Innlent

Mikið um ölvunarakstur aðfararnótt hvítasunnu

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
_39I2130
vísir/vilhelm

Töluvert var um umferðaróhöpp og slys aðfararnótt hvítasunnu, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Í Austurbæ Reykjavíkur var ökumaður sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði eftir að bifreið hans mældist á 64 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst. Annar var stöðvaður og reyndist þegar sviptur ökuréttindum. Sá á von á sekt.

Í Hlíðahverfi keyrði ofurölvi okumaður aftan á aðra og gistir nú í fangaklefa. Farþegi í bifreiðinni neitaði að gefa upp nafn og kennitölu og var hann handtekinn og færður á lögreglustöð.

Þá var reiðhjólamaður einig fluttur á bráðamóttöku eftir að hann og bifreið skulu saman. Reiðhjólamaðurinn var töluvert ölvaður og segir í tilkynningu að hann verði kærður fyrri að hafa reynt að stjórna hjólinu undir áhrifum áfengis. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×