Viðskipti innlent

Ís­lenskir krakkar aug­lýsa æðar­dún­úlpur með söng á kín­versku

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jie Gao, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs YAYA, var mætt til að fylgjast með upptöku auglýsingarinnar í Grafarvogi.
Jie Gao, framkvæmdastjóri alþjóðasviðs YAYA, var mætt til að fylgjast með upptöku auglýsingarinnar í Grafarvogi. Vísir/Sigurjón

Kínverskt stórfyrirtæki hefur hafið framleiðslu á dúnúlpum úr íslenskum æðardún. Íslensk börn voru fengin til að syngja inn á auglýsingu fyrir nýju úlpurnar á kínversku.

Framboð af íslenskum æðardún er ekki mikið en þó nóg til þess að Kínverjar hafa nú hafið innreið á markaðinn með hjálp söngelskra íslenskra barna.

Fulltrúar frá kínverska stórfyrirtækinu YAYA eru staddir hér á landi til að kynna sér íslenska æðarfuglinn og umhverfi hans. Fyrirtækið hefur keypt mikið magn af íslenskum dún, sem fer í úlpur sem fyrirtækið mun selja á sínum heimaslóðum.

„Við framleiðum mjög takmarkaðan fjölda æðardúnsúlpa vegna þess að æðardúnninn er mjög dýr,“ segir Jie Gao framkvæmdastjóri alþjóðasviðs YAYA.

Til þess að auglýsa úlpurnar voru íslenskir krakkar undir stjórn Ólafs Elíassonar tónlistarkennara, fengnir til að flytja einkennislag YAYA á kínversku. Krakkarnir sem fluttu lagið voru ekki öll á því að einfalt hafi verið að læra textann.

Heyra má lagið og viðtöl við krakkana í spilaranum hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×