Arnar Grétarsson: Við setjum þetta aftur upp í mót Sverrir Mar Smárason skrifar 29. maí 2023 22:01 Arnar var sáttur með sigur kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Arnari Grétarssyni, þjálfara Vals, var létt í leikslok eftir sigur síns liðs gegn Víkingum. Valsmenn átt erfiða leiki undanfarið og tókst nú að vera fyrsta liðið til þess að stoppa sigurgöngu Víkinga. “Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Sjá meira
“Já auðvitað þegar við töpum gegn Grindavík, gerum jafntefli við Keflavík og töpum svo gegn Breiðabliki. Þetta er bara alltaf erfitt þegar þú vinnur ekki fótboltaleiki og ég tala nú ekki um í liði sem vill ná árangri. Við erum alveg meðavitaðir um það að við erum á réttri leið og erum að gera góða hluti. Bara hörku leikur tveggja góðra liða í dag. Maður sér að Víkingar eru með bullandi sjálfstraust og halda alltaf áfram. Þrátt fyrir að lenda undir í tvígang og koma til baka. En ég er virkilega ánægður með þessi þrjú stig, skorum þrjú góð mörk og áttum fín upphlaup. Maður sá það að menn voru stundum smá hræddir við að halda í tuðruna sem er skiljanlegt,” sagði Arnar. Hlynur Freyr Karlsson var einn besti maður vallarins í kvöld í áhugaverðu hlutverki. Honum var stillt upp á miðjunni en lék oftar en ekki í miðri varnarlínunni. “Við ætluðum að láta hann díla við Nikolaj. Þeir fara alltaf í þetta 3-2-5, overloada öðru hvoru megin og menn lenda í basli. Þá vildum við að hafsentarnir myndu stíga upp í miðjumennina þeirra og Hlynur myndi taka Nikolaj. Hann gerði það gríðarlega vel í dag og mér fannst bara varnarleikurinn heilt yfir hrikalega flottur og svo vorum við hættulegir fram á við. Hefði viljað sjá eitt mark í fyrri hálfleik. Auðvitað eru þeir alltaf hættulegir og það er drulluerfitt að verjast Víkingum,” sagði Arnar. Tryggvi Hrafn Haraldsson átti sömuleiðis frábæran dag þar sem hann bæði skoraði tvö mörk og lagði svo upp eitt á Aron Jóhannsson. “Já og svo átti hann frábæra spretti í fyrri hálfleik og bara virkilega flottur. Við töluðum um það fyrir leik að við þyrftum að einhverjir myndu stíga upp til að vinna svona leik. Við setjum þetta aftur upp í mót. Víkingar voru að hlaupa í burtu með þetta en nú er þetta aftur orðið mót,” sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Valur Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Fleiri fréttir Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Sjá meira