Gróður svartur og brenndur eftir vorlægðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 20:01 Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár. Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“ Garðyrkja Veður Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Sjá meira
Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“
Garðyrkja Veður Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Sjá meira