Tugir friðargæsluliða særðust í átökum í Kósovó Kjartan Kjartansson skrifar 30. maí 2023 09:10 Hernenn NATO og kósovóskir lögreglumenn áttu í vök að verjast gegn serbneskum mótmælendum í norðanverðu Kósovó í gær. Tugir særðust. AP/Dejan Simicevic Um þrjátíu friðargæsluliðar á vegum Atlantshafsbandalagsins særðust í hörðum átökum við Serba í norðanverðu Kósovó í gær. Átökin blossuðu upp þegar hópur manna af serbneskum uppruna reyndi að koma í veg fyrir að nýlega kjörnir fulltrúar af albönskum uppruna kæmust á skrifstofur sínar. Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína. Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Vaxandi spenna hefur verið á milli þjóðarbrota í Kósovó upp á síðkastið, sérstaklega í kjölfar kosninga sem voru haldnar á svæðum þar sem Kósovóar af serbneskum uppruna eru í meirihluta. Þeir hafa aldrei viðurkennt sjálfstæðisyfirlýsingu Kósovó og aðskilnað frá Serbíu árið 2008. Serbar sniðgengu kosningarnar og því hlutu nær eingöngu Kósovóar af albönskum uppruna brautargengi. Kjörsókn var aðeins um 3,5 prósent. Þjóðernissinnaðir Serbar reyndu að hindra för nýkjörinna bæjarstjóra við stjórnarbyggingar í gær. Serbnesku mótmælendurnir köstuðu gas- og blossasprengjum í friðargæsluliða NATO, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Kósovóskir lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna í bænum Zvecan, um 45 kílómetra norður af höfuðborginni Pristina í gær. Beinbrot og bruna- og skotsár NATO segir að þrjátíu friðargæsluliðar hafi særst, ellefu Ítalir og nítján Ungverjar. Þeir hlutu meðal annars beinbrot og brunasár af völdum heimagerðar sprengna mótmælendanna. Þrír ungverskir hermenn hafi verið skotnir en þeir væru ekki lífshættulegar sárir, að sögn AP-fréttaveitunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, fullyrðir að 52 Serbar hafi særst í átökunum, þar af þrír alvarlega. Hann dvaldi með hermönnum sínum við landamærin að Kósovó í nótt. Serbneski herinn hefur verið í viðbragðsstöðu frá því í síðustu viku. Stjórnvöld í Pristina saka Vucic um að ala á sundrungu í Kósovó. Vucic segir kósovósk stjórnvöld bara ábyrgð á ástandinu með því að halda því til streitu að albanskir bæjarstjórar tækju með embætti eftir kosningarnar. Serbar og Kósovóar hafa eldað grátt silfur saman um áratugaskeið. Til vopnaðra átak akom þegar albanskir aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn árið 1998. Serbnesk stjórnvöld brugðust við af mikilli hörku. NATO hrakti serbneska hermenn út úr Kósovó árið 1999. Um þrettán þúsund manns féllu í átökunum, langflestir þeirra albanskir Kósovóar. Bandaríkin og flest Evrópuríki viðurkenna Kósovó sem sjálfstætt ríki en það gera hvorki Serbía, Rússland né Kína.
Kósovó NATO Serbía Tengdar fréttir Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Sjá meira
Hersveitir Serbíu á hæsta viðbúnaðarstigi vegna Kósovó Hersveitir Serbíu eru á hæsta viðbúnaðarstigi að sögn varnarmálaráðherrans Milos Vucevic en ástæðan er stigmögnun átaka við nágrannaríkið Kósovó. 27. desember 2022 06:42