Segir launahækkun æðstu embættismanna vera raunlaunalækkun Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 19:48 Ráðherrar skilja gremju almennings vegna launahækkana æðstu embættismanna ríkisins en segja þær í samræmi við lög. Forseti Alþýðusambands Íslands segir engin lög yfir það hafin að ekki megi endurskoða þau. Nauðsynlegt sé að skoða ástandið í samfélaginu að hverju sinni. Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Launin hækka þann fyrsta júlí um 6 til 6,3 prósent samkvæmt fyrirkomulagi sem komið var á 2019 í kjölfar þess að umdeilt kjararáð var lagt niður. Sem dæmi hækka laun forsætisráðherra um 156 þúsund krónur, aðrir ráðherra fá um 141 þúsund króna hækkun og seðlabankastjóri um 130 þúsund króna hækkun. Hækkunin hefur verið harðlega gagnrýnd, þá sér í lagi vegna þess að ekkert þak er á henni líkt og samið var um hjá öðrum í haust þegar laun hækkuðu almennt ekki meira en um 66 þúsund krónur. Fjármálaráðherra segir um raunlaunalækkun að ræða. „Í ljósi verðbólgunnar er töluvert í að launin taki breytingum til samræmis við verðbólgu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Flokkur fólksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um frestun launahækkana. Bjarni segir ríkisstjórnina geta ákveðið að fresta hækkunum en hafi fyrir því takmarkaðar heimildir. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir fyrirkomulaginu hafa verið breytt á sínum tíma í kjölfar þess að kjararáð var lagt niður. Fyrirkomulagið tryggi gagnsæi og fyrirsjáanleika og það tryggi að ríkisstjórnin sé aldrei leiðandi í launaþróun. Þar af leiðandi sé fyrirkomulagið mjög gott. „Gremja almennings er mjög skiljanleg og hún stafar af því að við erum að fást við verðbólgu, hér er hátt vaxtarstig og það er mikilvægasta verkefnið,“ segir Katrín aðspurð hvort hún skilji gremju almennings vegna hækkananna. „Jájá, ég skil það mjög vel og er með ágætis reynslu í að skilja það,“ segir Bjarni og Guðmundur Ingi Guðbrandsson vinnumarkaðsráðherra segist einnig skilja athugasemdirnar enda séu laun æðstu embætta ríkisins há. Finnbjörn A. Hermannsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir launahækkanir æðstu embættismanna ríkisins verða að taka mið af ástandi samfélagsins að hverju sinni. Engin lög séu hafin yfir endurskoðun. „Þau eru að bera saman prósentur á móti krónutölum hjá okkur og það er ekki sambærilegt,“ segir Finnbjörn. Alþýðusambandið hafi lagt til að ríkisstjórnin og aðrir fylgi krónutölu hækkunum líkt og aðrir gera. „Það er nákvæmlega það sem við erum að leggja til. Þau þurfa líka að sýna fram á það að þau séu þátttakendur í þessu samfélagi.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47 Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Sjá meira
Launahækkunin sé blaut tuska í andlit þjóðarinnar Flokkir fólksins gagnrýnir laumahækkum æðstu ráðamanna harðlega. Hækkunin er sögð vera sem blaut tuska í andlit þjóðarinnar. Er þess krafist að öllum launahækkunum æðstu ráðamanna sé frestað. 30. maí 2023 15:47
Laun ráðamanna hækka um allt að 156 þúsund: „Þetta er svo mikil hræsni“ Laun æðstu ráðamanna munu hækka um 6 til 6,3 prósent þann 1. júlí næstkomandi. Laun forsætisráðherra hækka um 156 þúsund krónur. Formaður Starfsgreinasambandsins gagnrýnir harðlega að laun ráðamanna hækki ekki um krónutölu líkt og samið var um á almennum markaði. 29. maí 2023 21:33