Jakob Snær: Vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar Árni Gísli Magnússon skrifar 29. maí 2023 19:01 Jakob Snær Árnason var hetja KA þegar hann skoraði tvö mörk í blálokin gegn Fram. Vísir/Hulda Margrét Jakob Snær Árnason, leikmaður KA, kom inn á sem varamaður í 4-2 sigri gegn Fram á Greifavellinum á Akureyri í dag. Staðan var 2-2 á 85. mínútu en þá skoraði Jakob þegar boltinn fór af honum og í markið eftir skot frá Þorra Mar Þórissyni. Hann innsiglaði svo sigur KA með marki í uppbótartíma eftir skyndisókn. „Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira
„Fyrst og fremst jákvætt að koma okkar aftur á sigurbraut. Það er búið að vera pínu þungt yfir okkur þannig það vantaði einhvern smá neista sem ég vona að við höfum kveikt hérna í dag. Gott að komast aftur á sigurbraut bara.” Fyrir leikinn í dag hafði KA tapað þremur síðustu leikjum sínum gegn Val, Breiðablik og Víkingi með markatölunni 10-0. Hefur verið þungt yfir hópnum eða hafa menn reynt að horfa á það jákvæða? „Að sjálfsögðu reynum við að horfa á þetta með jákvæðum augum, þetta eru sterk lið sem við erum að mæta en við við viljum að sjálfsögðu vinna þau líka. Gekk ekki alveg núna en það er bara annað hvort að leggjast niður og grenja eða standa í lappirnar og koma út með kassann í næsta leik. Þó þetta hafi ekki verið besta frammistaðan heilt á litið þá fannst mér vera smá neisti í að vinna fyrir hvorn annan og við komum svona sterkir til baka.” Jakob kom heldur betur inn á með krafti og tryggði KA sigurinn með tveimur mörkum seint í leiknum. „Þegar maður er með góða liðsfélaga sem að gefa manni mörk þá tekur maður þau, ég tek öllum mörkum, og bara gaman að geta klárað þetta fyrir okkur en fyrst og fremst held ég að það hafi verið mikilvægt fyrir okkur að komast á sigurbraut, hitt var bónus. Það má samt ekki staldra of lengi við þetta því við vitum að það er stutt í hinn endann líka þannig þetta er bara vonandi byrjunin á því sem við ætlum að sýna í sumar.” Fyrra markið hjá Jakobi kemur eftir að Þorri Mar á fast skot í átt að marki sem breytir um stefnu af Jakobi. Var hann að reyna stýra boltanum eða kom hann óvænt utan í hann? „Ég er að hlaupa inn og boltinn kemur svona, mig grunar að markmaðurinn sé svona pínu að lesa skotið. Þannig ég er svona að reyna aðeins að setja löppina í þetta en það má ekki vera mikið og mátti alls ekki vera meira því þá hefði hann farið fram hjá en bara sætt að sjá hann inni,” sagði Jakob Snær að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ Handbolti Fleiri fréttir „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Sjá meira