Öll hafa þau skoðanir á stöðu efnahagsmála, mikilli verðbólgu og háum vöxtum og hvað valdi því að verðbólga er eins mikil og raun ber vitni og vextir í hæstu hæðum. Þrálát verðbólga í kringum tíu prósentin og síhækkandi vextir hafa mikil áhrif á hag heimilanna og efnahagslífið í heild sinni.
Reikna má með að erfiðlega geti gengið að koma saman nýjum kjarasamningum í haust þar. Krafa Seðlabankans er að gerðir verði hófsamir langtímasamningar og að ríkið auki aðhald sitt í ríkisfjármálum. Hins vegar eru farnar að heyrast raddir innan úr verkalýðshreyfingunni að eðlilegast væri að gera aðra skammtímasamninga í ljósi stöðunnar.
Þorsteinn benti á í nýlegri grein á Vísi að raunlaun á Íslandi hefðu hækkað mun meira en í samanburðarríkjum þar sem laun hefðu ýmist staðið í stað eða lækkað. Ragnar Þór hefur sagt að vaxtahækkanir Seðlabankans væru drifkraftur í verðbólgunni út af fyrir sig og vaxtahækkanir Seðlabankans væru aðför að heimilunum.
Kristrún hefur síðan sakað stjórnvöld um að sofa á verðinum í ríkisfjármálum og ekki gert sitt til að vinna með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólguna. En síðar í dag gefur Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra munnlega skýrslu á Alþingi um stöðu efnahagsmála að beiðni þingmanna Samfylkingarinnar.
Pallborðið hefst klukkan 14:00 og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2/Vísi.