Gróður svartur og brenndur eftir vorlægðirnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 20:01 Plöntur sem alla jafna eru orðnar blómstrandi grænar á þessum árstíma eru margar hverjar svartar og brunnar eftir vorlægðirnar. Þá hefur sumarblómasala verði dræm í rokinu en starfsmaður hjá Garðheimum segir fólk seinna á ferðinni en undanfarin ár. Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“ Garðyrkja Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Plöntur sem alla jafna eru grænar og blómstrandi á þessum árstíma líta margar hverjar svona út, brenndar, svartar og vansælar eftir, að manni finnst, lengsta vetur í manna minnum. Vansæll og brunninn runni.stöð 2 „Þegar við fáum svona gífurlega mikið rok með saltaustri hér af hafi að þá brenna plönturnar og fara illa eins og við sjáum hérna fyrir aftan. Við sjáum svo greinilega að hér eru plöntur sem eru brunnar áveðurs en svo eru þær svolítið grænar hlémegin,“ segir Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Staða berjarunna döpur Margar plöntur muni eflaust hjarna við þó von sé á minni vexti, en Gurrý segir alltaf von á að ákveðnar tegundir muni ekki ná að blómstra, til dæmis berjarunnar sem lifna á vorin, auk þess sem sígrænar plöntu komi margar illa undan vetrinum og vorlægðum. „Blátoppurinn er venjulega á þessum tíma orðinn grænn og fallegur en því miður því hann er svo fljótur að lifna á vorin þá getur hann lent í svona brasi eins og við sjáum hérna,“ segir Gurrý og bendir á illa farinn runna. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur.Bylgjan Þetta tré lítur að jafnaði ekki svona út á sumrin? „Nei, þetta er Alaskaösp og venjulega eru þær orðnar grænar og fallegar og góð lykt af þeim en svo sjáum við hér að blöðin eru kolsvört.“ Svo er það þessi Hansarósarunni. Plantan er ein sú seltuþolnasta sem ræktuð er hér á landi - en hefur ekki þolað rokið á Seltjarnarnesi og minnir frekar á kolamola en rósarunna. Nokkuð hefur borið á því að viðskiptavinir, sem keyptu sumarblóm fyrr í vor, hafi þurft að koma aftur og kaupa ný blóm þar sem hin fyrri lifðu vorlægðirnar ekki af. Engan skyldi undra enda sumarveður ákveðin forsenda fyrir því að hægt sé að halda sumarblómum á lífi. Steinunn hjá Garðheimum segir að sala á sumarblómum fari seinna af stað en vanalega, fólki komi þó að skoða en margir leggi ekki í að setja blómin niður fyrr en vetrinum lýkur. „Já það segir... „Ég ætla að koma aftur“ því það er ekki tilbúið að kaupa blóm núna vitandi að það eru alltaf gular viðvaranir,“ segir Steinunn Reynisdóttir, deildarstjóri hjá Garðheimum. Hvenær er öruggt að setja sumarblómin niður og út? „Það ætti nú að vera kominn tími til þess, það er jafnara hitastig dag og nótt en hefur undanfarið verið svolítið rokkandi.“
Garðyrkja Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira