Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 27-24 | Bikarinn fer aftur til Eyja Sindri Sverrisson skrifar 29. maí 2023 21:42 Haukar fögnuðu vel eftir að hafa jafnað einvígið í 2-2 í kvöld, fyrir framan svekkta Eyjamenn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslandsmeistarabikarinn í handbolta karla heldur áfram ferðalagi sínu. Eftir að hafa verið á svæðinu í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld, og á Ásvöllum í kvöld, fer hann aftur til Eyja á miðvikudaginn þar sem einvígi Hauka og ÍBV ræðst í oddaleik. Þetta varð ljóst eftir 27-24 sigur Hauka í kvöld en þeir sýndu hreint stórkostlega frammistöðu á heimavelli og bjuggu sér til stórt forskot í fyrri hálfleik, 17-10. Haukar náðu strax góðum tökum á leiknum á meðan að Eyjamenn virtust hreinlega enn vera að svekkja sig á partýinu sem ekki varð í Eyjum á föstudaginn. Aron Rafn Eðvarðsson varði þrjú víti í leiknum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Varnarleikur Haukanna var frá fyrstu mínútu afar sterkur, með Adam Hauk Baumruk fremstan í flokki, og Haukar komust í 5-1 gegn ráðalausum gestunum. Rúnar Kárason reyndi að koma gestunum inn í leikinn, vanur því að þurfa að draga vagninn í sóknarleiknum, og hann minnkaði muninn í 7-4 með sínu þriðja marki. En Haukar náðu smám saman einnig að hemja hann, á meðan að margir létu til sín taka í sóknarleik Hauka sem bjuggu sér til gott forskot eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Aron Rafn í miklum ham Það gerði einnig gæfumuninn fyrir Hauka að Aron Rafn Eðvarðsson komst í mikið stuð í markinu, og þegar svo er þá er eiginlega ekki hægt að stoppa þetta lið. Aron varði ellefu skot bara í fyrri hálfleik, og þar af bæði vítaköst Eyjamanna, en að öðru leyti hjálpaði vörnin honum mikið. Hann endaði með 22 varin skot í leiknum, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Varnarmenn Hauka gengu vasklega fram í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að sama skapi fengu gestirnir enga markvörslu frá Pavel Miskevich, bara ekki eitt einasta skot, og þó að það hafi skánað með innkomu Petar Jokanovic, sérstaklega í seinni hálfleik, þá var markvarslan risastór þáttur í sigri Hauka. Það er orðin þreytt tugga að tala um hvernig markvarslan heftir lið ÍBV en það er einfaldlega staðreynd, jafnvel þó að koma Pavels til félagsins hafi hjálpað mikið til. Haukar voru 17-10 yfir í hálfleik og vörðu forskotið vel framan af seinni hálfleik. Sjálfsagt hafa einhverjir þó óttast að á síðasta korterinu myndu hlutirnir breytast, og Eyjamenn fara að éta upp forskotið, og það gerðist svo sem en bara ekki nógu hratt eða mikið. Stuðningsmenn Hauka voru afar vel með á nótunum í kvöld og létu hvítklædda gestina ekki kaffæra sig.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vel studdir af fjölmörgum stuðningsmönnum, sem ásamt Haukafólki troðfylltu Ásvelli löngu fyrir leik í kvöld, náðu Eyjamenn að komast nær þeim gír sem þeir þurfa að vera í allan leikinn. En vörn Hauka stóð alltaf fyrir sínu. ÍBV náði að skora síðustu tvö mörkin, eftir að Adam var farinn af velli með rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir, og minnka muninn í 27-24 en þær tölur gefa ekki alveg rétta mynd af svakalega sannfærandi sigri heimamanna. Andri Már Rúnarsson var greinilega mjög meðvitaður um það að sóknarmenn Hauka mættu ekki missa dampinn þegar mótlætið kæmi, á lokakafla leiksins, og var algjörlega óhræddur við að láta vaða sama hvernig staðan var. En það var fyrst og fremst vörnin sem kom í veg fyrir að ÍBV gæti búið til spennu í leiknum og ef hún stendur áfram svona á miðvikudag eru góðar líkur á að Íslandsmeistarabikarinn mæti aftur á stað sem hann hefur kynnst best af öllum á þessari öld, á Ásvöllum. „Þá kemur stemningin með og það leið öllum vel“ „Við erum að spila allan leikinn. Við missum ekki haus. Þetta fræga korter í lok leiks, þegar við misstum hausinn í fyrstu tveimur leikjunum, hefur breyst. Og ef það gengur erfiðlega sóknarlega þá höldum við alla vega í vörnina. Mér finnst við hafa gert það vel í síðustu tveimur leikjum og nú þurfum við bara að halda því áfram,“ segir Andri Már Rúnarsson, markahæsti maður Hauka í leiknum í kvöld, með sjö mörk. Andri segir menn orðna vel undir það búna núna hvernig Eyjamenn séu á lokaköflum leikja: „Svona er bara ÍBV. Maður hefur séð marga leiki þar sem þeir koma til baka, sérstaklega í þessari úrslitakeppni, og stuðningurinn þeirra er frábær. Það drífur þetta lið svo mikið áfram. En við verðum að vera með kaldan haus og ekki koðna niður. Það var frábærlega mætt í dag, bæði okkar megin og þeirra megin, og þetta eru langskemmtilegustu leikirnir. Þess vegna er maður í þessu allan veturinn,“ sagði Andri. Andri Már Rúnarsson tilbúinn að taka á bróður sínum, Sigtryggi Daða, með aðstoð Adams Hauks Baumruk og Þráins Orra Jónssonar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spurður út í frábæran fyrri hálfleik Hauka svaraði hann: „Okkur leið bara vel. Við vorum með þá í vörn og náðum að framkvæma hlutina vel í sókn. Þá kemur stemningin með og það leið öllum vel. Þetta var bara geggjað.“ Oddaleikurinn verður eins og fyrr segir í Eyjum á miðvikudagskvöld: „Þetta verður örugglega hörkuleikur eins og allir leikirnir í þessu einvígi. Við verðum bara að mæta með hausinn rétt skrúfaðan á, og mæta í það verkefni með hundrað prósent aga, vilja og allan þennan pakka. Þetta er hörkulið [lið Eyjamanna] og þeir eru alls ekki búnir. Þetta verður líka í Eyjum og mjög erfitt. Við þurfum að mæta fullgíraðir.“ Handbolti ÍBV Haukar Olís-deild karla
Íslandsmeistarabikarinn í handbolta karla heldur áfram ferðalagi sínu. Eftir að hafa verið á svæðinu í Vestmannaeyjum á föstudagskvöld, og á Ásvöllum í kvöld, fer hann aftur til Eyja á miðvikudaginn þar sem einvígi Hauka og ÍBV ræðst í oddaleik. Þetta varð ljóst eftir 27-24 sigur Hauka í kvöld en þeir sýndu hreint stórkostlega frammistöðu á heimavelli og bjuggu sér til stórt forskot í fyrri hálfleik, 17-10. Haukar náðu strax góðum tökum á leiknum á meðan að Eyjamenn virtust hreinlega enn vera að svekkja sig á partýinu sem ekki varð í Eyjum á föstudaginn. Aron Rafn Eðvarðsson varði þrjú víti í leiknum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Varnarleikur Haukanna var frá fyrstu mínútu afar sterkur, með Adam Hauk Baumruk fremstan í flokki, og Haukar komust í 5-1 gegn ráðalausum gestunum. Rúnar Kárason reyndi að koma gestunum inn í leikinn, vanur því að þurfa að draga vagninn í sóknarleiknum, og hann minnkaði muninn í 7-4 með sínu þriðja marki. En Haukar náðu smám saman einnig að hemja hann, á meðan að margir létu til sín taka í sóknarleik Hauka sem bjuggu sér til gott forskot eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Aron Rafn í miklum ham Það gerði einnig gæfumuninn fyrir Hauka að Aron Rafn Eðvarðsson komst í mikið stuð í markinu, og þegar svo er þá er eiginlega ekki hægt að stoppa þetta lið. Aron varði ellefu skot bara í fyrri hálfleik, og þar af bæði vítaköst Eyjamanna, en að öðru leyti hjálpaði vörnin honum mikið. Hann endaði með 22 varin skot í leiknum, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Varnarmenn Hauka gengu vasklega fram í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Að sama skapi fengu gestirnir enga markvörslu frá Pavel Miskevich, bara ekki eitt einasta skot, og þó að það hafi skánað með innkomu Petar Jokanovic, sérstaklega í seinni hálfleik, þá var markvarslan risastór þáttur í sigri Hauka. Það er orðin þreytt tugga að tala um hvernig markvarslan heftir lið ÍBV en það er einfaldlega staðreynd, jafnvel þó að koma Pavels til félagsins hafi hjálpað mikið til. Haukar voru 17-10 yfir í hálfleik og vörðu forskotið vel framan af seinni hálfleik. Sjálfsagt hafa einhverjir þó óttast að á síðasta korterinu myndu hlutirnir breytast, og Eyjamenn fara að éta upp forskotið, og það gerðist svo sem en bara ekki nógu hratt eða mikið. Stuðningsmenn Hauka voru afar vel með á nótunum í kvöld og létu hvítklædda gestina ekki kaffæra sig.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Vel studdir af fjölmörgum stuðningsmönnum, sem ásamt Haukafólki troðfylltu Ásvelli löngu fyrir leik í kvöld, náðu Eyjamenn að komast nær þeim gír sem þeir þurfa að vera í allan leikinn. En vörn Hauka stóð alltaf fyrir sínu. ÍBV náði að skora síðustu tvö mörkin, eftir að Adam var farinn af velli með rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir, og minnka muninn í 27-24 en þær tölur gefa ekki alveg rétta mynd af svakalega sannfærandi sigri heimamanna. Andri Már Rúnarsson var greinilega mjög meðvitaður um það að sóknarmenn Hauka mættu ekki missa dampinn þegar mótlætið kæmi, á lokakafla leiksins, og var algjörlega óhræddur við að láta vaða sama hvernig staðan var. En það var fyrst og fremst vörnin sem kom í veg fyrir að ÍBV gæti búið til spennu í leiknum og ef hún stendur áfram svona á miðvikudag eru góðar líkur á að Íslandsmeistarabikarinn mæti aftur á stað sem hann hefur kynnst best af öllum á þessari öld, á Ásvöllum. „Þá kemur stemningin með og það leið öllum vel“ „Við erum að spila allan leikinn. Við missum ekki haus. Þetta fræga korter í lok leiks, þegar við misstum hausinn í fyrstu tveimur leikjunum, hefur breyst. Og ef það gengur erfiðlega sóknarlega þá höldum við alla vega í vörnina. Mér finnst við hafa gert það vel í síðustu tveimur leikjum og nú þurfum við bara að halda því áfram,“ segir Andri Már Rúnarsson, markahæsti maður Hauka í leiknum í kvöld, með sjö mörk. Andri segir menn orðna vel undir það búna núna hvernig Eyjamenn séu á lokaköflum leikja: „Svona er bara ÍBV. Maður hefur séð marga leiki þar sem þeir koma til baka, sérstaklega í þessari úrslitakeppni, og stuðningurinn þeirra er frábær. Það drífur þetta lið svo mikið áfram. En við verðum að vera með kaldan haus og ekki koðna niður. Það var frábærlega mætt í dag, bæði okkar megin og þeirra megin, og þetta eru langskemmtilegustu leikirnir. Þess vegna er maður í þessu allan veturinn,“ sagði Andri. Andri Már Rúnarsson tilbúinn að taka á bróður sínum, Sigtryggi Daða, með aðstoð Adams Hauks Baumruk og Þráins Orra Jónssonar.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Spurður út í frábæran fyrri hálfleik Hauka svaraði hann: „Okkur leið bara vel. Við vorum með þá í vörn og náðum að framkvæma hlutina vel í sókn. Þá kemur stemningin með og það leið öllum vel. Þetta var bara geggjað.“ Oddaleikurinn verður eins og fyrr segir í Eyjum á miðvikudagskvöld: „Þetta verður örugglega hörkuleikur eins og allir leikirnir í þessu einvígi. Við verðum bara að mæta með hausinn rétt skrúfaðan á, og mæta í það verkefni með hundrað prósent aga, vilja og allan þennan pakka. Þetta er hörkulið [lið Eyjamanna] og þeir eru alls ekki búnir. Þetta verður líka í Eyjum og mjög erfitt. Við þurfum að mæta fullgíraðir.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti