Mikilvægt að foreldrar noti melatónín með skynsömum hætti Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. maí 2023 15:12 Notkun á melatóníni hefur aukist hérlendis síðustu ár. 1 millígramm af melatónini hefur verið selt í verslunum hérlendis síðan í fyrra. Vísir/Getty Embætti landlæknis segir mikilvægt að foreldrar barna og ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti melatónín með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf auk þess sem geyma þurfi það á öruggum stað. Notkunin hafi aukist hérlendis. Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“ Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum Embættis landlæknis við fyrirspurn Vísis. Tilefnið eru niðurstöður nýrra bandaríska rannsókna á notkun barna og ungmenna á melatóníni. Þær benda til þess að ofneysla hafi aukist um 530 prósent síðastliðin tíu ár, að því er fram kemur í umfjöllun bandaríska miðilsins The Atlantic. Þar kemur meðal annars fram að aukaverkanir vegna ofneyslu melatóníns feli meðal annars í sér ógleði, slen og ælupest. Segir að sjaldgæft hafi verið að börn hafi veikst alvarlega vegna þessa og þá hafi mikill meirihluti orðið fyrir eitrun eftir að hafa innbyrt gúmmíbangsa með hormónunum. Um 300 tilvik hafið komið upp í Bandaríkjunum á síðastliðnum tíu árum þar sem börn hafi leitað til bráðagæslu vegna ofneyslunnar og í tveimur tilvikum hafi börn látist. Ekki upplýsingar um ofneyslu hérlendis Melatónín er náttúrulegt hormón sem líkaminn myndar sjálfur og stýrist framleiðslan af birtustigi. Lítið er af melatóníni í líkamanum að degi til en við myrkur fer framleiðslan af stað og kallar fram syfju. Melatónín var einungis fáanlegt sem lyf hér á landi þar til í ágúst í fyrra. Þá veitti Lyfjastofnun Matvælastofnun álit um málið og benti meðal annars á að melatónín í lægsta styrk, eitt millígramm, væri flokkað sem fæðubótarefni í nágrannalöndum okkar. Síðan þá hefur það verið fáanlegt í lausasölu. Í svörum til fréttastofu vegna málsins frá Embætti landlæknis kemur fram að embættið hafi ekki upplýsingar um það hvort einstaklingar hér á landi hafi leitað sér aðstoðar hjá heilbrigðisstofnunum vegna ofneyslu á melatóníni. Embættið segist hafa leitað svara hjá Eiturefnamiðstöð Landspítala en svör ekki borist. Vísir hefur jafnframt sent fyrirspurn vegna málsins á Barnaspítala Hringsins. Skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni „Þó svo að 1 mg skammtur af melatónín sé ekki lengur flokkað sem lyf þá er mikilvægt að foreldrar barna eða ungmenna sem glíma við svefnvandamál noti efnið með skynsömum hætti. Melatónín bætiefni ætti að umgangast eins og öll önnur lyf og það ætti geyma á öruggum stað svo börn komist ekki í það,“ segir í svari Landlæknis. Áður en byrjað sé að nota melatónín sé skynsamlegt að ráðfæra sig við lækni eða annað fagfólk, enda séu fjölbreyttar leiðir í boði til þess að takast á við svefnvandamál barna. Góður svefn sé enda ein af undirstöðum heilsu og vellíðunar. „Embætti landlæknis hefur gefið sérstakan gaum að þeirri staðreynd að fjölmargir sofa of lítið hérlendis, sérstaklega unglingar og ungt fólk en líka hátt hlutfall fullorðinna. Ekki liggja fyrir upplýsingar um svefn yngri barna en embættið skoðar hvort hægt er að fá fram slík gögn.“ Notkunin ekki undir sérstöku eftirliti en aukist Þá segir Embætti landlæknis að það hafi ekki upplýsingar um melatónín sem keypt sé sem almenn vara í verslunum hér á landi, né heldur í útlöndum og flutt er til Íslands í pósti eða farangri. „Notkun melatóníns, samkvæmt lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis var skoðuð í fyrra, samanber Talnabrunninn og eins og þar kemur fram hefur notkunin aukist mikið. Notkun melatóníns er ekki undir sérstöku eftirliti hjá Embætti landlæknis.“
Lyf Matur Svefn Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira