævintýralega átt. 1. maí 2023 07:00 Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 17. apríl 2023 07:00 Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 10. apríl 2023 07:01 Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. 23. mars 2023 07:01 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Þáttinn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Klippa: KÚNST - Elli Egilsson & Egill Eðvarðsson Síðastliðin þrjú ár hafa feðgarnir sent listaverkin heimshorna á milli, frá Íslandi til Las Vegas fram og til baka, og unnið saman að þeim en Elli er búsettur vestanhafs og Egill hér heima. Hugmyndin að samsýningu kviknaði fyrir nokkrum árum síðan og segir Elli engan annan myndlistarmann en pabba sinn hafa komið til greina til að vinna með að þessu. „Við vorum ekki sammála en við gætum verið í allan dag að tala um það. Það fyrsta sem við vorum þó sammála um var að við ætluðum ekki að sýna hvað við vorum að gera ofan í hvorn annan,“ segir Elli, en það gat tekið langan tíma að senda verkin á milli. Því var alltaf óvænt að sjá hvað beið þeirra á striganum sem kom í pósti. Hvert og eitt listaverk á sýningunni fór í gegnum ýmsar breytingar á þessum þremur árum en feðgarnir sendu verkin sín á milli og voru þau í stöðugri breytingu. Vísir/Vilhelm Virðingin og væntumþykjan Elli nefnir að eitt sinn hafi hann verið búinn að mála landslagsverk sem hann sendi á pabba sinn og fékk svo til baka eitthvað allt annað. „Það var gott samt,“ skýtur Egill þá inn kíminn, sem Elli svarar með nei-i en feðgarnir hafa greinilega góðan húmor fyrir hvor öðrum. Egill og Elli komust að því að þeir gætu svo sannarlega unnið saman. Á strigunum stendur sérstaklega eftir virðingin og væntumþykjan. Vísir/Vilhelm Í ferlinu ákváðu þeir að það yrðu engar reglur og að lokum byrjaði að myndast einhver heild. Fyrir Agli var forvitnilegt að sjá hvernig þeir feðgar gætu unnið saman. „Það er að segja verður það til einhvers? Skiptir það einhverju máli? Verða þetta allt í lagi myndir? Það sem kom skemmtilega á óvart fannst mér var að við náðum einkennum hvors annars ágætlega og það bara small saman, hægt og rólega. Eftir stendur að jú það eru fullt af myndum og ég er ágætlega ánægður með þær, mér finnst sumar frábærar, en ég var hvað mest ánægður með að við gætum unnið saman. Mér fannst bæði virðing annars vegar og væntumþykja hins vegar í myndunum. Það stendur ekkert neins staðar en það er bara eitthvað í gangi þar sem við sýndum hvor öðrum virðingu og væntumþykju.“ „Ég heyri í þér í fyrramálið, þú ert drukkinn“ „Ef þú hefðir sagt við mig eitt málverkið hefði endað með körfubolta, belju, árfarvegi, taflborði, pöddu, fjalli og spreyi, þá hefði ég sagt ég heyri í þér í fyrramálið, þú ert drukkinn,“ segir Elli glettinn, beinir orðum sínum í átt að Agli og bætir við: „En svo meikar það meikar einhvern sens þegar þú ert búinn að vera að vinna í þessu svona lengi og þegar þetta er búið að flakka á milli.“ Elli Egilsson hefur verið að gera góða hluti í listinni vestanhafs ásamt því að vera reglulega með sýningar hér heima.Vísir/Vilhelm Föst í Kaliforníu Málverkin lentu sum hver í ævintýrum á leið sinni vestur um haf. „Þetta týndist í póstinum og var fast í Kaliforníu. Sem betur fer er ég súper genius að setja airtags inn í túburnar þannig að ég vissi nákvæmlega hvar þetta var. En svo var þetta ekki að haggast og ég var að fríka út, uppfæra símann minn reglulega og hugsa að þetta mætti alls ekki týnast. Þá vorum við kannski búnir að vera að vinna í þessu í tvö og hálft ár og það var alveg að verða tilbúið,“ segir Elli. Þeir ákváðu síðan að verkin væru tilbúin þegar að Egill fór í heimsókn til sonar síns til Las Vegas. Þar máluðu þeir stanslaust í nokkrar vikur með bakið í hvorn annan og áttu verðmætar stundir en Egill sá ekki einu sinni hið fræga Las Vegas Strip þar sem tíminn fór allur í listsköpunina. Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Hér fyrir neðan má sjá fleiri þætti af KÚNST. Benjamin Hardman flutti úlpulaus til Íslands fyrir rúmum sjö árum síðan með um það bil þúsund fylgjendur á Instagram og draum um að geta unnið sem ljósmyndari. Hann er nú með um 725 þúsund fylgjendur þar sem hann deilir ævintýrum sínum og sinnir ástríðu sinni á ljósmyndun og myndbandsgerð af fullum krafti. Listakonan Rakel Tómasdóttir hefur verið sjálfstætt starfandi síðastliðin ár og er í grunnin menntuð í grafískri hönnun. Viðfangsefni hennar einkennast gjarnan af konum og kvenlíkamanum en hún hefur einnig ferðast ein víða um heiminn og sótt innblástur í ævintýri ferða sinna. Jón Sæmundur eða Nonni í DEAD galleríi, hefur haft áhrif á íslensku list senuna í áratugi með málverkum, bolum og plötuumslögum svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að sjá alla þættina hér á Vísi.
Kúnst Menning Tengdar fréttir Hristir upp í hefðbundnum heimilisstíl „Mér finnst alltaf áhugavert að sjá hvað við setjum inn til okkar. Við flytjum inn í einhvern hvítan kassa og svo formum við hann og mótum og breytum öllu. Og mig langaði að koma með innleg inn á heimilið, mér fannst það mjög spennandi,“ segir hönnuðurinn og listakonan Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 24. maí 2023 07:00 „Mig langaði bara að leyfa geirvörtunni að njóta sín“ „Ég var búin að upplifa það svolítið mikið hvað þetta var mikið tabú,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind notast gjarnan við viðfangsefni á borð við kvenlíkamann og náttúruna og má segja að verk hennar séu femínísk og einkennist af kvennakrafti. Um þrítugt ákvað hún að skrá sig í ljósmyndanám í Osló og átti lífið í kjölfarið eftir að gjörbreytast í listræna og ævintýralega átt. 1. maí 2023 07:00 Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 17. apríl 2023 07:00 Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 10. apríl 2023 07:01 Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. 23. mars 2023 07:01 „Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Hristir upp í hefðbundnum heimilisstíl „Mér finnst alltaf áhugavert að sjá hvað við setjum inn til okkar. Við flytjum inn í einhvern hvítan kassa og svo formum við hann og mótum og breytum öllu. Og mig langaði að koma með innleg inn á heimilið, mér fannst það mjög spennandi,“ segir hönnuðurinn og listakonan Hanna Dís Whitehead, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 24. maí 2023 07:00
„Mig langaði bara að leyfa geirvörtunni að njóta sín“ „Ég var búin að upplifa það svolítið mikið hvað þetta var mikið tabú,“ segir ljósmyndarinn og listakonan Berglind Rögnvaldsdóttir, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Berglind notast gjarnan við viðfangsefni á borð við kvenlíkamann og náttúruna og má segja að verk hennar séu femínísk og einkennist af kvennakrafti. Um þrítugt ákvað hún að skrá sig í ljósmyndanám í Osló og átti lífið í kjölfarið eftir að gjörbreytast í listræna og ævintýralega átt. 1. maí 2023 07:00
Ferillinn fór á flug eftir örlagaríka listasýningu vestanhafs „Ég fór úr því að vera einn í kjallara heima hjá mér að mála í einhverju ströggli og yfir í að geta allt í einu farið að lifa á því að gera myndlist, sem virðist hafa gerst á einni nóttu,“ segir listamaðurinn Baldur Helgason, sem hefur verið að gera góða hluti í hinum stóra heimi myndlistarinnar. Baldur fer eigin leiðir í listinni og er óhræddur við að kafa djúpt inn á við í sinni listsköpun en hann er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 17. apríl 2023 07:00
Draumurinn rættist þegar Netflix hringdi Ljósmyndarinn Benjamin Hardman hefur verið hugfanginn af Íslandi frá því hann kom hingað í fyrsta skipti árið 2013. Tveimur árum síðar flutti hann hingað og hefur síðan þá unnið hörðum höndum að því að láta draum sinn rætast um að vinna af fullum krafti við ljósmyndun og myndbandsgerð. Hann á að baki sér áhugaverða og einstaka sögu en Benjamin Hardman er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 10. apríl 2023 07:01
Fékk ljós að láni hjá Salvador Dali Myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir er óhrædd við að nálgast óþægileg viðfangsefni í list sinni. Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni þar sem verk Siggu Bjargar eiga í samtali við verk Ásmundar Sveinssonar. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst, þar sem hún deilir sínum skapandi hugarheimi ásamt skemmtilegum sögum. 23. mars 2023 07:01
„Hann var á betra kaupi en þær við það að horfa á þær vinna“ Listakonan, vefarinn og brautryðjandinn Hildur Hákonardóttir hefur haft mikil áhrif á íslenska listheiminn með einstökum og pólitískum verkum sínum. Hún hefur með sanni átt viðburðaríkt líf og er þekkt fyrir að hafa alltaf verið nokkrum skrefum á undan. Verk hennar prýða nú Kjarvalsstaði á yfirlitssýningunni Rauður þráður sem Sigrún Hrólfsdóttir sýningarstýrir. Hildur Hákonardóttir er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 5. mars 2023 06:01