Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Ferðaþjónusta í Grímsey er í lamasessi þar sem Sæfari, ferja Grímseyinga, er í slipp. Ferjan átti að byrja að sigla aftur í maí en því hefur tvívegis verið frestað. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við veitingamann í eyjunni, sem hefur áhyggjur af stöðunni. 

Recep Tayyip Erdogan var í gærkvöldi endurkjörinn forseti Tyrklands. Hann verður forseti í fimm ár til viðbótar og mun þá hafa verið í embætti í aldarfjórðung. Stjórnmálafræðingur segir þessa niðurstöðu munu hafa nokkur áhrif á þróun NATO og andstaða Tyrkja við aðild Svía í bandalaginu muni jafnvel magnast upp.

Þá heyrum við í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem fór nýlega um landið til að kynna landsmenn fyrir stefnu stjórnvalda í sjálfbærnimálum. 

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan hálf tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×