Miami Heat kom inn í úrslitakeppnina sem áttunda besta liðið í Austurdeildinni en hefur komið öllum á óvart með frábærri frammistöðu.
Liðinu hefur verið spáð tapi í öllum umferðum en ávallt stungið upp í þær spár.
Miami er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið um meistaratitilinn þar sem liðið mætir Denver Nuggets.
Þetta er í fyrsta sinn sem Denver spilar til úrslita en Miami er þarna í annað skiptið á fjórum árum.
Nuggets hefur beðið rólegt í meira en viku á meðan Miami Heat var í hörkueinvígi við Boston Celtics.
ESPN birti tölfræðispá fyrir úrslitaeinvígið og þar kom fram að það eru 89 prósent líkur á því að Denver Nuggets verði NBA meistari en aðeins ellefu prósent líkur á sigri Miami Heat.
Fyrsti leikur úrslitanna hefjast annað kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.